Newberry var leikmaður Cliftonville á Norður-Írlandi þegar hann lést, en hann átti 27 ára afmæli í dag.
Newberry var uppalinn hjá Newcastle en lék svo með Víkingi Ólafsvík á árunum 2018-2020, í næstefstu deild hér á landi. Hann lék alls sextíu deildarleiki fyrir Ólsara og var í lykilhlutverki. Hann fór svo af Snæfellsnesinu og til Norður-Írlands þar sem hann lék með Linfield í þrjú ár og skipti svo yfir til Cliftonville á þessu ári.
Ljóst er að Víkingar minnast góðs vinar eins og lesa má úr færslu félagsins, framkvæmdastjórans Þorsteins Hauks Harðarsonar og stuðningsmannsins Viðars Inga Péturssonar.
Hvíldu í friði vinur minn💔 pic.twitter.com/FmLdn1LK9O
— Þorsteinn Haukur (@thorsteinnhauku) December 30, 2024
Ekki í dag Helgi Guðjóns! / Have it Þórður Inga!
— Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) December 30, 2024
Michael Newberry. Hvíl í friði elsku drengur. 🙏💙 pic.twitter.com/YHMkdDa4Ff
Fyrrum leikmaður okkar, Michael Newberry, er fallinn frá 27 ára gamall. Hefði einmitt átt afmæli í dag. Lék 73 leiki fyrir Víking Ó. í deild og bikar.
— Víkingur Ólafsvík (@Vikingurol) December 30, 2024
Blessuð sé minning hans. https://t.co/Wh15luc4Dk
Hið sama er að segja um Newcastle sem vottar fjölskyldu Newberry samúð sína og óskar þess að hann hvíli í friði.
We are deeply saddened to learn of the passing of our former player, Michael Newberry, at the age of 27.
— Newcastle United (@NUFC) December 30, 2024
Our sincere condolences go to Michael's family, friends and all at @cliftonvillefc at this time.
Rest in peace, Michael. 🖤🤍 https://t.co/5dfruP3yF9 pic.twitter.com/o50NuN32i5
Leikjum Cliftonville og Linfield sem fara áttu fram í kvöld var báðum frestað og í tilkynningu á vef Cliftonville segir að allir hjá félaginu séu í sárum.
„Við vottum allri fjölskyldu og vinum Michaels samúð okkar, sem og öllum þeim fjölda liðsfélaga sem hann átti á ferlinum og stuðningsmönnum sem verða hryggir yfir þessum átakanlegu tíðindum. Hvíldu í friði, Newbs,“ sagði í tilkynningu Cliftonville.