Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar 23. desember 2024 09:32 Á Þorláksmessu hvert ár er gengið fyrir friði í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Fjölmargir taka sér frí frá jólastressinu til að ganga með tendruð ljós og hlýða á friðarboðskap og fagra tóna. Þetta er falleg hefð sem undirstrikar að jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Það er því miður sjaldnast raunin ef litið er út fyrir landsteinana, nú eru það Palestína, Súdan og Úkraína sem helst loga. En í ár er Ísland heldur ekki svo fjarri heimsins vígaslóð. Bandarískir hermenn hafa komið sér aftur fyrir á Miðnesheiði þar sem standa yfir miklar framkvæmdir. Þær miða ekki að því að efla varnir Íslands, enda gera sprengjuþotur og kjarnorkukafbátar lítið gagn gegn þeim ógnum sem raunverulega steðja að landinu, heldur að vígvæðingu norðurslóða. Mörgum brá við þessar fréttir í byrjun mánaðar en friðarsinnar hafa lengi varað við því að Ísland væri aftur að dragast inn í átök kjarnorkuveldanna. Í ár var líka ljóstrað upp um það að Ísland hefði í fyrsta sinn tekið það skref að vopna her sem stendur í stríðsátökum. Síðasta ríkisstjórn setti hátt í milljarð króna í sjóði sem kaupa vopn handa Úkraínuher og þáverandi utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson setti 300 milljónir aukalega í kaup á skotfærum ásamt Tékklandi. Í nýsamþykktum fjárlögum er stefnt að svipuðum upphæðum til kaupa á drápstólum fyrir stríðshrjáð land sem þarf vissulega hjálp, en síst af öllu meiri dauða og limlestingar. Skoðanakannanir staðfesta að meirihluti Íslendinga er andvígur vopnakaupum íslenska ríkisins. Vonandi hlustar ný ríkisstjórn á þessa kröfu og kröfu friðarsinna í dag um að Ísland sem herlaust land eigi ekki að styðja við hernað. Það er heldur ekki of seint að snúa af braut vígbúnaðar á norðurslóðum. Slík hervæðing getur kallað yfir okkur mun verri hörmungar en nokkrar sem við gætum varist með vopnavaldi. Það væri sannarlega í anda jólanna ef Ísland gæti orðið málsvari friðar og afvopnunar á alþjóðavettvangi. Það er yfrið nóg til af vopnum og herstöðvum í heiminum en allt of lítið af friði og kærleik. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á Þorláksmessu hvert ár er gengið fyrir friði í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Fjölmargir taka sér frí frá jólastressinu til að ganga með tendruð ljós og hlýða á friðarboðskap og fagra tóna. Þetta er falleg hefð sem undirstrikar að jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Það er því miður sjaldnast raunin ef litið er út fyrir landsteinana, nú eru það Palestína, Súdan og Úkraína sem helst loga. En í ár er Ísland heldur ekki svo fjarri heimsins vígaslóð. Bandarískir hermenn hafa komið sér aftur fyrir á Miðnesheiði þar sem standa yfir miklar framkvæmdir. Þær miða ekki að því að efla varnir Íslands, enda gera sprengjuþotur og kjarnorkukafbátar lítið gagn gegn þeim ógnum sem raunverulega steðja að landinu, heldur að vígvæðingu norðurslóða. Mörgum brá við þessar fréttir í byrjun mánaðar en friðarsinnar hafa lengi varað við því að Ísland væri aftur að dragast inn í átök kjarnorkuveldanna. Í ár var líka ljóstrað upp um það að Ísland hefði í fyrsta sinn tekið það skref að vopna her sem stendur í stríðsátökum. Síðasta ríkisstjórn setti hátt í milljarð króna í sjóði sem kaupa vopn handa Úkraínuher og þáverandi utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson setti 300 milljónir aukalega í kaup á skotfærum ásamt Tékklandi. Í nýsamþykktum fjárlögum er stefnt að svipuðum upphæðum til kaupa á drápstólum fyrir stríðshrjáð land sem þarf vissulega hjálp, en síst af öllu meiri dauða og limlestingar. Skoðanakannanir staðfesta að meirihluti Íslendinga er andvígur vopnakaupum íslenska ríkisins. Vonandi hlustar ný ríkisstjórn á þessa kröfu og kröfu friðarsinna í dag um að Ísland sem herlaust land eigi ekki að styðja við hernað. Það er heldur ekki of seint að snúa af braut vígbúnaðar á norðurslóðum. Slík hervæðing getur kallað yfir okkur mun verri hörmungar en nokkrar sem við gætum varist með vopnavaldi. Það væri sannarlega í anda jólanna ef Ísland gæti orðið málsvari friðar og afvopnunar á alþjóðavettvangi. Það er yfrið nóg til af vopnum og herstöðvum í heiminum en allt of lítið af friði og kærleik. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun