Vann nauman sigur með geitung í hárinu Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 17:23 Callan Rydz lét það ekki trufla sig að fá geitung í hárið, jafnvel þó að hann væri þar í dágóðan tíma. Getty/Skjáskot Callan Rydz má prísa sig sælan að vera kominn áfram í átta manna úrslitin á HM í pílukasti, eftir 4-3 sigur gegn Rob Owen í dag. Geitungur gerði sig heimakominn í hári Rydz í miðjum leik. Englendingarnir Rydz, Nathan Aspinall og Chris Dobey eru allir komnir áfram í átta manna úrslitin sem fram fara á nýársdag. Sextán manna úrslitunum lýkur í kvöld þegar menn á borð við Luke Littler og Michael van Gerwen stíga á svið en bein útsending hefst á Vodafone Sport klukkan 18:55. Rydz tapaði fyrstu tveimur settunum gegn Owen í dag, og spurning hvort það hafi haft einhver áhrif á Rydz að vera með geitunginn í hárinu. Hann náði hins vegar að vinna næstu þrjú sett og hafði svo að lokum betur í oddasettinu sem hann vann 3-1. Owen fór illa með sín tækifæri til að vinna fleiri leggi og var með 28% hittni í útskotum gegn 43% hjá Rydz. Sigur Aspinall á Þjóðverjanum Ricardo Pietreczko var mun öruggari en sá þýski náði sér aldrei á strik og var með meðalskor upp á 78,46 sem telst ansi lítið á þessu stigi mótsins. Aspinall vann leikinn 4-0 en hann var með meðalskor upp á 94,28. Næsti mótherji Aspinall verður svo Luke Littler eða Ryan Joyce. Fyrsti leikur dagsins var svo á milli Dobey og Hollendingsins Kevin Doets en eftir mikla spennu vann Dobey þar 4-3 sigur, með því að vinna síðustu tvö settin, bæði 3-1. Dobey mætir Gerwyn Price á nýársdag í átta manna úrslitunum. Í kvöld eru svo þessir þrír leikir á dagskrá: Stephen Bunting - Luke Woodhouse Michael van Gerwen - Jeffrey de Graaf Luke Littler - Ryan Joyce Pílukast Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sjá meira
Englendingarnir Rydz, Nathan Aspinall og Chris Dobey eru allir komnir áfram í átta manna úrslitin sem fram fara á nýársdag. Sextán manna úrslitunum lýkur í kvöld þegar menn á borð við Luke Littler og Michael van Gerwen stíga á svið en bein útsending hefst á Vodafone Sport klukkan 18:55. Rydz tapaði fyrstu tveimur settunum gegn Owen í dag, og spurning hvort það hafi haft einhver áhrif á Rydz að vera með geitunginn í hárinu. Hann náði hins vegar að vinna næstu þrjú sett og hafði svo að lokum betur í oddasettinu sem hann vann 3-1. Owen fór illa með sín tækifæri til að vinna fleiri leggi og var með 28% hittni í útskotum gegn 43% hjá Rydz. Sigur Aspinall á Þjóðverjanum Ricardo Pietreczko var mun öruggari en sá þýski náði sér aldrei á strik og var með meðalskor upp á 78,46 sem telst ansi lítið á þessu stigi mótsins. Aspinall vann leikinn 4-0 en hann var með meðalskor upp á 94,28. Næsti mótherji Aspinall verður svo Luke Littler eða Ryan Joyce. Fyrsti leikur dagsins var svo á milli Dobey og Hollendingsins Kevin Doets en eftir mikla spennu vann Dobey þar 4-3 sigur, með því að vinna síðustu tvö settin, bæði 3-1. Dobey mætir Gerwyn Price á nýársdag í átta manna úrslitunum. Í kvöld eru svo þessir þrír leikir á dagskrá: Stephen Bunting - Luke Woodhouse Michael van Gerwen - Jeffrey de Graaf Luke Littler - Ryan Joyce
Pílukast Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sjá meira