Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Sindri Sverrisson skrifar 31. desember 2024 08:02 Michael Newberry var í stóru hlutverki hjá Víkingi Ólafsvík árin sem hann spilaði á Íslandi. Facebook/@vikingurol Enski fótboltamaðurinn Michael Newberry, sem lék í þrjú ár á Íslandi, er látinn, aðeins 27 ára að aldri. Víkingur Ólafsvík og enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle eru á meðal þeirra sem minnast varnarmannsins. Newberry var leikmaður Cliftonville á Norður-Írlandi þegar hann lést, en hann átti 27 ára afmæli í dag. Newberry var uppalinn hjá Newcastle en lék svo með Víkingi Ólafsvík á árunum 2018-2020, í næstefstu deild hér á landi. Hann lék alls sextíu deildarleiki fyrir Ólsara og var í lykilhlutverki. Hann fór svo af Snæfellsnesinu og til Norður-Írlands þar sem hann lék með Linfield í þrjú ár og skipti svo yfir til Cliftonville á þessu ári. Ljóst er að Víkingar minnast góðs vinar eins og lesa má úr færslu félagsins, framkvæmdastjórans Þorsteins Hauks Harðarsonar og stuðningsmannsins Viðars Inga Péturssonar. Hvíldu í friði vinur minn💔 pic.twitter.com/FmLdn1LK9O— Þorsteinn Haukur (@thorsteinnhauku) December 30, 2024 Ekki í dag Helgi Guðjóns! / Have it Þórður Inga! Michael Newberry. Hvíl í friði elsku drengur. 🙏💙 pic.twitter.com/YHMkdDa4Ff— Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) December 30, 2024 Fyrrum leikmaður okkar, Michael Newberry, er fallinn frá 27 ára gamall. Hefði einmitt átt afmæli í dag. Lék 73 leiki fyrir Víking Ó. í deild og bikar.Blessuð sé minning hans. https://t.co/Wh15luc4Dk— Víkingur Ólafsvík (@Vikingurol) December 30, 2024 Hið sama er að segja um Newcastle sem vottar fjölskyldu Newberry samúð sína og óskar þess að hann hvíli í friði. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player, Michael Newberry, at the age of 27.Our sincere condolences go to Michael's family, friends and all at @cliftonvillefc at this time.Rest in peace, Michael. 🖤🤍 https://t.co/5dfruP3yF9 pic.twitter.com/o50NuN32i5— Newcastle United (@NUFC) December 30, 2024 Leikjum Cliftonville og Linfield sem fara áttu fram í kvöld var báðum frestað og í tilkynningu á vef Cliftonville segir að allir hjá félaginu séu í sárum. „Við vottum allri fjölskyldu og vinum Michaels samúð okkar, sem og öllum þeim fjölda liðsfélaga sem hann átti á ferlinum og stuðningsmönnum sem verða hryggir yfir þessum átakanlegu tíðindum. Hvíldu í friði, Newbs,“ sagði í tilkynningu Cliftonville. Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Andlát Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Newberry var leikmaður Cliftonville á Norður-Írlandi þegar hann lést, en hann átti 27 ára afmæli í dag. Newberry var uppalinn hjá Newcastle en lék svo með Víkingi Ólafsvík á árunum 2018-2020, í næstefstu deild hér á landi. Hann lék alls sextíu deildarleiki fyrir Ólsara og var í lykilhlutverki. Hann fór svo af Snæfellsnesinu og til Norður-Írlands þar sem hann lék með Linfield í þrjú ár og skipti svo yfir til Cliftonville á þessu ári. Ljóst er að Víkingar minnast góðs vinar eins og lesa má úr færslu félagsins, framkvæmdastjórans Þorsteins Hauks Harðarsonar og stuðningsmannsins Viðars Inga Péturssonar. Hvíldu í friði vinur minn💔 pic.twitter.com/FmLdn1LK9O— Þorsteinn Haukur (@thorsteinnhauku) December 30, 2024 Ekki í dag Helgi Guðjóns! / Have it Þórður Inga! Michael Newberry. Hvíl í friði elsku drengur. 🙏💙 pic.twitter.com/YHMkdDa4Ff— Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) December 30, 2024 Fyrrum leikmaður okkar, Michael Newberry, er fallinn frá 27 ára gamall. Hefði einmitt átt afmæli í dag. Lék 73 leiki fyrir Víking Ó. í deild og bikar.Blessuð sé minning hans. https://t.co/Wh15luc4Dk— Víkingur Ólafsvík (@Vikingurol) December 30, 2024 Hið sama er að segja um Newcastle sem vottar fjölskyldu Newberry samúð sína og óskar þess að hann hvíli í friði. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player, Michael Newberry, at the age of 27.Our sincere condolences go to Michael's family, friends and all at @cliftonvillefc at this time.Rest in peace, Michael. 🖤🤍 https://t.co/5dfruP3yF9 pic.twitter.com/o50NuN32i5— Newcastle United (@NUFC) December 30, 2024 Leikjum Cliftonville og Linfield sem fara áttu fram í kvöld var báðum frestað og í tilkynningu á vef Cliftonville segir að allir hjá félaginu séu í sárum. „Við vottum allri fjölskyldu og vinum Michaels samúð okkar, sem og öllum þeim fjölda liðsfélaga sem hann átti á ferlinum og stuðningsmönnum sem verða hryggir yfir þessum átakanlegu tíðindum. Hvíldu í friði, Newbs,“ sagði í tilkynningu Cliftonville.
Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Andlát Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira