Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 21:42 Frá vettvangi slyssins. AP/Ahn Young-joon Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn. Flugvélin lenti skömmu síðar, án þess að lendingarbúnaður hennar væri kominn niður og nærri miðju flugbrautarinnar, rann eftir henni og skall á áðurnefndum vegg. Við það kviknaði mikill eldur en einungis tveir af þeim 181 sem voru um borð lifðu af. Það voru flugþjónar sem sátu aftast í flugvélinni, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Um er að ræða eitt mannskæðasta flugslys undanfarinna ára. Jeju Air flight 7C 2216 from Bangkok was carrying 175 passengers and six crew when disaster struck at the airport in Muan county, just after 9 a.m. local time Sunday (7 p.m. ET Saturday).Footage of Sunday’s crash broadcast by multiple South Korean news outlets showed the plane… pic.twitter.com/rc7AxNSYyp— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) December 29, 2024 Verið var að fljúga flugvélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-800, til Muan frá Bangkok í Taílandi en henni var ekki lent heldur flogið lágt yfir flugbrautina og var verið að fljúga henni hring þegar viðvörunin um fuglana var send út. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja myndbönd af slysinu gefa til kynna að einhverjir hreyflar flugvélarinnar hafi ekki virkað sem skyldi þegar hún lenti. Hins vegar sé hin meinta bilun lendingarbúnaðarins helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Mögulegt þykir að fuglar hafi valdið skemmdum á lendingarbúnaðinum, auk þess sem þeir hafi skemmt hreyfla flugvélarinnar. Í samtali við WSJ segja aðrir sérfræðingar hinsvegar að það að flugvélinni hafi verið flogið lágt yfir flugbrautina áður en reynt var að lenda henni benda til þess að flugmenn hennar hafi vitað af vandræðum með lendingarbúnaðinn. Í slíkum tilfellum sé oft flogið yfir flugbrautina svo flugumferðarstjórar geti reynt að sjá stöðuna á lendingarbúnaðinum og hvort hann sé bilaður eða ekki. Myndbönd sýna einnig að blaktar flugvélarinnar voru ekki í notkun en það er búnaður sem í einföldu mái sagt er notaður við lendingar svo hægt sé að hægja á flugvélum. Einnig hefur mikið verið kvartað yfir því í Suður-Kóreu að veggurinn hafi yfir höfuð verið reistur þarna við enda flugbrautarinnar. Umræddur veggur er sagður hafa innihaldið mikinn tæknibúnað og senda sem ætlað er að hjálpa við lendingar flugvéla, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Sjá einnig: Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Svörtu kassarnir svokölluðu, eða flugritar flugvélarinnar, eru komnir í hendur rannsakenda en að minnsta kosti annar þeirra er sagður verulega skemmdur. Farþegar flugvélarinnar eru sagðir hafa haft tíma til að senda skilaboð til fjölskyldumeðlima sinna áður en flugvélin brotlenti. Einn er sagður hafa sagt að fugl sæti fastur í öðrum væng flugvélarinnar og annar spurði hvort hann ætti að semja erfðaskrá. Suður-Kórea Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Flugvélin lenti skömmu síðar, án þess að lendingarbúnaður hennar væri kominn niður og nærri miðju flugbrautarinnar, rann eftir henni og skall á áðurnefndum vegg. Við það kviknaði mikill eldur en einungis tveir af þeim 181 sem voru um borð lifðu af. Það voru flugþjónar sem sátu aftast í flugvélinni, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Um er að ræða eitt mannskæðasta flugslys undanfarinna ára. Jeju Air flight 7C 2216 from Bangkok was carrying 175 passengers and six crew when disaster struck at the airport in Muan county, just after 9 a.m. local time Sunday (7 p.m. ET Saturday).Footage of Sunday’s crash broadcast by multiple South Korean news outlets showed the plane… pic.twitter.com/rc7AxNSYyp— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) December 29, 2024 Verið var að fljúga flugvélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-800, til Muan frá Bangkok í Taílandi en henni var ekki lent heldur flogið lágt yfir flugbrautina og var verið að fljúga henni hring þegar viðvörunin um fuglana var send út. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja myndbönd af slysinu gefa til kynna að einhverjir hreyflar flugvélarinnar hafi ekki virkað sem skyldi þegar hún lenti. Hins vegar sé hin meinta bilun lendingarbúnaðarins helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Mögulegt þykir að fuglar hafi valdið skemmdum á lendingarbúnaðinum, auk þess sem þeir hafi skemmt hreyfla flugvélarinnar. Í samtali við WSJ segja aðrir sérfræðingar hinsvegar að það að flugvélinni hafi verið flogið lágt yfir flugbrautina áður en reynt var að lenda henni benda til þess að flugmenn hennar hafi vitað af vandræðum með lendingarbúnaðinn. Í slíkum tilfellum sé oft flogið yfir flugbrautina svo flugumferðarstjórar geti reynt að sjá stöðuna á lendingarbúnaðinum og hvort hann sé bilaður eða ekki. Myndbönd sýna einnig að blaktar flugvélarinnar voru ekki í notkun en það er búnaður sem í einföldu mái sagt er notaður við lendingar svo hægt sé að hægja á flugvélum. Einnig hefur mikið verið kvartað yfir því í Suður-Kóreu að veggurinn hafi yfir höfuð verið reistur þarna við enda flugbrautarinnar. Umræddur veggur er sagður hafa innihaldið mikinn tæknibúnað og senda sem ætlað er að hjálpa við lendingar flugvéla, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Sjá einnig: Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Svörtu kassarnir svokölluðu, eða flugritar flugvélarinnar, eru komnir í hendur rannsakenda en að minnsta kosti annar þeirra er sagður verulega skemmdur. Farþegar flugvélarinnar eru sagðir hafa haft tíma til að senda skilaboð til fjölskyldumeðlima sinna áður en flugvélin brotlenti. Einn er sagður hafa sagt að fugl sæti fastur í öðrum væng flugvélarinnar og annar spurði hvort hann ætti að semja erfðaskrá.
Suður-Kórea Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent