Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 10:54 ,Vilhelm einkasafn, Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, telur talsverðar líkur á norðurljósadýrð á gamlárskvöld. Mögulega megi sjá bæði björtustu og litríkustu norðurljósin sem sést hafa yfir landinu síðan í október. Greint er frá athyglisverðri norðurljósaspá í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins þar sem segir að sólvindur hafi verið mjög hægur að undanförnu sem skýri hvers vegna lítil sem engin norðurljós hafi sést undanfarna daga. „Það er þó líklegast að breytast hressilega því kórónugos stefnir á Jörðina á um og yfir 600 km hraða á sekúndu,“ segir í færslunni. Óvissa sé þó um það nákvæmlega hvenær stormurinn hefst en um það gefi mismunandi líkön mismunandi niðurstöður en hægt er að fylgjast með rauntímamælingum á geimveðri á heimasíðunni icelandatnight.is. „Annars prýða þrjár bjartar reikistjörnur kvöldhiminninn. Í suðvestri skín Venus mjög skært og í austri er Júpíter bjartur. Í norðaustri er Mars áberandi. Satúrnus er líka á lofti en talsvert daufari,“ segir ennfremur í færslunni. Í tilkynningu frá Sævari Helga fylgir moli um kórónugos sem lýst er sem risaskvettum af rafhlöðnum ögnum. „Þær koma gjarnan í kjölfar öflugra sólblossa og sú er einmitt raunin nú. Í fyrradag varð blossi að styrk M3,5 sem var nógu öflugur til að slöngva efni úr kórónu sólar á ógnarhraða í átt til Jarðar. Í þessu rafagnaskýi er segulsvið sem snýr annað hvort í norður eða suður. Ef það snýr í norður nær segulsvið skýsins ekki að tengjast við segulsvið Jarðar, svo lítið sem ekkert sést á himni þótt brjálæðislega hvasst sé í geimnum. Sýni segulsviðið hins vegar í suður, nær segulsvið Jarðar að tengjast segulsviði kórónugossins og norðurljós kvikna. Stefnan er sýnd í Bz gildinu, svo fylgist með því.“ Fleiri ljós lýsa upp himininn á gamlárskvöld Þess má vænta að norðurljós verði ekki einu björtu og litríku ljósin sem lýsa muna upp næturhimininn á gamlárskvöld enda stærsta flugeldanótt ársins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur er þekktur sem Siggi stormur, spáði því á dögunum stillu og miklu svifryki um áramótin. Ekki er fjallað um flugelda í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum Stjörnufræðivefsins en ekki eru mörg ár síðan Sævar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt á Íslandi, en Sævar hefur verið ötull við að halda á lofti umræðu um skaðleg áhrif flugelda á umhverfið. Áramót Vísindi Geimurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Greint er frá athyglisverðri norðurljósaspá í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins þar sem segir að sólvindur hafi verið mjög hægur að undanförnu sem skýri hvers vegna lítil sem engin norðurljós hafi sést undanfarna daga. „Það er þó líklegast að breytast hressilega því kórónugos stefnir á Jörðina á um og yfir 600 km hraða á sekúndu,“ segir í færslunni. Óvissa sé þó um það nákvæmlega hvenær stormurinn hefst en um það gefi mismunandi líkön mismunandi niðurstöður en hægt er að fylgjast með rauntímamælingum á geimveðri á heimasíðunni icelandatnight.is. „Annars prýða þrjár bjartar reikistjörnur kvöldhiminninn. Í suðvestri skín Venus mjög skært og í austri er Júpíter bjartur. Í norðaustri er Mars áberandi. Satúrnus er líka á lofti en talsvert daufari,“ segir ennfremur í færslunni. Í tilkynningu frá Sævari Helga fylgir moli um kórónugos sem lýst er sem risaskvettum af rafhlöðnum ögnum. „Þær koma gjarnan í kjölfar öflugra sólblossa og sú er einmitt raunin nú. Í fyrradag varð blossi að styrk M3,5 sem var nógu öflugur til að slöngva efni úr kórónu sólar á ógnarhraða í átt til Jarðar. Í þessu rafagnaskýi er segulsvið sem snýr annað hvort í norður eða suður. Ef það snýr í norður nær segulsvið skýsins ekki að tengjast við segulsvið Jarðar, svo lítið sem ekkert sést á himni þótt brjálæðislega hvasst sé í geimnum. Sýni segulsviðið hins vegar í suður, nær segulsvið Jarðar að tengjast segulsviði kórónugossins og norðurljós kvikna. Stefnan er sýnd í Bz gildinu, svo fylgist með því.“ Fleiri ljós lýsa upp himininn á gamlárskvöld Þess má vænta að norðurljós verði ekki einu björtu og litríku ljósin sem lýsa muna upp næturhimininn á gamlárskvöld enda stærsta flugeldanótt ársins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur er þekktur sem Siggi stormur, spáði því á dögunum stillu og miklu svifryki um áramótin. Ekki er fjallað um flugelda í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum Stjörnufræðivefsins en ekki eru mörg ár síðan Sævar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt á Íslandi, en Sævar hefur verið ötull við að halda á lofti umræðu um skaðleg áhrif flugelda á umhverfið.
Áramót Vísindi Geimurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira