Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 22:45 Samræðisaldur í Dúbaí er 18 ár. Paula Bronstein/Getty Ungur maður frá Bretlandi hefur verið fangelsaður í Dúbaí, fyrir að eiga samræði við 17 ára stúlku. Bresk stjórnvöld eru með málið á sínu borði. Hinn 18 ára gamli Marcus Fakana afplánar nú eins árs fangelsisdóm í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, eftir því sem BBC greinir frá. Fakana átti þar samræði við breska stúlku sem er ári yngri en hann sjálfur. Móðir stúlkunnar tilkynnti hann til yfirvalda í Dúbaí þegar hún sá skilaboð milli hans og dóttur hennar, eftir komuna aftur til Bretlands. Samræðisaldurinn í Dúbaí er 18 ár. Krefjast lausnar Vinir og fjölskylda Fakana söfnuðust saman í Westminster í London í dag og kröfðust lausnar hans. Utanríkisþjónusta Bretlands hefur þegar tilkynnt að hún sé með mál bresks manns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til skoðunar. Fakana var handtekinn í september en hafði gengið laus í Dúbaí gegn tryggingu og dvalið í tímabundnu húsnæði þar, sem foreldrar hans greiddu fyrir. Nú segja forsvarsmenn samtakanna Detained in Dubai að Fakana dúsi í Al Awir-fangelsinu í útjaðri Dúbaí. Líf ungs manns lagt í rúst Radha Stirling, talskona samtakanna, segir fangelsisdóminn yfir Fakana óskiljanlegan. „Þetta kallar ekki á ársfangelsi, þetta kallar ekki á að þessi fjölskylda verði rifin í sundur og framtíð þessa unga manns lögð í rúst.“ Hún sé hins vegar fullviss um að áfrýjun málsins muni bera árangur, og Fakana muni fá að snúa aftur heim til Lundúna. „Spurningin er bara hversu langan tíma það mun taka og hversu mikið þarf til, hvort það verði afskipti breska ríkisins eða stuðningur almennings sem geri stjórnvöldum í Dúbaí ljóst að þetta gangi ekki.“ Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Erlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Fleiri fréttir Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Marcus Fakana afplánar nú eins árs fangelsisdóm í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, eftir því sem BBC greinir frá. Fakana átti þar samræði við breska stúlku sem er ári yngri en hann sjálfur. Móðir stúlkunnar tilkynnti hann til yfirvalda í Dúbaí þegar hún sá skilaboð milli hans og dóttur hennar, eftir komuna aftur til Bretlands. Samræðisaldurinn í Dúbaí er 18 ár. Krefjast lausnar Vinir og fjölskylda Fakana söfnuðust saman í Westminster í London í dag og kröfðust lausnar hans. Utanríkisþjónusta Bretlands hefur þegar tilkynnt að hún sé með mál bresks manns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til skoðunar. Fakana var handtekinn í september en hafði gengið laus í Dúbaí gegn tryggingu og dvalið í tímabundnu húsnæði þar, sem foreldrar hans greiddu fyrir. Nú segja forsvarsmenn samtakanna Detained in Dubai að Fakana dúsi í Al Awir-fangelsinu í útjaðri Dúbaí. Líf ungs manns lagt í rúst Radha Stirling, talskona samtakanna, segir fangelsisdóminn yfir Fakana óskiljanlegan. „Þetta kallar ekki á ársfangelsi, þetta kallar ekki á að þessi fjölskylda verði rifin í sundur og framtíð þessa unga manns lögð í rúst.“ Hún sé hins vegar fullviss um að áfrýjun málsins muni bera árangur, og Fakana muni fá að snúa aftur heim til Lundúna. „Spurningin er bara hversu langan tíma það mun taka og hversu mikið þarf til, hvort það verði afskipti breska ríkisins eða stuðningur almennings sem geri stjórnvöldum í Dúbaí ljóst að þetta gangi ekki.“
Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Erlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Fleiri fréttir Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Sjá meira