Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar 6. janúar 2025 11:01 Nú í byrjun árs er gott að líta til baka yfir síðasta ár en horfa jafnframt til framtíðar. Kjaranefnd og stjórn Landsambands eldri borgara unnu mikla vinnu í málefnum sinna félagsmanna á síðasta ári, sérstaklega er snýr að kjaramálum þeirra. Þar má nefna hringferð formanns LEB og formanns kjaranefndar um landið til að heyra hljóðið í félagsmönnum. Helsta umræðuefnið var staðan í kjaramálum og hvað LEB væri að gera. Þessir fundir voru m.a. undirbúningur að kröfugerð LEB ásamt því að undirbúa eftirfylgni fyrir þingkosningarnar sem fram fóru þann 30. nóvember sl. Á öllum fundunum kom skýrt fram að stjórn og kjaranefnd LEB hefðu fullt umboð frá sínu öfluga baklandi. Eldri borgarar eru tilbúnir að berjast fyrir sínum kjörum. Öllum flokkum í framboði til alþingis voru sendar áherslur LEB í kjaramálum. Það kom í ljós að flestir flokkanna höfðu sett inn í sínar stefnuskrár tillögur LEB en mismikið þó. Haldinn var fundur með öllum framboðum sem buðu fram á landsvísu, alls tíu talsins. Fundinum var streymt. Við fengum til liðs við okkur Arnar Pál Hauksson fyrrverandi fréttamann sem stýrði fundinum af festu og öryggi. Það voru um 100 manns sem mættu á staðinn en í streyminu voru um 700 manns. Það var frábært að fá þennan fjölda og sýndi það að mikill áhugi var á að heyra hvað flokkarnir vildu segja við eldri borgara þessa lands. Á fundinum kom greinilega fram að sumir frambjóðendur voru mættir af áhuga á málefninu og komu með skýr markmið og hvað þeir leggðu áherslu á í sinni kosningabaráttu. Aðrir mættu meira af skyldurækni og höfðu fátt fram að færa. Ég tel að þeir sem komu undirbúnir á fundinn og voru með skýra sín á okkar málefnum hafi uppskorið í kosningunum 30. nóvember. Ég skrifaði grein fyrir kosningarnar um kosningaloforð og hvað svo? Því gladdi það mig mjög mikið þegar ég las stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar en þar í áttunda lið er fjallað um málefni eldri borgara: „Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun“. Þarna eru helstu áherslur Landsamband eldri borgara sem það setti á oddinn í sínum tillögum, og er frábært að sjá þetta í stjórnarsáttmálanum. En það vakna spurningar sem við í kjaranefnd LEB höfum áhuga á að fá svör við. Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að stoppa eigi gliðnunina á milli grunnlífeyris og taxta sem er frábært og löngu tímabært. Er von á að bilið á milli grunnlífeyris og taxta, sem er í dag rúmlega 102.000 kr. muni minnka? Hvað er meint með „frekari aðgerðir til handa þeim verst settu“? Hvenær mun frítekjumarkið vegna vaxtagreiðslna verða að veruleika? Almenna frítekjumarkið, hvernig eru skrefin úr 36.500 í kr. 60.000 tímasett? Ég óska nýrri ríkistjórn góðs gengis og bíð spenntur eftir efndunum. Við í LEB höfum sagt að málefni eldri borgara séu komin á dagskrá og það er svo sannarlega að sjá í stjórnarsáttmálanum. Við hjá kjaranefnd LEB munum fylgja okkar málum eftir og veita nýrri ríkistjórn aðhald á komandi misserum. Með þá von í hjarta fer ég inn í árið 2025 að bjartari tímar séu fram undan, sérstaklega hjá þeim sem minnst mega sín í hópi eldri borgara þessa lands. Höfundur er formaður kjaranefndar LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eldri borgarar Björn Snæbjörnsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Nú í byrjun árs er gott að líta til baka yfir síðasta ár en horfa jafnframt til framtíðar. Kjaranefnd og stjórn Landsambands eldri borgara unnu mikla vinnu í málefnum sinna félagsmanna á síðasta ári, sérstaklega er snýr að kjaramálum þeirra. Þar má nefna hringferð formanns LEB og formanns kjaranefndar um landið til að heyra hljóðið í félagsmönnum. Helsta umræðuefnið var staðan í kjaramálum og hvað LEB væri að gera. Þessir fundir voru m.a. undirbúningur að kröfugerð LEB ásamt því að undirbúa eftirfylgni fyrir þingkosningarnar sem fram fóru þann 30. nóvember sl. Á öllum fundunum kom skýrt fram að stjórn og kjaranefnd LEB hefðu fullt umboð frá sínu öfluga baklandi. Eldri borgarar eru tilbúnir að berjast fyrir sínum kjörum. Öllum flokkum í framboði til alþingis voru sendar áherslur LEB í kjaramálum. Það kom í ljós að flestir flokkanna höfðu sett inn í sínar stefnuskrár tillögur LEB en mismikið þó. Haldinn var fundur með öllum framboðum sem buðu fram á landsvísu, alls tíu talsins. Fundinum var streymt. Við fengum til liðs við okkur Arnar Pál Hauksson fyrrverandi fréttamann sem stýrði fundinum af festu og öryggi. Það voru um 100 manns sem mættu á staðinn en í streyminu voru um 700 manns. Það var frábært að fá þennan fjölda og sýndi það að mikill áhugi var á að heyra hvað flokkarnir vildu segja við eldri borgara þessa lands. Á fundinum kom greinilega fram að sumir frambjóðendur voru mættir af áhuga á málefninu og komu með skýr markmið og hvað þeir leggðu áherslu á í sinni kosningabaráttu. Aðrir mættu meira af skyldurækni og höfðu fátt fram að færa. Ég tel að þeir sem komu undirbúnir á fundinn og voru með skýra sín á okkar málefnum hafi uppskorið í kosningunum 30. nóvember. Ég skrifaði grein fyrir kosningarnar um kosningaloforð og hvað svo? Því gladdi það mig mjög mikið þegar ég las stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar en þar í áttunda lið er fjallað um málefni eldri borgara: „Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun“. Þarna eru helstu áherslur Landsamband eldri borgara sem það setti á oddinn í sínum tillögum, og er frábært að sjá þetta í stjórnarsáttmálanum. En það vakna spurningar sem við í kjaranefnd LEB höfum áhuga á að fá svör við. Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að stoppa eigi gliðnunina á milli grunnlífeyris og taxta sem er frábært og löngu tímabært. Er von á að bilið á milli grunnlífeyris og taxta, sem er í dag rúmlega 102.000 kr. muni minnka? Hvað er meint með „frekari aðgerðir til handa þeim verst settu“? Hvenær mun frítekjumarkið vegna vaxtagreiðslna verða að veruleika? Almenna frítekjumarkið, hvernig eru skrefin úr 36.500 í kr. 60.000 tímasett? Ég óska nýrri ríkistjórn góðs gengis og bíð spenntur eftir efndunum. Við í LEB höfum sagt að málefni eldri borgara séu komin á dagskrá og það er svo sannarlega að sjá í stjórnarsáttmálanum. Við hjá kjaranefnd LEB munum fylgja okkar málum eftir og veita nýrri ríkistjórn aðhald á komandi misserum. Með þá von í hjarta fer ég inn í árið 2025 að bjartari tímar séu fram undan, sérstaklega hjá þeim sem minnst mega sín í hópi eldri borgara þessa lands. Höfundur er formaður kjaranefndar LEB.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun