Innlent

Komu hesti til bjargar úr gjótu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá aðstæðum á vettvangi.
Frá aðstæðum á vettvangi. landsbjörg

Björgunarsveitir á Suðurlandi stóðu í ströngu síðdegis við að bjarga hesti sem hafði fest sig í gjótu.

Nánar tiltekið voru það félagar úr Björgunarfélagi Árborgar og björgunarsveitinni Sigurgeir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi komu til aðstoðar á bóndabæ á Skeiðum.

„Hesturinn komst lifandi í hús, en yngra tryppi var dautt þegar bóndinn kom að þeim. Nágranni með skotbómulyftara og traktorsgrafa komu einnig að verkinu,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

„Netið sem sjá má á myndunum hefur oft verið notað áður við að bjarga bæði hrossum og nautgripum upp úr skurðum og haughúsum.“

Frá björgunaraðgerðum.landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×