Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 12:08 Stine Oftedal Dahmke var lengi fyrirliði undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Þau hafa nú bæði sagt skilið við norska handboltalandsliðið. EPA-EFE/Bo Amstrup Þórir Hergeirsson var heiðraður samtímis á tveimur verðlaunahófum í gærkvöld, á Íslandi og í Noregi. Ein af stjörnunum sem hann þjálfaði svo lengi í norska handboltalandsliðinu, Stine Oftedal Dahmke, þakkaði Þóri fyrir allt í verðlaunaræðu. Þórir var valinn þjálfari ársins á Íslandi af Samtökum íþróttafréttamanna með yfirburðum, eftir að hafa gert kvennalandslið Noregs að Ólympíumeisturum og svo einnig Evrópumeisturum á sínu síðasta stórmóti með liðinu. Hann þakkaði fyrir sig í myndbandskveðju sem sýnd var í Hörpu, enda gat hann ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma. Þórir var nefnilega einnig valinn fram yfir alla þjálfara, í öllum greinum, í Noregi en ásamt honum voru tilnefnd þau Stian Grimseth, Kjetil Knutsen, Siegfried Mazet/Egil Kristiansen, Arild Monsen/Eirik Myhr Nossum og Espen Rooth. Grimseth hjálpaði Solfrid Koanda að vinna ólympíugull í lyftingum, Knutsen er þjálfari fótboltaliðs Bodö/Glimt sem átti frábært ár, og Rooth þjálfar soninn Markus Rooth sem tryggði Noregi fyrsta ólympíugullið í tugþraut síðan árið 1920. „Stórt að hafa fengið þessi verðlaun“ Þessi afrek dugðu þó ekki til að verða þjálfari ársins því þau verðlaun féllu í skaut Þóris: „Hvað get ég sagt? Í fyrsta lagi er ég auðmjúkur yfir að hafa verið valinn. Kollegar mínir sem voru tilnefndir eru ótrúlega hæfileikaríkir. Það er stórt að hafa fengið þessi verðlaun,“ sagði Þórir á hófinu í Noregi, svipað og í ræðu hans sem sýnd var í Hörpu. Hann þakkaði einnig þjálfarateymi sínu og leikmönnum, og konu sinni Kirsten sérstaklega. Stelpurnar hans Þóris fengu líka verðlaun sem lið ársins í Noregi, og nýtti Stine Oftedal Dahmke þá tækifærið til að þakka Þóri fyrir allt og sagði: „Ég held að ég hafi aldrei hitt, og muni aldrei hitta, nokkurn sem að byggir upp lið eins og hann,“ en Oftedal Dahmke var lengi fyrirliði handboltaliðsins, áður en hún lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þórir endaði á að segja að landsliðið ætti áfram eftir að skína skært þó að hans og Oftedal Dahmke nyti ekki lengur við. Handbolti Íþróttamaður ársins Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Sjá meira
Þórir var valinn þjálfari ársins á Íslandi af Samtökum íþróttafréttamanna með yfirburðum, eftir að hafa gert kvennalandslið Noregs að Ólympíumeisturum og svo einnig Evrópumeisturum á sínu síðasta stórmóti með liðinu. Hann þakkaði fyrir sig í myndbandskveðju sem sýnd var í Hörpu, enda gat hann ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma. Þórir var nefnilega einnig valinn fram yfir alla þjálfara, í öllum greinum, í Noregi en ásamt honum voru tilnefnd þau Stian Grimseth, Kjetil Knutsen, Siegfried Mazet/Egil Kristiansen, Arild Monsen/Eirik Myhr Nossum og Espen Rooth. Grimseth hjálpaði Solfrid Koanda að vinna ólympíugull í lyftingum, Knutsen er þjálfari fótboltaliðs Bodö/Glimt sem átti frábært ár, og Rooth þjálfar soninn Markus Rooth sem tryggði Noregi fyrsta ólympíugullið í tugþraut síðan árið 1920. „Stórt að hafa fengið þessi verðlaun“ Þessi afrek dugðu þó ekki til að verða þjálfari ársins því þau verðlaun féllu í skaut Þóris: „Hvað get ég sagt? Í fyrsta lagi er ég auðmjúkur yfir að hafa verið valinn. Kollegar mínir sem voru tilnefndir eru ótrúlega hæfileikaríkir. Það er stórt að hafa fengið þessi verðlaun,“ sagði Þórir á hófinu í Noregi, svipað og í ræðu hans sem sýnd var í Hörpu. Hann þakkaði einnig þjálfarateymi sínu og leikmönnum, og konu sinni Kirsten sérstaklega. Stelpurnar hans Þóris fengu líka verðlaun sem lið ársins í Noregi, og nýtti Stine Oftedal Dahmke þá tækifærið til að þakka Þóri fyrir allt og sagði: „Ég held að ég hafi aldrei hitt, og muni aldrei hitta, nokkurn sem að byggir upp lið eins og hann,“ en Oftedal Dahmke var lengi fyrirliði handboltaliðsins, áður en hún lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þórir endaði á að segja að landsliðið ætti áfram eftir að skína skært þó að hans og Oftedal Dahmke nyti ekki lengur við.
Handbolti Íþróttamaður ársins Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Sjá meira