Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 5. janúar 2025 20:58 Matheus hefur strengt sér þau áramótaheit að verða betri eiginmaður og vonandi finna sér nýja og betri vinnu. Árið fer vel af stað að hans mati. Vísir/Stöð 2 Á ári hverju strengir drjúgur hluti landsmanna áramótaheit. En hver eru vinsælustu áramótaheitin í ár og hvernig gengur fólki að standa við þau? Áramótaheit eru oft með svipuðum hætti: „ég ætla að borða hollari mat, ég ætla að mæta oftar í ræktina, ég ætla að eyða minni pening...“ Stundum gengur fólki vel og það nær markmiðum sínum en fólk gefst líka oft upp, gjarnan í kringum 5. janúar eða svo. Fréttastofa ræddi við gangandi vegfarendur um áramótaheit þeirra og hvernig gengi að halda heitin. „Verða betri í golfi, til dæmis,“ segir Svava um áramótaheit sitt. Svava ætlar að borða minna nammi og verða betri golfari.Vísir/Stöð 2 Hvernig hefur það gengið? „Ég er búin að panta kennslu. Ég fékk það líka í jólagjöf,“ segir hún og bætir síðan við: „Svo er það líka að minnka nammið. Ég er að fara að kaupa súkkulaði... nei.“ Josep nokkur var ekki með jafnáþreifanleg markmið og Svava, sagðist lítið hafa pælt í áramótaheitum. Eftir stutta umhugsun sagði hann: „Gera allt betra.“ Markmiðið að halda striki Tveir ungir menn sem fréttamaður rakst á voru markvissari. „Bara að græða meiri pening,“ sagði Anthony um sín heit. Ertu með einhver markmið hvernig þú ætlar að gera það? „Spara meira, eyða minni pening í áfengi og djamm og allt það dæmi,“ sagði hann þá. „Halda strikinu sínu, halda áfram í ræktinni og þannig. Maður er búinn að standa sig fínt eins og er. Bara halda því áfram,“ sagði Addi. Fyrir Adda er nóg að halda sínu striki og það hefur gengið nokkuð vel.Vísir/Stöð 2 Önnur vill borða hollara, hinn vill verða betri maður Sólveig Bríet og Matheus voru með ólík áramótaheit. „Borða hollara og vera dugleg í skólanum. En ég er aldrei með neitt sérstakt, sko,“ sagði Sólveig. „Að verða betri eiginmaður og skipta kannski um vinnu ef ég get. Fyrir betri vinnu,“ sagði Matheus hins vegar. Hefurðu náð árangri á fyrstu dögunum? „Já, vonandi. En þú ættir að spyrja konuna mína. Hún er ekki með mér núna. Kannski er hún annarrar skoðunar. Kannski er ég of bjartsýnn,“ sagði hann hlæjandi að lokum. Áramót Ástin og lífið Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Áramótaheit eru oft með svipuðum hætti: „ég ætla að borða hollari mat, ég ætla að mæta oftar í ræktina, ég ætla að eyða minni pening...“ Stundum gengur fólki vel og það nær markmiðum sínum en fólk gefst líka oft upp, gjarnan í kringum 5. janúar eða svo. Fréttastofa ræddi við gangandi vegfarendur um áramótaheit þeirra og hvernig gengi að halda heitin. „Verða betri í golfi, til dæmis,“ segir Svava um áramótaheit sitt. Svava ætlar að borða minna nammi og verða betri golfari.Vísir/Stöð 2 Hvernig hefur það gengið? „Ég er búin að panta kennslu. Ég fékk það líka í jólagjöf,“ segir hún og bætir síðan við: „Svo er það líka að minnka nammið. Ég er að fara að kaupa súkkulaði... nei.“ Josep nokkur var ekki með jafnáþreifanleg markmið og Svava, sagðist lítið hafa pælt í áramótaheitum. Eftir stutta umhugsun sagði hann: „Gera allt betra.“ Markmiðið að halda striki Tveir ungir menn sem fréttamaður rakst á voru markvissari. „Bara að græða meiri pening,“ sagði Anthony um sín heit. Ertu með einhver markmið hvernig þú ætlar að gera það? „Spara meira, eyða minni pening í áfengi og djamm og allt það dæmi,“ sagði hann þá. „Halda strikinu sínu, halda áfram í ræktinni og þannig. Maður er búinn að standa sig fínt eins og er. Bara halda því áfram,“ sagði Addi. Fyrir Adda er nóg að halda sínu striki og það hefur gengið nokkuð vel.Vísir/Stöð 2 Önnur vill borða hollara, hinn vill verða betri maður Sólveig Bríet og Matheus voru með ólík áramótaheit. „Borða hollara og vera dugleg í skólanum. En ég er aldrei með neitt sérstakt, sko,“ sagði Sólveig. „Að verða betri eiginmaður og skipta kannski um vinnu ef ég get. Fyrir betri vinnu,“ sagði Matheus hins vegar. Hefurðu náð árangri á fyrstu dögunum? „Já, vonandi. En þú ættir að spyrja konuna mína. Hún er ekki með mér núna. Kannski er hún annarrar skoðunar. Kannski er ég of bjartsýnn,“ sagði hann hlæjandi að lokum.
Áramót Ástin og lífið Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira