Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar 23. desember 2024 09:32 Á Þorláksmessu hvert ár er gengið fyrir friði í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Fjölmargir taka sér frí frá jólastressinu til að ganga með tendruð ljós og hlýða á friðarboðskap og fagra tóna. Þetta er falleg hefð sem undirstrikar að jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Það er því miður sjaldnast raunin ef litið er út fyrir landsteinana, nú eru það Palestína, Súdan og Úkraína sem helst loga. En í ár er Ísland heldur ekki svo fjarri heimsins vígaslóð. Bandarískir hermenn hafa komið sér aftur fyrir á Miðnesheiði þar sem standa yfir miklar framkvæmdir. Þær miða ekki að því að efla varnir Íslands, enda gera sprengjuþotur og kjarnorkukafbátar lítið gagn gegn þeim ógnum sem raunverulega steðja að landinu, heldur að vígvæðingu norðurslóða. Mörgum brá við þessar fréttir í byrjun mánaðar en friðarsinnar hafa lengi varað við því að Ísland væri aftur að dragast inn í átök kjarnorkuveldanna. Í ár var líka ljóstrað upp um það að Ísland hefði í fyrsta sinn tekið það skref að vopna her sem stendur í stríðsátökum. Síðasta ríkisstjórn setti hátt í milljarð króna í sjóði sem kaupa vopn handa Úkraínuher og þáverandi utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson setti 300 milljónir aukalega í kaup á skotfærum ásamt Tékklandi. Í nýsamþykktum fjárlögum er stefnt að svipuðum upphæðum til kaupa á drápstólum fyrir stríðshrjáð land sem þarf vissulega hjálp, en síst af öllu meiri dauða og limlestingar. Skoðanakannanir staðfesta að meirihluti Íslendinga er andvígur vopnakaupum íslenska ríkisins. Vonandi hlustar ný ríkisstjórn á þessa kröfu og kröfu friðarsinna í dag um að Ísland sem herlaust land eigi ekki að styðja við hernað. Það er heldur ekki of seint að snúa af braut vígbúnaðar á norðurslóðum. Slík hervæðing getur kallað yfir okkur mun verri hörmungar en nokkrar sem við gætum varist með vopnavaldi. Það væri sannarlega í anda jólanna ef Ísland gæti orðið málsvari friðar og afvopnunar á alþjóðavettvangi. Það er yfrið nóg til af vopnum og herstöðvum í heiminum en allt of lítið af friði og kærleik. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Á Þorláksmessu hvert ár er gengið fyrir friði í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Fjölmargir taka sér frí frá jólastressinu til að ganga með tendruð ljós og hlýða á friðarboðskap og fagra tóna. Þetta er falleg hefð sem undirstrikar að jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Það er því miður sjaldnast raunin ef litið er út fyrir landsteinana, nú eru það Palestína, Súdan og Úkraína sem helst loga. En í ár er Ísland heldur ekki svo fjarri heimsins vígaslóð. Bandarískir hermenn hafa komið sér aftur fyrir á Miðnesheiði þar sem standa yfir miklar framkvæmdir. Þær miða ekki að því að efla varnir Íslands, enda gera sprengjuþotur og kjarnorkukafbátar lítið gagn gegn þeim ógnum sem raunverulega steðja að landinu, heldur að vígvæðingu norðurslóða. Mörgum brá við þessar fréttir í byrjun mánaðar en friðarsinnar hafa lengi varað við því að Ísland væri aftur að dragast inn í átök kjarnorkuveldanna. Í ár var líka ljóstrað upp um það að Ísland hefði í fyrsta sinn tekið það skref að vopna her sem stendur í stríðsátökum. Síðasta ríkisstjórn setti hátt í milljarð króna í sjóði sem kaupa vopn handa Úkraínuher og þáverandi utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson setti 300 milljónir aukalega í kaup á skotfærum ásamt Tékklandi. Í nýsamþykktum fjárlögum er stefnt að svipuðum upphæðum til kaupa á drápstólum fyrir stríðshrjáð land sem þarf vissulega hjálp, en síst af öllu meiri dauða og limlestingar. Skoðanakannanir staðfesta að meirihluti Íslendinga er andvígur vopnakaupum íslenska ríkisins. Vonandi hlustar ný ríkisstjórn á þessa kröfu og kröfu friðarsinna í dag um að Ísland sem herlaust land eigi ekki að styðja við hernað. Það er heldur ekki of seint að snúa af braut vígbúnaðar á norðurslóðum. Slík hervæðing getur kallað yfir okkur mun verri hörmungar en nokkrar sem við gætum varist með vopnavaldi. Það væri sannarlega í anda jólanna ef Ísland gæti orðið málsvari friðar og afvopnunar á alþjóðavettvangi. Það er yfrið nóg til af vopnum og herstöðvum í heiminum en allt of lítið af friði og kærleik. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun