Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 22:16 Washington Post er í eigu Jeff Bezos. Skopmynd sem sýndi hann bugta sig og beygja fyrir Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, átti ekki upp á pallborðið hjá ritstjórninni. Andrew Harnik/Getty Verðlaunaskopmyndateiknari hefur sagt stöðu sinni hjá bandaríska fjölmiðlinum Washington Post lausri, eftir að mynd sem sýndi eiganda blaðsins krjúpa fyrir verðandi forseta Bandaríkjanna, ásamt fleiri auðjöfrum, var hafnað af ritstjórn blaðsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Ann Telnaes, sem hlotið hefur Pulitzer-verðlaun fyrir verk sín, sé hætt á Washinton Post eftir langan tíma í starfi. Hún hafði teiknað mynd sem sýndi Jeff Bezos, eiganda blaðsins og einn auðugasta mann veraldar, krjúpa fyrir Donald Trump, nýkjörnum Bandaríkjaforseta. Á myndinni mátti einnig sjá Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, og Sam Altman, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, krjúpa fyrir forsetanum verðandi. Með þeim er Disney-fígúran Mikki Mús, en ABCNews, sem er í eigu Disney, samþykkti í síðasta mánuði að greiða Trump 15 milljónir dollara í sáttagreiðslu vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði á hendur fréttastofunni. Hér má sjá uppkast af myndinni sem um ræðir.Ann Telnaes Gagnrýndi undirlægjuhátt auðmanna „Teikningin sem var hafnað gagnrýnir að milljarðamæringar úr tækni- og fjölmiðlageiranum hafi gert sitt besta til að komast í mjúkinn hjá Trump, verðandi forseta,“ segir í tilkynningu Telnaes í kjölfar uppsagnarinnar. „Aldrei á ferli mínum hefur birtingu myndar eftir mig verið hafnað vegna þess hverjum ég kýs að beina penna mínum að. Þar til núna.“ Sú staðreynd að birtingu myndarinnar hefði verið hafnað væri stór breyting og „hættuleg frjálsri fjölmiðlun“. Ekkert annarlegt að baki ákvörðuninni David Shipley, einn af ritstjórum á Washington Post, segir hins vegar að myndinni hafi verið hafnað til að forðast endurtekningar, ekki vegna þess að eigandi miðilsins var þar hafður að háði og spotti. „Ég virði Ann Telnaes og allt sem hún hefur gert fyrir Washington Post. Ég verð hins vegar að vera ósammála túlkun hennar á þessu. Ekki allar ritstjórnarlegar ákvarðanir eru teknar með annarlegar hvatir í huga.“ Hann segist hafa tekið ákvörðunina með það að leiðarljósi að nýega hefði birst skoðanadálkur sem fjallaði um sama efni, auk þess sem annar slíkur væri í burðarliðnum. Sá síðarnefndi væri skrifaður í háði, á sama hátt og umrædd mynd hefði verið teiknuð. Bezos hrifinn af Trump Jeff Bezos, eigandi Washington Post, er einn auðugasti maður veraldar. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að Amazon, félag í eigu hans, myndi veita einni milljón dollara í sjóð utan um embættistöku Trumps, sem fer fram 20. janúar næstkomandi. Þá lýsti hann kjöri Trumps í embætti forseta sem stórkostlegri pólitískri endurkomu og snæddi með honum á heimili hans í Flórída. Þá kom Bezos í veg fyrir að Washington Post lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps í nóvember. Bezos hefur síðan varið ákvörðunina, en blaðið missti um 250 þúsund áskrifendur í kjölfar hennar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Amazon Meta Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Ann Telnaes, sem hlotið hefur Pulitzer-verðlaun fyrir verk sín, sé hætt á Washinton Post eftir langan tíma í starfi. Hún hafði teiknað mynd sem sýndi Jeff Bezos, eiganda blaðsins og einn auðugasta mann veraldar, krjúpa fyrir Donald Trump, nýkjörnum Bandaríkjaforseta. Á myndinni mátti einnig sjá Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, og Sam Altman, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, krjúpa fyrir forsetanum verðandi. Með þeim er Disney-fígúran Mikki Mús, en ABCNews, sem er í eigu Disney, samþykkti í síðasta mánuði að greiða Trump 15 milljónir dollara í sáttagreiðslu vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði á hendur fréttastofunni. Hér má sjá uppkast af myndinni sem um ræðir.Ann Telnaes Gagnrýndi undirlægjuhátt auðmanna „Teikningin sem var hafnað gagnrýnir að milljarðamæringar úr tækni- og fjölmiðlageiranum hafi gert sitt besta til að komast í mjúkinn hjá Trump, verðandi forseta,“ segir í tilkynningu Telnaes í kjölfar uppsagnarinnar. „Aldrei á ferli mínum hefur birtingu myndar eftir mig verið hafnað vegna þess hverjum ég kýs að beina penna mínum að. Þar til núna.“ Sú staðreynd að birtingu myndarinnar hefði verið hafnað væri stór breyting og „hættuleg frjálsri fjölmiðlun“. Ekkert annarlegt að baki ákvörðuninni David Shipley, einn af ritstjórum á Washington Post, segir hins vegar að myndinni hafi verið hafnað til að forðast endurtekningar, ekki vegna þess að eigandi miðilsins var þar hafður að háði og spotti. „Ég virði Ann Telnaes og allt sem hún hefur gert fyrir Washington Post. Ég verð hins vegar að vera ósammála túlkun hennar á þessu. Ekki allar ritstjórnarlegar ákvarðanir eru teknar með annarlegar hvatir í huga.“ Hann segist hafa tekið ákvörðunina með það að leiðarljósi að nýega hefði birst skoðanadálkur sem fjallaði um sama efni, auk þess sem annar slíkur væri í burðarliðnum. Sá síðarnefndi væri skrifaður í háði, á sama hátt og umrædd mynd hefði verið teiknuð. Bezos hrifinn af Trump Jeff Bezos, eigandi Washington Post, er einn auðugasti maður veraldar. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að Amazon, félag í eigu hans, myndi veita einni milljón dollara í sjóð utan um embættistöku Trumps, sem fer fram 20. janúar næstkomandi. Þá lýsti hann kjöri Trumps í embætti forseta sem stórkostlegri pólitískri endurkomu og snæddi með honum á heimili hans í Flórída. Þá kom Bezos í veg fyrir að Washington Post lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps í nóvember. Bezos hefur síðan varið ákvörðunina, en blaðið missti um 250 þúsund áskrifendur í kjölfar hennar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Amazon Meta Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira