Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar 6. janúar 2025 07:00 Forgangsröðun Isavia virðist á sumum sviðum vera nokkuð skökk. Við sem ferðumst á veturna með viðkomu í Leifsstöð (þrátt fyrir rándýra auglýsingu rétt fyrir áramótaskaupið eru reyndar ekki margar aðrar leiðir í boði) þurfum að reiða okkur á að komast út úr flugstöðinni komu megin að bíl, leigubíl eða rútu. Þegar færðin er eins og hún hefur verið að undanförnu á fólk erfitt með að fara langar leiðir með kerrur hlaðnar farangri vegna ömurlegra gönguleiða, hálku eða snjóþunga. Hvernig væri? Hvernig væri að Isavia setti farþega í fyrsta sæti með upphituðum og yfirbyggðum gönguleiðum að þeim svæðum þar sem faratækin eru? Hvernig væri að Isavia endurnýjaði töskukerrurnar sem hafa verið í notkun um langt árabil og eru úr sér gengnar og ekki á færi allra að nota við erfiðar aðstæður? Hvernig væri að einhverjir starfsmenn væru á komusvæði til aðstoðar farþega vegna bilaðra greiðsluvéla bílastæðagjalda eða til aðstoðar við fólk sem á erfitt með að komast úr flugstöðinni vegna hálku, snjóþunga og lélegra gönguleiða í átt að bílastæðum? Hvernig væri að Isavia hugaði að öðru en að hámarka hagnaðinn á kostnað viðskiptavina sinna? Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Höfundur er ferðalangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Forgangsröðun Isavia virðist á sumum sviðum vera nokkuð skökk. Við sem ferðumst á veturna með viðkomu í Leifsstöð (þrátt fyrir rándýra auglýsingu rétt fyrir áramótaskaupið eru reyndar ekki margar aðrar leiðir í boði) þurfum að reiða okkur á að komast út úr flugstöðinni komu megin að bíl, leigubíl eða rútu. Þegar færðin er eins og hún hefur verið að undanförnu á fólk erfitt með að fara langar leiðir með kerrur hlaðnar farangri vegna ömurlegra gönguleiða, hálku eða snjóþunga. Hvernig væri? Hvernig væri að Isavia setti farþega í fyrsta sæti með upphituðum og yfirbyggðum gönguleiðum að þeim svæðum þar sem faratækin eru? Hvernig væri að Isavia endurnýjaði töskukerrurnar sem hafa verið í notkun um langt árabil og eru úr sér gengnar og ekki á færi allra að nota við erfiðar aðstæður? Hvernig væri að einhverjir starfsmenn væru á komusvæði til aðstoðar farþega vegna bilaðra greiðsluvéla bílastæðagjalda eða til aðstoðar við fólk sem á erfitt með að komast úr flugstöðinni vegna hálku, snjóþunga og lélegra gönguleiða í átt að bílastæðum? Hvernig væri að Isavia hugaði að öðru en að hámarka hagnaðinn á kostnað viðskiptavina sinna? Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Höfundur er ferðalangur.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar