Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar 30. desember 2024 19:00 Bókin „Undirgefni” eftir franska rithöfundinn Michel Houellebecq eða „Soumission” eins og hún nefnist á frummálinu, olli töluverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, eiginlega áður en nokkur maður hafði lesið hana. Það vildi nefnilega svo óheppilega til að skáldsagan, sem allir héldu að fjallaði fyrst og fremst um Íslam í Frakklandi, kom út þann 7. janúar 2015, daginn sem íslamskir hryðjuverkamenn réðust inn í á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo, myrtu tólf manns og slösuðu tíu. Bókarinnar hafði reyndar verið beðið með bæði ótta og eftirvæntingu, enda hefur Houellebecq verið þekktur fyrir að ögra með verkum sínum. Að þessu sinni var tímasetningin svo óheppileg að höfundurinn hrökklaðist í felur. Titill skáldsögunnar vísar í Íslam sem þýðir einmitt undirgefni en hann er þó margræður. Þó skáldsagan fjalli um yfirtöku múhameðstrúarmanna á Frakklandi í nálægri framtíð, þá er bókin ekki um Íslam nema að litlu leyti og Houllebeqc hæðist hvorki að trúarbrögðunum né gagnrýnir þau með beinum hætti. Sagan fjallar öllu heldur um hvernig afstæðishyggja og sinnuleysi skilja hinn frjálslynda vestræna nútímamann óvarinn fyrir sér róttækari og staðfastari öflum. Aðalsöguhetja „Undirgefni” er frekar dæmigerð fyrir Houellebecq sögu. Francois er þunglyndur háskólaprófessor sem á stuttum ástarsamböndum við unga nemendur sína og kemur litlu í verk í háskóla þar sem yfirmaður hans er snoðklippt kona, hámenntaður kynjafræðingur sem nýtur þess að niðurlægja karlmenn kynferðislega. Francois er á miðjum aldri og reiknar með því að með sígandi pungi munu ástarævintýrin, og þar með sú litla gleði sem hann upplifir ennþá, brátt líða undir lok. Þegar frambjóðandi múslima sigrar Marine Le Pen í forsetakosningunum og gerir Frakkland að múslímaríki stuttu síðar, þá eru öllum karlmönnum sem játa ekki múhameðstrú bannað að kenna og allar konur eru gerðar að húsfrúm. Francois horfir upp á karlkyns samstarfsmenn sína, frjálslynda, vinstrisinnaða háskólamenn, taka múhameðstrú en þeim er með því ekki aðeins lofað öruggri vinnu til frambúðar, heldur einnig því sem þeir þrá heitast af öllu - fjölkvæni með stelpum á táningsaldri. Snoðaða yfirkonan hverfur og yfirmaður Francois er nú nýbakaður trúskiptingur sem stærir sig af fimmtán ára eiginkonu sinni. Nú er fokið í flest skjól, allur efi og ótti Francois hverfur eins og dögg fyrir sólu og hann snýst til hinnar nýju ríkistrúar - undirgefinn hinum nýju herrum, líkt og hann var undirgefinn hinum gömlu. Það er tilviljun ein sem ræður því að hann uppsker betur undir hinum nýja drottnara en þeim gamla. Sá óumburðarlyndi sigrar Í bók sinni „Skin in The Game” skrifaði tölfræðingurinn Nassim Nicholas Taleb um það hvernig lítill og staðfastur minnihluti getur stjórnað heilu samfélagi og nefnir þar t.d sem dæmi hvernig trúarhópar sem leggja sér ekki ákveðnar fæðutegundir til munns, geta orðið til þess að allar merkingar á vörum eru gerðar með þá í huga. Hann bendir einnig á hvernig kristni breiddist út í Rómarveldi á ógnarhraða sökum þess hversu staðfastir kristnir menn voru í sinni trú. Samkvæmt þessari kenningu skiptir litlu máli hversu stór hópurinn er - aðeins hversu hart hann gengur fram, og hversu ósveigjanlegur hann sé. Sagan er sneisafull af slíkum dæmum og við þekkjum auðvitað mörg slík vel úr samtímanum. Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup þjóðkirkjunnar, fjallaði um það í jólapredikun sinni hvernig kristinni trú hefur á síðustu árum verið ýtt út úr samfélaginu. Hún sagði m.a: „Fyrir nokkrum árum byrjuðum við smátt og smátt að fjarlægja trú úr almannarými á Íslandi. Almannarýmið átti að verða hlutlaust rými en trúin átti að búa í kirkjum og á heimilum, verða einkamál fólks. Þetta hófst með umræðu um samskipti skóla og kirkju, sem var í raun mikilvæg í samfélagi sem var að breytast. Þetta leiddi m.a. til þess að smám saman urðum við feimin við að ræða trú og trúmál á almannafæri. Trú varð feimnismál,“ Hún sagði einnig að Guðleysi væri ekki hlutleysi. Það er óhætt að taka undir hvert orð. Guðlaust rými er allt annað en hlutlaust. Fámennur, staðfastur og óumburðarlyndur hópur fékk sínu fram, ýtti kristni út á jaðarinn, og traðkaði yfir tómarúmið sem myndaðist á eftir, með slæmum afleiðingum fyrir samfélagið allt. Trúlausir kristnir menn En hvernig gat þetta gerst? Hvers vegna eru kristnir menn ofurseldir því að trú þeirra sé ýtt út á jaðar samfélagsins og jafn máttlausir í mótstöðu og raun ber vitni? Í fyrirlestri sínum í Regensburg árið 2006, fjallaði hans heilagleiki Benedikt XVI páfi m.a um það hvernig frjálslynd guðfræði nítjándu og tuttugustu aldar hafi valdið miklum skaða, og þá sérstaklega guðfræði Adolfs von Harnack. Sú guðfræði lagði áherslu á manninn Jesú Krist sem siðspeking þ.e þá hugmynd að Kristur væri fyrst og fremst faðir húmanísks boðskapar og gæti því runnið fullkomlega saman við nútíma rökhyggju og vísindalegar framfarir. Með slíkum áherslum væri hægt að frelsa kristnina frá öllum heimspekilegum og guðfræðilegum vangaveltum og þá sérstaklega þeirri hugmynd að Kristur væri guðdómlegur og hluti af heilagri þrenningu. Með öðrum orðum ætti að aðlaga Guð að tíðarandanum en ekki öfugt. Afleiðingar slíkrar hugmyndafræði, sem hefur verið afar áberandi á Íslandi, ekki síst innan þjóðkirkjunnar, eru þær að kristnir menn enda eins og söguhetjan Francois í skáldsögu Houellebecq: ofurseldir þeim sem hafa viljann til að drottna yfir þeim á hverjum tíma. Það er nefnilega engin staðfesta fólgin í því að trúa á siðspekinginn Krist, aðeins hinn guðdómlega. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Bókin „Undirgefni” eftir franska rithöfundinn Michel Houellebecq eða „Soumission” eins og hún nefnist á frummálinu, olli töluverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, eiginlega áður en nokkur maður hafði lesið hana. Það vildi nefnilega svo óheppilega til að skáldsagan, sem allir héldu að fjallaði fyrst og fremst um Íslam í Frakklandi, kom út þann 7. janúar 2015, daginn sem íslamskir hryðjuverkamenn réðust inn í á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo, myrtu tólf manns og slösuðu tíu. Bókarinnar hafði reyndar verið beðið með bæði ótta og eftirvæntingu, enda hefur Houellebecq verið þekktur fyrir að ögra með verkum sínum. Að þessu sinni var tímasetningin svo óheppileg að höfundurinn hrökklaðist í felur. Titill skáldsögunnar vísar í Íslam sem þýðir einmitt undirgefni en hann er þó margræður. Þó skáldsagan fjalli um yfirtöku múhameðstrúarmanna á Frakklandi í nálægri framtíð, þá er bókin ekki um Íslam nema að litlu leyti og Houllebeqc hæðist hvorki að trúarbrögðunum né gagnrýnir þau með beinum hætti. Sagan fjallar öllu heldur um hvernig afstæðishyggja og sinnuleysi skilja hinn frjálslynda vestræna nútímamann óvarinn fyrir sér róttækari og staðfastari öflum. Aðalsöguhetja „Undirgefni” er frekar dæmigerð fyrir Houellebecq sögu. Francois er þunglyndur háskólaprófessor sem á stuttum ástarsamböndum við unga nemendur sína og kemur litlu í verk í háskóla þar sem yfirmaður hans er snoðklippt kona, hámenntaður kynjafræðingur sem nýtur þess að niðurlægja karlmenn kynferðislega. Francois er á miðjum aldri og reiknar með því að með sígandi pungi munu ástarævintýrin, og þar með sú litla gleði sem hann upplifir ennþá, brátt líða undir lok. Þegar frambjóðandi múslima sigrar Marine Le Pen í forsetakosningunum og gerir Frakkland að múslímaríki stuttu síðar, þá eru öllum karlmönnum sem játa ekki múhameðstrú bannað að kenna og allar konur eru gerðar að húsfrúm. Francois horfir upp á karlkyns samstarfsmenn sína, frjálslynda, vinstrisinnaða háskólamenn, taka múhameðstrú en þeim er með því ekki aðeins lofað öruggri vinnu til frambúðar, heldur einnig því sem þeir þrá heitast af öllu - fjölkvæni með stelpum á táningsaldri. Snoðaða yfirkonan hverfur og yfirmaður Francois er nú nýbakaður trúskiptingur sem stærir sig af fimmtán ára eiginkonu sinni. Nú er fokið í flest skjól, allur efi og ótti Francois hverfur eins og dögg fyrir sólu og hann snýst til hinnar nýju ríkistrúar - undirgefinn hinum nýju herrum, líkt og hann var undirgefinn hinum gömlu. Það er tilviljun ein sem ræður því að hann uppsker betur undir hinum nýja drottnara en þeim gamla. Sá óumburðarlyndi sigrar Í bók sinni „Skin in The Game” skrifaði tölfræðingurinn Nassim Nicholas Taleb um það hvernig lítill og staðfastur minnihluti getur stjórnað heilu samfélagi og nefnir þar t.d sem dæmi hvernig trúarhópar sem leggja sér ekki ákveðnar fæðutegundir til munns, geta orðið til þess að allar merkingar á vörum eru gerðar með þá í huga. Hann bendir einnig á hvernig kristni breiddist út í Rómarveldi á ógnarhraða sökum þess hversu staðfastir kristnir menn voru í sinni trú. Samkvæmt þessari kenningu skiptir litlu máli hversu stór hópurinn er - aðeins hversu hart hann gengur fram, og hversu ósveigjanlegur hann sé. Sagan er sneisafull af slíkum dæmum og við þekkjum auðvitað mörg slík vel úr samtímanum. Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup þjóðkirkjunnar, fjallaði um það í jólapredikun sinni hvernig kristinni trú hefur á síðustu árum verið ýtt út úr samfélaginu. Hún sagði m.a: „Fyrir nokkrum árum byrjuðum við smátt og smátt að fjarlægja trú úr almannarými á Íslandi. Almannarýmið átti að verða hlutlaust rými en trúin átti að búa í kirkjum og á heimilum, verða einkamál fólks. Þetta hófst með umræðu um samskipti skóla og kirkju, sem var í raun mikilvæg í samfélagi sem var að breytast. Þetta leiddi m.a. til þess að smám saman urðum við feimin við að ræða trú og trúmál á almannafæri. Trú varð feimnismál,“ Hún sagði einnig að Guðleysi væri ekki hlutleysi. Það er óhætt að taka undir hvert orð. Guðlaust rými er allt annað en hlutlaust. Fámennur, staðfastur og óumburðarlyndur hópur fékk sínu fram, ýtti kristni út á jaðarinn, og traðkaði yfir tómarúmið sem myndaðist á eftir, með slæmum afleiðingum fyrir samfélagið allt. Trúlausir kristnir menn En hvernig gat þetta gerst? Hvers vegna eru kristnir menn ofurseldir því að trú þeirra sé ýtt út á jaðar samfélagsins og jafn máttlausir í mótstöðu og raun ber vitni? Í fyrirlestri sínum í Regensburg árið 2006, fjallaði hans heilagleiki Benedikt XVI páfi m.a um það hvernig frjálslynd guðfræði nítjándu og tuttugustu aldar hafi valdið miklum skaða, og þá sérstaklega guðfræði Adolfs von Harnack. Sú guðfræði lagði áherslu á manninn Jesú Krist sem siðspeking þ.e þá hugmynd að Kristur væri fyrst og fremst faðir húmanísks boðskapar og gæti því runnið fullkomlega saman við nútíma rökhyggju og vísindalegar framfarir. Með slíkum áherslum væri hægt að frelsa kristnina frá öllum heimspekilegum og guðfræðilegum vangaveltum og þá sérstaklega þeirri hugmynd að Kristur væri guðdómlegur og hluti af heilagri þrenningu. Með öðrum orðum ætti að aðlaga Guð að tíðarandanum en ekki öfugt. Afleiðingar slíkrar hugmyndafræði, sem hefur verið afar áberandi á Íslandi, ekki síst innan þjóðkirkjunnar, eru þær að kristnir menn enda eins og söguhetjan Francois í skáldsögu Houellebecq: ofurseldir þeim sem hafa viljann til að drottna yfir þeim á hverjum tíma. Það er nefnilega engin staðfesta fólgin í því að trúa á siðspekinginn Krist, aðeins hinn guðdómlega. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun