Pitt og Jolie loksins skilin Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. desember 2024 07:53 Angelina Jolie og Brad Pitt árið 2015, þegar allt lék í lyndi. Þau hættu saman árið 2016. Getty/Jason LaVeris Leikararnir Angelina Jolie og Brad Pitt hafa loksins náð saman um skilnaðarsamning og þar með bundið á einhverjar lengstu skilnaðardeilur í sögu Hollywood. Jolie sótti um skilnað fyrir átta árum. People greinir frá því að Jolie og Pitt hafi skrifað undir yfirlýsingu hjá hæstarétti Los Angeles á mánudag þess efnis að þau hefðu skrifað undir samning um skilnað sinn. „Fyrir meira en átta árum sótti Angelina um skilnað frá herra Pitt,“ sagði James Simon, lögfræðingur Jolie, í yfirlýsingu. „Hún og börnin yfirgáfu allar eignir sem þau höfðu deilt með herra Pitt og síðan þá hefur hún einbeitt sér að því að finna frið og fróun fyrir fjölskylduna. Þetta er bara einn hluti af löngu yfirstandandi ferli sem hófst fyrir átta árum. Satt að segja er Angelina uppgefin en hún er fegni að þessi hluti sé búinn.“ Öskraði á börnin í einkaþotu Jolie sótti um skilnað frá Pitt þann 19. september 2016 eftir tveggja ára hjónaband og tólf ára samband þeirra hjóna. Nokkrum dögum eftir skilnaðinn var Brad Pitt sakaður um að hafa misþyrmt börnunum sínum í einkaþotu með því að hafa öskrað ítrekað á þau og beitt þau líkamlegu ofbeldi. Talað var um að það hefði verið örsök skilnaðarins. Hann var ekki ákærðu af yfirvöldum og neitaði Jolie að lögsækja hann. Sjá einnig: Brad Pitt sakaður um að misþyrma börnunum Fjórum mánuðum síðar birtu hjónin sameiginlega yfirlýsingu þar sem sögðust ætla að leysa úr málinu fyrir luktum dyrum og að upplýsingar um skilnaðinn yrðu trúnaðarmál. Síðan þá hefur mátt líkja málinu við kalt stríð þar sem upplýsingar og ásakanir á báða bóga hafa lekið. Síðustu ár hafa þau aðallega deilt um forræði yfir börnunum og eignarétti á franska sveitasetrinu og víngerðinni Château Miraval sem er metin á rúma 22,6 milljarða króna. Pitt kærði Jolie í febrúar 2022 fyrir að hafa selt sinn hlut í setrinu. Hún kærði hann til baka og sagði hann vera í hefnigjörnu stríði við sig. Skilnaðurinn er farinn í gegn en deilum þeirra vegna Château Miraval er ólokið. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Bandaríkin Tímamót Tengdar fréttir Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
People greinir frá því að Jolie og Pitt hafi skrifað undir yfirlýsingu hjá hæstarétti Los Angeles á mánudag þess efnis að þau hefðu skrifað undir samning um skilnað sinn. „Fyrir meira en átta árum sótti Angelina um skilnað frá herra Pitt,“ sagði James Simon, lögfræðingur Jolie, í yfirlýsingu. „Hún og börnin yfirgáfu allar eignir sem þau höfðu deilt með herra Pitt og síðan þá hefur hún einbeitt sér að því að finna frið og fróun fyrir fjölskylduna. Þetta er bara einn hluti af löngu yfirstandandi ferli sem hófst fyrir átta árum. Satt að segja er Angelina uppgefin en hún er fegni að þessi hluti sé búinn.“ Öskraði á börnin í einkaþotu Jolie sótti um skilnað frá Pitt þann 19. september 2016 eftir tveggja ára hjónaband og tólf ára samband þeirra hjóna. Nokkrum dögum eftir skilnaðinn var Brad Pitt sakaður um að hafa misþyrmt börnunum sínum í einkaþotu með því að hafa öskrað ítrekað á þau og beitt þau líkamlegu ofbeldi. Talað var um að það hefði verið örsök skilnaðarins. Hann var ekki ákærðu af yfirvöldum og neitaði Jolie að lögsækja hann. Sjá einnig: Brad Pitt sakaður um að misþyrma börnunum Fjórum mánuðum síðar birtu hjónin sameiginlega yfirlýsingu þar sem sögðust ætla að leysa úr málinu fyrir luktum dyrum og að upplýsingar um skilnaðinn yrðu trúnaðarmál. Síðan þá hefur mátt líkja málinu við kalt stríð þar sem upplýsingar og ásakanir á báða bóga hafa lekið. Síðustu ár hafa þau aðallega deilt um forræði yfir börnunum og eignarétti á franska sveitasetrinu og víngerðinni Château Miraval sem er metin á rúma 22,6 milljarða króna. Pitt kærði Jolie í febrúar 2022 fyrir að hafa selt sinn hlut í setrinu. Hún kærði hann til baka og sagði hann vera í hefnigjörnu stríði við sig. Skilnaðurinn er farinn í gegn en deilum þeirra vegna Château Miraval er ólokið.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Bandaríkin Tímamót Tengdar fréttir Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30