Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:31 Ásgeir Erlendsson er samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar. AÐSEND Forgangsröðun á eftirliti með sæstrengjum hjá Landhelgisgæslunni kemur ekki til með að breytast eftir mögulegt skemmdarverk í Finnlandi. Samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar segir að hægt sé að halda uppi öflugasta eftirliti með lögsögu Íslands í áratugi. Það velti hins vegar allt á fjármögnun stjórnvalda. Á jóladag bilaði sæstrengur sem liggur á milli Finnlands og Eistlands. Grunur leikur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Í gær fannst slóð á hafsbotni sem leit út eins og að akkeri hefði verið dregið með fram botninum. Finnar gruna rússneska olíuflutningaskipið Eagle S um skemmdarverkið. Frá Íslandi liggja fjórir sæstrengir og kemur það í hlut Landhelgisgæslunnar að fylgjast með þeim. „Atburðir undanfarinna vikna í Evrópu hafa ekki breytt þeirri forgangsröðun eða hvernig Landhelgisgæslan stendur að umræddu eftirliti,“ segir Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Eftirlitsgetan takmörkuð Landhelgisgæslan fylgist með sæstrengjunum með fjareftirliti úr stjórnstöðu Landhelgisgælunnar og með gervitunglamyndum. Þá fer rauneftirlit fram með varðskipum, þyrlum og flugvél. Til að viðunandi eftirfylgni sé með sæstrengjunum þarf að fljúga eftirlitsflugvélinni TF-SIF að minnsta kosti tvisvar í viku um lögsögu Íslands. Ásgeir bendir á að eftirlitsgeta lögsögunnar sé hins vegar takmörkuð. „Landhelgisgæslan hefur reglulega bent á að eftirlitsgetan innan lögsögunnar hefur verið takmörkuð vegna fjarveru eftirlitsflugvélarinnar sem hefur annast landamæraverkefni á vegum Frontex við Miðjarðarhaf í 5-6 mánuði á ári. Fjárframlög til Landhelgisgæslunnar hafa verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að halda úti rekstri eftirlitsflugvélarinnar hér á landi nema lítinn hluta úr ári,“ skrifar Ásgeir. Aldrei jafn margar flugstundir ef að fjármagnið fæst Samkvæmt Ásgeiri verður umræddi eftirlitsflugvél meira hérlendis en árin áður þar sem hún fari einungis í tvö mánaðarlöng verkefni. „Vonir Landhelgisgæslunnar standa til þess að hægt verði að efla eftirlitið úr lofti verulega,“ skrifar Ásgeir. „Flugstundir hér á landi á næsta ári munu því að óbreyttu verða fleiri en nokkur eða fá dæmi eru um síðan flugvélin var keypt en slíkt veltur á hvort stjórnvöld veiti aukið fjármagn til að gera flugvélina út með þeim hætti.“ Gert er ráð fyrir 415 klukkustundum í flugtíma við Ísland á næsta ári. Það sé því tækifæri til að halda uppi einu öflugasta eftirliti með lögsögunni í áratugi. „Í ljósi þess sem er að gerast alls staðar í kringum okkur teljum við brýnt að við nýtum þau öflugu tæki eins vel og við getum til að gæta þeirra auðlinda og innviða sem eru í hafinu í kringum okkur,“ skrifar Ásgeir. Landhelgisgæslan Sæstrengir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Á jóladag bilaði sæstrengur sem liggur á milli Finnlands og Eistlands. Grunur leikur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Í gær fannst slóð á hafsbotni sem leit út eins og að akkeri hefði verið dregið með fram botninum. Finnar gruna rússneska olíuflutningaskipið Eagle S um skemmdarverkið. Frá Íslandi liggja fjórir sæstrengir og kemur það í hlut Landhelgisgæslunnar að fylgjast með þeim. „Atburðir undanfarinna vikna í Evrópu hafa ekki breytt þeirri forgangsröðun eða hvernig Landhelgisgæslan stendur að umræddu eftirliti,“ segir Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Eftirlitsgetan takmörkuð Landhelgisgæslan fylgist með sæstrengjunum með fjareftirliti úr stjórnstöðu Landhelgisgælunnar og með gervitunglamyndum. Þá fer rauneftirlit fram með varðskipum, þyrlum og flugvél. Til að viðunandi eftirfylgni sé með sæstrengjunum þarf að fljúga eftirlitsflugvélinni TF-SIF að minnsta kosti tvisvar í viku um lögsögu Íslands. Ásgeir bendir á að eftirlitsgeta lögsögunnar sé hins vegar takmörkuð. „Landhelgisgæslan hefur reglulega bent á að eftirlitsgetan innan lögsögunnar hefur verið takmörkuð vegna fjarveru eftirlitsflugvélarinnar sem hefur annast landamæraverkefni á vegum Frontex við Miðjarðarhaf í 5-6 mánuði á ári. Fjárframlög til Landhelgisgæslunnar hafa verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að halda úti rekstri eftirlitsflugvélarinnar hér á landi nema lítinn hluta úr ári,“ skrifar Ásgeir. Aldrei jafn margar flugstundir ef að fjármagnið fæst Samkvæmt Ásgeiri verður umræddi eftirlitsflugvél meira hérlendis en árin áður þar sem hún fari einungis í tvö mánaðarlöng verkefni. „Vonir Landhelgisgæslunnar standa til þess að hægt verði að efla eftirlitið úr lofti verulega,“ skrifar Ásgeir. „Flugstundir hér á landi á næsta ári munu því að óbreyttu verða fleiri en nokkur eða fá dæmi eru um síðan flugvélin var keypt en slíkt veltur á hvort stjórnvöld veiti aukið fjármagn til að gera flugvélina út með þeim hætti.“ Gert er ráð fyrir 415 klukkustundum í flugtíma við Ísland á næsta ári. Það sé því tækifæri til að halda uppi einu öflugasta eftirliti með lögsögunni í áratugi. „Í ljósi þess sem er að gerast alls staðar í kringum okkur teljum við brýnt að við nýtum þau öflugu tæki eins vel og við getum til að gæta þeirra auðlinda og innviða sem eru í hafinu í kringum okkur,“ skrifar Ásgeir.
Landhelgisgæslan Sæstrengir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira