Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 22:45 Samræðisaldur í Dúbaí er 18 ár. Paula Bronstein/Getty Ungur maður frá Bretlandi hefur verið fangelsaður í Dúbaí, fyrir að eiga samræði við 17 ára stúlku. Bresk stjórnvöld eru með málið á sínu borði. Hinn 18 ára gamli Marcus Fakana afplánar nú eins árs fangelsisdóm í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, eftir því sem BBC greinir frá. Fakana átti þar samræði við breska stúlku sem er ári yngri en hann sjálfur. Móðir stúlkunnar tilkynnti hann til yfirvalda í Dúbaí þegar hún sá skilaboð milli hans og dóttur hennar, eftir komuna aftur til Bretlands. Samræðisaldurinn í Dúbaí er 18 ár. Krefjast lausnar Vinir og fjölskylda Fakana söfnuðust saman í Westminster í London í dag og kröfðust lausnar hans. Utanríkisþjónusta Bretlands hefur þegar tilkynnt að hún sé með mál bresks manns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til skoðunar. Fakana var handtekinn í september en hafði gengið laus í Dúbaí gegn tryggingu og dvalið í tímabundnu húsnæði þar, sem foreldrar hans greiddu fyrir. Nú segja forsvarsmenn samtakanna Detained in Dubai að Fakana dúsi í Al Awir-fangelsinu í útjaðri Dúbaí. Líf ungs manns lagt í rúst Radha Stirling, talskona samtakanna, segir fangelsisdóminn yfir Fakana óskiljanlegan. „Þetta kallar ekki á ársfangelsi, þetta kallar ekki á að þessi fjölskylda verði rifin í sundur og framtíð þessa unga manns lögð í rúst.“ Hún sé hins vegar fullviss um að áfrýjun málsins muni bera árangur, og Fakana muni fá að snúa aftur heim til Lundúna. „Spurningin er bara hversu langan tíma það mun taka og hversu mikið þarf til, hvort það verði afskipti breska ríkisins eða stuðningur almennings sem geri stjórnvöldum í Dúbaí ljóst að þetta gangi ekki.“ Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Marcus Fakana afplánar nú eins árs fangelsisdóm í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, eftir því sem BBC greinir frá. Fakana átti þar samræði við breska stúlku sem er ári yngri en hann sjálfur. Móðir stúlkunnar tilkynnti hann til yfirvalda í Dúbaí þegar hún sá skilaboð milli hans og dóttur hennar, eftir komuna aftur til Bretlands. Samræðisaldurinn í Dúbaí er 18 ár. Krefjast lausnar Vinir og fjölskylda Fakana söfnuðust saman í Westminster í London í dag og kröfðust lausnar hans. Utanríkisþjónusta Bretlands hefur þegar tilkynnt að hún sé með mál bresks manns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til skoðunar. Fakana var handtekinn í september en hafði gengið laus í Dúbaí gegn tryggingu og dvalið í tímabundnu húsnæði þar, sem foreldrar hans greiddu fyrir. Nú segja forsvarsmenn samtakanna Detained in Dubai að Fakana dúsi í Al Awir-fangelsinu í útjaðri Dúbaí. Líf ungs manns lagt í rúst Radha Stirling, talskona samtakanna, segir fangelsisdóminn yfir Fakana óskiljanlegan. „Þetta kallar ekki á ársfangelsi, þetta kallar ekki á að þessi fjölskylda verði rifin í sundur og framtíð þessa unga manns lögð í rúst.“ Hún sé hins vegar fullviss um að áfrýjun málsins muni bera árangur, og Fakana muni fá að snúa aftur heim til Lundúna. „Spurningin er bara hversu langan tíma það mun taka og hversu mikið þarf til, hvort það verði afskipti breska ríkisins eða stuðningur almennings sem geri stjórnvöldum í Dúbaí ljóst að þetta gangi ekki.“
Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira