Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2024 10:36 Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. Ekkert gekk að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og var miklu frosti kennt um. Það var loks um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem það tókst og takmarkað rafmagn fór að koma á einstaka hluta bæjarins. Um þrjúhundruð manns höfðu þá safnast saman í Godthåbhallen, stærra íþróttahúsinu. Í morgun voru einhverjir bæjarhlutar enn án rafmagns. Víðtæk rafmagnsskömmtun er í gildi og óvíst hvenær mál lagast. Svo takmarkað er varaafl að slökkva þurfti á bæði 4G og 5G-sendum. Þá féllu niður útvarpssendingar KNR, ríkisútvarps Grænlendinga. Nýleg háhýsi í einu úthverfa Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk var kvödd saman vegna stöðunnar. Biðlaði hún til bæjarbúa að fara sparlega með rafmagn og nota engin orkufrek rafmagnstæki, eins og eldavélar, þvottavélar og uppþvottavélar, samkvæmt frétt KNR. Þó var tekið fram að óþarfi væri að slökkva á jólaljósum enda væru þau flest með sparneytnum led-perum. Þá voru húseigendur beðnir um að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq. Straumrofið er rakið til bilunar í sextíu kílómetra langri háspennulínu milli Nuuk og stærstu virkjunar Grænlands, við Buksefjord. Aðstæður eru þannig að ekki verður hægt að kanna hvar bilunin er fyrr en birtir í dag. Háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Uppfært klukkan 15:40. Orkufyrirtæki Grænlands, Nukissiorfiit, tilkynnti fyrir rúmri klukkustund að fullur straumur væri kominn á öll hverfi Nuuk með hjálp varaafls og rafmagnsskömmtun hefði verið aflétt. Enn væri þó unnið að því að finna og lagfæra þá bilun sem varð í flutningslínunni frá virkjuninni í Buksefjord. Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Almannavarnir Tengdar fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Sjá meira
Ekkert gekk að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og var miklu frosti kennt um. Það var loks um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem það tókst og takmarkað rafmagn fór að koma á einstaka hluta bæjarins. Um þrjúhundruð manns höfðu þá safnast saman í Godthåbhallen, stærra íþróttahúsinu. Í morgun voru einhverjir bæjarhlutar enn án rafmagns. Víðtæk rafmagnsskömmtun er í gildi og óvíst hvenær mál lagast. Svo takmarkað er varaafl að slökkva þurfti á bæði 4G og 5G-sendum. Þá féllu niður útvarpssendingar KNR, ríkisútvarps Grænlendinga. Nýleg háhýsi í einu úthverfa Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk var kvödd saman vegna stöðunnar. Biðlaði hún til bæjarbúa að fara sparlega með rafmagn og nota engin orkufrek rafmagnstæki, eins og eldavélar, þvottavélar og uppþvottavélar, samkvæmt frétt KNR. Þó var tekið fram að óþarfi væri að slökkva á jólaljósum enda væru þau flest með sparneytnum led-perum. Þá voru húseigendur beðnir um að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq. Straumrofið er rakið til bilunar í sextíu kílómetra langri háspennulínu milli Nuuk og stærstu virkjunar Grænlands, við Buksefjord. Aðstæður eru þannig að ekki verður hægt að kanna hvar bilunin er fyrr en birtir í dag. Háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Uppfært klukkan 15:40. Orkufyrirtæki Grænlands, Nukissiorfiit, tilkynnti fyrir rúmri klukkustund að fullur straumur væri kominn á öll hverfi Nuuk með hjálp varaafls og rafmagnsskömmtun hefði verið aflétt. Enn væri þó unnið að því að finna og lagfæra þá bilun sem varð í flutningslínunni frá virkjuninni í Buksefjord.
Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Almannavarnir Tengdar fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Sjá meira
Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37
Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30