Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar 2. janúar 2025 14:02 Þvert gegn grunngildum íþrótta Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Áfengissala á íþróttaviðburðum Ég tek undir ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT), sem á haustfundi sínum lýsti yfir áhyggjum af áfengissölu á íþróttaviðburðum.Að mínu mati grefur sala á áfengi á slíkum vettvangi undan þeim jákvæðu gildum sem íþróttirnar standa fyrir og sendir röng skilaboð til barna og ungmenna. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttafélög til að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og forðast sölu áfengis eða annarra vímuefna á viðburðum. Ég trúi því að við berum ábyrgð á því að tryggja að allir íþróttaviðburðir séu fjölskylduvænir, stuðli að heilbrigðu samfélagi og viðhaldi trausti og trúverðugleika íþróttanna. Hvar á að stoppa? Ég spyr sjálfan mig: Hvar eigum við að draga mörkin? Með sama rökstuðningi sem notaður er til að réttlæta áfengissölu gæti einhver viljað leyfa sölu annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga. Mér finnst það grafalvarlegt að hugsa til þess að börn gætu staðið við söluborð eða gengið í hús með Vape, nikótínpúða eða önnur vímuefni til fjáröflunar fyrir deildir eða félög. Ég tel nauðsynlegt að tryggja að fjáröflun íþróttafélaga sé í samræmi við þessi gildi. Að leyfa sölu á áfengi eða öðrum vímuefnum til styrktar íþróttafélögum setur í hættu samfélagslega ábyrgð íþróttanna og sendir röng skilaboð til næstu kynslóða. Ekki líku við að jafna Þegar íslensk íþróttafélög reyna að miða sig við erlenda aðila, sérstaklega einkahlutafélög sem starfa á atvinnumarkaði, er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki er líku við að jafna. Íslenskt íþróttalíf byggir á sjálfboðaliðastarfi og samfélagslegum gildum, á meðan rekstrarform erlendra félaga getur oft einkennst af viðskiptahagsmunum. Þessi munur skiptir máli, sérstaklega þegar kemur að fjáröflun. Það má einnig hafa í huga að erlendis er litið til á íslenskra íþróttaviðburða og þeirrar góðu menninguna sem eru í kringum þá. Fjölskylduvænt umhverfi íslenskra íþrótta hefur vakið athygli og aðdáun. Með því að viðhalda þessum gildum tryggjum við að íslenskt íþróttalíf haldi áfram að vera til fyrirmyndar, bæði innanlands og utan. Aðrar leiðir í fjáröflun Ég vil hafna allri sölu vímuefna á íþróttakappleikjum og heldur leggja áherslu á að finna aðrar leiðir til fjáröflunar sem styrkja íþróttahreyfinguna án þess að rýra grunngildi hennar. Með því tryggjum við að íþróttahreyfingin standi sterk á þeim grunni sem hún byggir á – heilbrigði, samheldni og virðingu. Höfundur er íþrótta- og tómstundafulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Íþróttir barna Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þvert gegn grunngildum íþrótta Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Áfengissala á íþróttaviðburðum Ég tek undir ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT), sem á haustfundi sínum lýsti yfir áhyggjum af áfengissölu á íþróttaviðburðum.Að mínu mati grefur sala á áfengi á slíkum vettvangi undan þeim jákvæðu gildum sem íþróttirnar standa fyrir og sendir röng skilaboð til barna og ungmenna. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttafélög til að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og forðast sölu áfengis eða annarra vímuefna á viðburðum. Ég trúi því að við berum ábyrgð á því að tryggja að allir íþróttaviðburðir séu fjölskylduvænir, stuðli að heilbrigðu samfélagi og viðhaldi trausti og trúverðugleika íþróttanna. Hvar á að stoppa? Ég spyr sjálfan mig: Hvar eigum við að draga mörkin? Með sama rökstuðningi sem notaður er til að réttlæta áfengissölu gæti einhver viljað leyfa sölu annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga. Mér finnst það grafalvarlegt að hugsa til þess að börn gætu staðið við söluborð eða gengið í hús með Vape, nikótínpúða eða önnur vímuefni til fjáröflunar fyrir deildir eða félög. Ég tel nauðsynlegt að tryggja að fjáröflun íþróttafélaga sé í samræmi við þessi gildi. Að leyfa sölu á áfengi eða öðrum vímuefnum til styrktar íþróttafélögum setur í hættu samfélagslega ábyrgð íþróttanna og sendir röng skilaboð til næstu kynslóða. Ekki líku við að jafna Þegar íslensk íþróttafélög reyna að miða sig við erlenda aðila, sérstaklega einkahlutafélög sem starfa á atvinnumarkaði, er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki er líku við að jafna. Íslenskt íþróttalíf byggir á sjálfboðaliðastarfi og samfélagslegum gildum, á meðan rekstrarform erlendra félaga getur oft einkennst af viðskiptahagsmunum. Þessi munur skiptir máli, sérstaklega þegar kemur að fjáröflun. Það má einnig hafa í huga að erlendis er litið til á íslenskra íþróttaviðburða og þeirrar góðu menninguna sem eru í kringum þá. Fjölskylduvænt umhverfi íslenskra íþrótta hefur vakið athygli og aðdáun. Með því að viðhalda þessum gildum tryggjum við að íslenskt íþróttalíf haldi áfram að vera til fyrirmyndar, bæði innanlands og utan. Aðrar leiðir í fjáröflun Ég vil hafna allri sölu vímuefna á íþróttakappleikjum og heldur leggja áherslu á að finna aðrar leiðir til fjáröflunar sem styrkja íþróttahreyfinguna án þess að rýra grunngildi hennar. Með því tryggjum við að íþróttahreyfingin standi sterk á þeim grunni sem hún byggir á – heilbrigði, samheldni og virðingu. Höfundur er íþrótta- og tómstundafulltrúi
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar