Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2025 21:05 Séra Óskar Hafsteinn og Sigurður Ágústsson, formaður kirkjukórs Hrunaprestakalls voru kampakátir með hvað Grautarmessan tókst vel í Hrepphólakirkju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grjónagrautur og slátur sló í gegn eftir Nýársmessu í Hrepphólakirkju í Hrunamannahreppi í dag en það voru karlarnir í kór kirkjunnar, sem sáu um veitingarnar fyrir kirkjugesti, sem mikil ánægja var með. Messan er kölluð Grautarmessa. Góð mæting var í messuna en sóknarprestur kirkjunnar, séra Óskar Hafsteinn Óskarsson sá um guðsþjónustuna og kirkjukór Hrunaprestakalls sá um sönginn. Eftir messuna var öllum boðið í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem karlarnir í kórnum voru klárir með grjónagraut og slátur fyrir alla og kaffi og súkkulaði á eftir. „Þetta er frábært framtak og það er eitthvað svo ótrúleg íslenskt og heiðarlegt að byrja árið á grjónagraut og slátri. En eftir hamborgarhrygginn og hangikjötið og allt þetta, allan jólamatinn þá er þetta eitthvað svo ótrúlega kærkomið,” segir Séra Óskar Hafsteinn. Karlarnir í kirkjukór Hrunaprestakalls sáu um veitingarnar en Sigurður Ágústsson í Birtingaholti er formaður kórsins. „Við skulum segja að við höfum séð um þetta en við erum flestir vel giftir þannig að það komu kannski einhverjar konur að aðstoða okkur við þetta en við sáum um þetta inn í safnaðarheimilinu að uppfæra og uppvarta í þessu,” segir Sigurður alsæll með daginn og hvað Grautarmessan tókst vel. Sigurður Ágústsson í Birtingaholti og formaður kórsins að ausa grjónagraut í skál.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kirkjugestir kunnu vel að meta veitingarnar og framtakið í Grautarmessunni. „Þetta er bara frábært, mjög vinsælt allavega, segir Ragnheiður Sif Kristjánsdóttir, messugestur. „Þetta er bara alveg frábært og þetta er líka bara svo gott samfélag, sem við búum í. Lyfrapylsan var það, sem sló í gegn hjá okkur,” segja þær Elsa Ingjaldsdóttir og Valný Guðmundsdóttir, messugestir. Kirkjugestir tóku vel til matar síns eftir guðsþjónustuna í morgun þar sem grjónagrautur og slátur var meðal annars í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara frábært enda er þetta frábært samfélag, sem við búum hérna í,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson, messugestur. Og það var vel við hæfi í nýársmessunni hjá kórnum að enda sönginn í kirkjunni á þjóðsöngnum. Hrepphólakirkja er einstaklega falleg byggð 1909.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Góð mæting var í messuna en sóknarprestur kirkjunnar, séra Óskar Hafsteinn Óskarsson sá um guðsþjónustuna og kirkjukór Hrunaprestakalls sá um sönginn. Eftir messuna var öllum boðið í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem karlarnir í kórnum voru klárir með grjónagraut og slátur fyrir alla og kaffi og súkkulaði á eftir. „Þetta er frábært framtak og það er eitthvað svo ótrúleg íslenskt og heiðarlegt að byrja árið á grjónagraut og slátri. En eftir hamborgarhrygginn og hangikjötið og allt þetta, allan jólamatinn þá er þetta eitthvað svo ótrúlega kærkomið,” segir Séra Óskar Hafsteinn. Karlarnir í kirkjukór Hrunaprestakalls sáu um veitingarnar en Sigurður Ágústsson í Birtingaholti er formaður kórsins. „Við skulum segja að við höfum séð um þetta en við erum flestir vel giftir þannig að það komu kannski einhverjar konur að aðstoða okkur við þetta en við sáum um þetta inn í safnaðarheimilinu að uppfæra og uppvarta í þessu,” segir Sigurður alsæll með daginn og hvað Grautarmessan tókst vel. Sigurður Ágústsson í Birtingaholti og formaður kórsins að ausa grjónagraut í skál.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kirkjugestir kunnu vel að meta veitingarnar og framtakið í Grautarmessunni. „Þetta er bara frábært, mjög vinsælt allavega, segir Ragnheiður Sif Kristjánsdóttir, messugestur. „Þetta er bara alveg frábært og þetta er líka bara svo gott samfélag, sem við búum í. Lyfrapylsan var það, sem sló í gegn hjá okkur,” segja þær Elsa Ingjaldsdóttir og Valný Guðmundsdóttir, messugestir. Kirkjugestir tóku vel til matar síns eftir guðsþjónustuna í morgun þar sem grjónagrautur og slátur var meðal annars í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara frábært enda er þetta frábært samfélag, sem við búum hérna í,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson, messugestur. Og það var vel við hæfi í nýársmessunni hjá kórnum að enda sönginn í kirkjunni á þjóðsöngnum. Hrepphólakirkja er einstaklega falleg byggð 1909.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira