Þrír voru í hvorum bílnum og urðu einhver slys á fólkinu en ekki alvarleg að sögn Garðars Más Garðarssonar aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi. Vinnu viðbragðsaðila á vettvangi er lokið.
Áreksturinn varð klukkan að ganga eitt og var hann nokkuð harður. Garðar segir að betur hafi farið en á horfðist. Mikil hálka sé á vegum í umdæminu.