Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 11:30 Aðalgeir svarar formanni Framsýnar. Vísir/Ívar Fannar Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. „Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir Aðalgeir í tilkynningu frá samtökunum. Sjá einnig: Aðför að réttindum verkafólks Tilefni tilkynningarinnar er grein sem formaður Framsýnar skrifaði á vef Vísis í gær. Þar gagnrýndi hann stéttarfélagið Virðingu og SVEIT fyrir að koma að stofnun þess. Hann sagði eina tilgang félagsins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. „SVEIT er fulltrúi hins illa hér á landi að hans mati, enda varar hann við því að „græðgispésarnir“ fái ekki að „komast upp með ofbeldi gagnvart þeim tekjulægstu á vinnumarkaði með gervi kjarasamningi.“ Hér birtist þekkt stef frá verkalýðshreyfingunni sem virðist ákveðin í að láta enn á ný reyna á hin gömlu sannindi, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá muni fólk á endanum trúa henni,“ segir Aðalgeir í tilkynningu SVEIT. Hann segir mörg fyrirtæki í veitingarekstri berjast í bökkum vegna kjarasamninga sem taki ekki mið af raunveruleika og miði helst að því „að hækka laun ungmenna í hlutastarfi á kostnað fastráðinna starfsmanna.“ Hann segir fáa reka veitingastað á Íslandi til að verða ríkir og að velta íslenskra veitingastaða hafi dregist saman á meðan launahlutfall hafi aukist og kostnaðarhækkanir séu meiri. „Má kannski líka segja það upphátt að stærsta ógnin nú við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi sé einmitt sú sama verkalýðshreyfing sem samdi greinina inn í þá hörmulegu stöðu sem nú ríkir. Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir að lokum í tilkynningunni. Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. 20. desember 2024 21:01 Svar við hótunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. 20. desember 2024 12:32 Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
„Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir Aðalgeir í tilkynningu frá samtökunum. Sjá einnig: Aðför að réttindum verkafólks Tilefni tilkynningarinnar er grein sem formaður Framsýnar skrifaði á vef Vísis í gær. Þar gagnrýndi hann stéttarfélagið Virðingu og SVEIT fyrir að koma að stofnun þess. Hann sagði eina tilgang félagsins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. „SVEIT er fulltrúi hins illa hér á landi að hans mati, enda varar hann við því að „græðgispésarnir“ fái ekki að „komast upp með ofbeldi gagnvart þeim tekjulægstu á vinnumarkaði með gervi kjarasamningi.“ Hér birtist þekkt stef frá verkalýðshreyfingunni sem virðist ákveðin í að láta enn á ný reyna á hin gömlu sannindi, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá muni fólk á endanum trúa henni,“ segir Aðalgeir í tilkynningu SVEIT. Hann segir mörg fyrirtæki í veitingarekstri berjast í bökkum vegna kjarasamninga sem taki ekki mið af raunveruleika og miði helst að því „að hækka laun ungmenna í hlutastarfi á kostnað fastráðinna starfsmanna.“ Hann segir fáa reka veitingastað á Íslandi til að verða ríkir og að velta íslenskra veitingastaða hafi dregist saman á meðan launahlutfall hafi aukist og kostnaðarhækkanir séu meiri. „Má kannski líka segja það upphátt að stærsta ógnin nú við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi sé einmitt sú sama verkalýðshreyfing sem samdi greinina inn í þá hörmulegu stöðu sem nú ríkir. Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. 20. desember 2024 21:01 Svar við hótunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. 20. desember 2024 12:32 Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. 20. desember 2024 21:01
Svar við hótunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. 20. desember 2024 12:32