Enski boltinn

Milan og Juventus á­sælast fram­herja United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joshua Zirkzee og Marcus Rashford eru orðaðir við brottför frá Manchester United.
Joshua Zirkzee og Marcus Rashford eru orðaðir við brottför frá Manchester United. getty/Michael Regan

Framherjar Manchester United, Marcus Rashford og Joshua Zirkzee, eru á óskalista ítölsku félaganna AC Milan og Juventus.

Rashford hefur ekki spilað fyrir United síðan 12. desember og í viðtali sagðist hann vera tilbúinn fyrir nýja áskorun.

Milan hefur áhuga á að fá þennan 27 ára framherja á láni en til að það verði að veruleika þarf United að greiða stóran hluta launa hans. Rashford er launahæsti leikmaður United en hann fær 365 þúsund pund í vikulaun.

Thiago Motta, knattspyrnustjóri Juventus, hefur áhuga á að endurnýja kynnin við Zirkzee en hann lék undir hans stjórn hjá Bologna. United keypti Zirkzee fyrir tímabilið en hann hefur ekki fundið fjölina sína á Old Trafford.

Zirkzee hefur skorað fjögur mörk í 27 leikjum fyrir United í öllum keppnum í vetur.

United gerði 2-2 jafntefli við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Rauðu djöflarnir eru í 13. sæti hennar með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×