FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 19:03 Bandaríska alríkislögreglan rannsakar mál NFL og NBA stjarna. Jamie Squire/Getty Images FBI hefur formlega varað stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna um skipulagða glæpahópa sem gera íþróttafólk að fórnarlömbum ránsferða sinna. Brotist var inn á níu heimili atvinnufólks í íþróttum frá september til nóvember. „Brotist er inn á þessi heimili vegna þess að þar er lúxusvarningur, skartgripir, úr og reiðufé,“ sagði í skýrslu FBI, sem ABC News greindi fyrst frá. Brotist var inn til Luka Doncic í fyrradag. Enginn var heima þegar innbrotið átti sér stað en þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti þrjátíu þúsund dollara, eða um 4,2 milljóna íslenskra króna. NBA stjörnurnar Mike Conley og Bobby Portis urðu einnig fyrir barðinu á bófunum. Sömuleiðis Patrick Mahomes og Travis Kelce, liðsfélagar hjá Kansas City Chiefs í NFL, og Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í sömu deild. Samkvæmt FBI eru glæpahóparnir frá Suður-Ameríku og notast við njósnir til undirbúnings, bæði á staðnum og rafrænt, í gegnum samfélagsmiðla og fréttir til að fylgjast með stjörnunum. Þeir eru sagðir snöggir til verks og viti jafnvel hvar verðmæti eru geymd fyrirfram. Slökkvi á myndavélum og WiFi tengingu til að skilja ekki eftir sönnunargögn. Mælt er með því að íþróttafólk haldi verðmætaskrá og tilkynni um allt grunsamlegt atferli, auki öryggiseftirlit og vandi til verks við birtingu á samfélagsmiðla. Setji ekki inn myndefni innan af heimili sínu eða birti myndir þegar það er erlendis. NFL NBA Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
„Brotist er inn á þessi heimili vegna þess að þar er lúxusvarningur, skartgripir, úr og reiðufé,“ sagði í skýrslu FBI, sem ABC News greindi fyrst frá. Brotist var inn til Luka Doncic í fyrradag. Enginn var heima þegar innbrotið átti sér stað en þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti þrjátíu þúsund dollara, eða um 4,2 milljóna íslenskra króna. NBA stjörnurnar Mike Conley og Bobby Portis urðu einnig fyrir barðinu á bófunum. Sömuleiðis Patrick Mahomes og Travis Kelce, liðsfélagar hjá Kansas City Chiefs í NFL, og Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í sömu deild. Samkvæmt FBI eru glæpahóparnir frá Suður-Ameríku og notast við njósnir til undirbúnings, bæði á staðnum og rafrænt, í gegnum samfélagsmiðla og fréttir til að fylgjast með stjörnunum. Þeir eru sagðir snöggir til verks og viti jafnvel hvar verðmæti eru geymd fyrirfram. Slökkvi á myndavélum og WiFi tengingu til að skilja ekki eftir sönnunargögn. Mælt er með því að íþróttafólk haldi verðmætaskrá og tilkynni um allt grunsamlegt atferli, auki öryggiseftirlit og vandi til verks við birtingu á samfélagsmiðla. Setji ekki inn myndefni innan af heimili sínu eða birti myndir þegar það er erlendis.
NFL NBA Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira