Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2024 17:30 Syrgjendur hella mjólk og kasta blómum í hafið í Chennai á Indlandi. AP Photo/Mahesh Kumar A. Minningarathafnir voru haldnar víða í Suður-Asíu í dag til að minnast þeirra sem fórust þegar skjálftaflóðbylgjur gengu á land þennan dag árið 2004. Þetta eru mannskæðustu náttúruhamfarir þessarar aldar en tæplega 230 þúsund fórust. Þar af dóu um 170 þúsund í Indónesíu en jarðskjálftinn sem hratt flóðbylgjunum af stað varð skammt frá indónesísku eyjunni Súmötru og var 9,1 að stærð. Jarðskjálftinn var svo öflugur að áhrifa hans gætti alla leið á austurströnd Afríku. Um 1,7 milljónir manna misstu heimili sín, flestir í Indónesíu, Srí Lanka, Indlandi og Taílandi. Aðstandendur þeirra, sem fórust í skjálftaflóðbylgjunni sem reið yfir í Indlandshafi 26. desember 2004, kveikja á kertum við minnisvarða í Ban Nam Khem í Taílandi.AP Photo/Wason Wanichakorn Syrgjendur söfnuðust víða í Indónesíu, til að mnda í Baiturrahman moskunni í borginni Banda í Aceh héraði, sem varð hvað verst úti. Morguninn byrjaði þar á þriggja mínútna sírenuspili í moskum borgarinnar, sem er jafn langur tími og jarðskjálftinn varði, áður en fólk hélt til bænagjörðar. Innviðir í Aceh hafa verið byggðir upp og héraðið er mun betur undirbúið fyrir aðrar eins hamfarir en það var áður. Til að mynda hefur viðvörunarkerfi verið komið upp við strandbyggðir til þess að íbúum gefist nægur tími til að leita skjóls skelli flóðbylgjur aftur á. Fólk biður bænir við fjöldagröf í Banda Aceh í Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Í Taílandi safnaðist mikill fjöldi saman í Ban Nam Khem, litlu sjávarþorpi í Phang Nga héraði, sem varð verst úti þar í landi. Þar bað fólk að kristnum- og íslömskum sið og að sið búddista. Meira en átta þúsund tíndu lífi í Taílandi og er líkamsleifa margra þeirra enn saknað. Aldrei voru borin kennsl á 400 þeirra líka sem fundust. Kona grætur við bænagjörð í Banda Aceh á Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Mörg hundruð komu eins saman á ströndinni í borginni Chennai í Tamil Nadu-héraði á suðurströnd Indlands. Syrgjendur þar helltu mjólk í sjóinn til þess að friða guði sína og færðu hinum látnu blóm og bænir. 10.749 fórust í Indlandi, þar af sjö þúsund í Tamil Nadu. Syrgjendur í Sri Lanka komu saman í strandbænum Pereliya og lögðu blóm að minnisvarða um nærri tvö þúsund farþega lestarinnar Queen of the Sea, sem varð fyrir flóðbylgju, sem létust nær allir. Meira en 35 þúsund fórust í Sri Lanka og tóku íbúar um allt land þátt í tveggja mínútna þögn í dag. Ættingjar fórnarlambs skjálftaflóðbylgjunnar horfa á haf út á suðrhluta Taílands.AP Photo/Wason Wanichakorn Náttúruhamfarir Indónesía Taíland Indland Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira
Þar af dóu um 170 þúsund í Indónesíu en jarðskjálftinn sem hratt flóðbylgjunum af stað varð skammt frá indónesísku eyjunni Súmötru og var 9,1 að stærð. Jarðskjálftinn var svo öflugur að áhrifa hans gætti alla leið á austurströnd Afríku. Um 1,7 milljónir manna misstu heimili sín, flestir í Indónesíu, Srí Lanka, Indlandi og Taílandi. Aðstandendur þeirra, sem fórust í skjálftaflóðbylgjunni sem reið yfir í Indlandshafi 26. desember 2004, kveikja á kertum við minnisvarða í Ban Nam Khem í Taílandi.AP Photo/Wason Wanichakorn Syrgjendur söfnuðust víða í Indónesíu, til að mnda í Baiturrahman moskunni í borginni Banda í Aceh héraði, sem varð hvað verst úti. Morguninn byrjaði þar á þriggja mínútna sírenuspili í moskum borgarinnar, sem er jafn langur tími og jarðskjálftinn varði, áður en fólk hélt til bænagjörðar. Innviðir í Aceh hafa verið byggðir upp og héraðið er mun betur undirbúið fyrir aðrar eins hamfarir en það var áður. Til að mynda hefur viðvörunarkerfi verið komið upp við strandbyggðir til þess að íbúum gefist nægur tími til að leita skjóls skelli flóðbylgjur aftur á. Fólk biður bænir við fjöldagröf í Banda Aceh í Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Í Taílandi safnaðist mikill fjöldi saman í Ban Nam Khem, litlu sjávarþorpi í Phang Nga héraði, sem varð verst úti þar í landi. Þar bað fólk að kristnum- og íslömskum sið og að sið búddista. Meira en átta þúsund tíndu lífi í Taílandi og er líkamsleifa margra þeirra enn saknað. Aldrei voru borin kennsl á 400 þeirra líka sem fundust. Kona grætur við bænagjörð í Banda Aceh á Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Mörg hundruð komu eins saman á ströndinni í borginni Chennai í Tamil Nadu-héraði á suðurströnd Indlands. Syrgjendur þar helltu mjólk í sjóinn til þess að friða guði sína og færðu hinum látnu blóm og bænir. 10.749 fórust í Indlandi, þar af sjö þúsund í Tamil Nadu. Syrgjendur í Sri Lanka komu saman í strandbænum Pereliya og lögðu blóm að minnisvarða um nærri tvö þúsund farþega lestarinnar Queen of the Sea, sem varð fyrir flóðbylgju, sem létust nær allir. Meira en 35 þúsund fórust í Sri Lanka og tóku íbúar um allt land þátt í tveggja mínútna þögn í dag. Ættingjar fórnarlambs skjálftaflóðbylgjunnar horfa á haf út á suðrhluta Taílands.AP Photo/Wason Wanichakorn
Náttúruhamfarir Indónesía Taíland Indland Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira