Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar 2. janúar 2025 14:02 Þvert gegn grunngildum íþrótta Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Áfengissala á íþróttaviðburðum Ég tek undir ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT), sem á haustfundi sínum lýsti yfir áhyggjum af áfengissölu á íþróttaviðburðum.Að mínu mati grefur sala á áfengi á slíkum vettvangi undan þeim jákvæðu gildum sem íþróttirnar standa fyrir og sendir röng skilaboð til barna og ungmenna. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttafélög til að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og forðast sölu áfengis eða annarra vímuefna á viðburðum. Ég trúi því að við berum ábyrgð á því að tryggja að allir íþróttaviðburðir séu fjölskylduvænir, stuðli að heilbrigðu samfélagi og viðhaldi trausti og trúverðugleika íþróttanna. Hvar á að stoppa? Ég spyr sjálfan mig: Hvar eigum við að draga mörkin? Með sama rökstuðningi sem notaður er til að réttlæta áfengissölu gæti einhver viljað leyfa sölu annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga. Mér finnst það grafalvarlegt að hugsa til þess að börn gætu staðið við söluborð eða gengið í hús með Vape, nikótínpúða eða önnur vímuefni til fjáröflunar fyrir deildir eða félög. Ég tel nauðsynlegt að tryggja að fjáröflun íþróttafélaga sé í samræmi við þessi gildi. Að leyfa sölu á áfengi eða öðrum vímuefnum til styrktar íþróttafélögum setur í hættu samfélagslega ábyrgð íþróttanna og sendir röng skilaboð til næstu kynslóða. Ekki líku við að jafna Þegar íslensk íþróttafélög reyna að miða sig við erlenda aðila, sérstaklega einkahlutafélög sem starfa á atvinnumarkaði, er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki er líku við að jafna. Íslenskt íþróttalíf byggir á sjálfboðaliðastarfi og samfélagslegum gildum, á meðan rekstrarform erlendra félaga getur oft einkennst af viðskiptahagsmunum. Þessi munur skiptir máli, sérstaklega þegar kemur að fjáröflun. Það má einnig hafa í huga að erlendis er litið til á íslenskra íþróttaviðburða og þeirrar góðu menninguna sem eru í kringum þá. Fjölskylduvænt umhverfi íslenskra íþrótta hefur vakið athygli og aðdáun. Með því að viðhalda þessum gildum tryggjum við að íslenskt íþróttalíf haldi áfram að vera til fyrirmyndar, bæði innanlands og utan. Aðrar leiðir í fjáröflun Ég vil hafna allri sölu vímuefna á íþróttakappleikjum og heldur leggja áherslu á að finna aðrar leiðir til fjáröflunar sem styrkja íþróttahreyfinguna án þess að rýra grunngildi hennar. Með því tryggjum við að íþróttahreyfingin standi sterk á þeim grunni sem hún byggir á – heilbrigði, samheldni og virðingu. Höfundur er íþrótta- og tómstundafulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Íþróttir barna Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þvert gegn grunngildum íþrótta Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Áfengissala á íþróttaviðburðum Ég tek undir ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT), sem á haustfundi sínum lýsti yfir áhyggjum af áfengissölu á íþróttaviðburðum.Að mínu mati grefur sala á áfengi á slíkum vettvangi undan þeim jákvæðu gildum sem íþróttirnar standa fyrir og sendir röng skilaboð til barna og ungmenna. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttafélög til að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og forðast sölu áfengis eða annarra vímuefna á viðburðum. Ég trúi því að við berum ábyrgð á því að tryggja að allir íþróttaviðburðir séu fjölskylduvænir, stuðli að heilbrigðu samfélagi og viðhaldi trausti og trúverðugleika íþróttanna. Hvar á að stoppa? Ég spyr sjálfan mig: Hvar eigum við að draga mörkin? Með sama rökstuðningi sem notaður er til að réttlæta áfengissölu gæti einhver viljað leyfa sölu annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga. Mér finnst það grafalvarlegt að hugsa til þess að börn gætu staðið við söluborð eða gengið í hús með Vape, nikótínpúða eða önnur vímuefni til fjáröflunar fyrir deildir eða félög. Ég tel nauðsynlegt að tryggja að fjáröflun íþróttafélaga sé í samræmi við þessi gildi. Að leyfa sölu á áfengi eða öðrum vímuefnum til styrktar íþróttafélögum setur í hættu samfélagslega ábyrgð íþróttanna og sendir röng skilaboð til næstu kynslóða. Ekki líku við að jafna Þegar íslensk íþróttafélög reyna að miða sig við erlenda aðila, sérstaklega einkahlutafélög sem starfa á atvinnumarkaði, er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki er líku við að jafna. Íslenskt íþróttalíf byggir á sjálfboðaliðastarfi og samfélagslegum gildum, á meðan rekstrarform erlendra félaga getur oft einkennst af viðskiptahagsmunum. Þessi munur skiptir máli, sérstaklega þegar kemur að fjáröflun. Það má einnig hafa í huga að erlendis er litið til á íslenskra íþróttaviðburða og þeirrar góðu menninguna sem eru í kringum þá. Fjölskylduvænt umhverfi íslenskra íþrótta hefur vakið athygli og aðdáun. Með því að viðhalda þessum gildum tryggjum við að íslenskt íþróttalíf haldi áfram að vera til fyrirmyndar, bæði innanlands og utan. Aðrar leiðir í fjáröflun Ég vil hafna allri sölu vímuefna á íþróttakappleikjum og heldur leggja áherslu á að finna aðrar leiðir til fjáröflunar sem styrkja íþróttahreyfinguna án þess að rýra grunngildi hennar. Með því tryggjum við að íþróttahreyfingin standi sterk á þeim grunni sem hún byggir á – heilbrigði, samheldni og virðingu. Höfundur er íþrótta- og tómstundafulltrúi
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar