Erlent

Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Björgunarstarf er þegar hafið í heilögu borginni en skemmdir eru miklar. 
Björgunarstarf er þegar hafið í heilögu borginni en skemmdir eru miklar.  Xinhua via AP

Að minnsta kosti fimmtíu og þrír eru látnir og sextíu og tveir slasaðir eftir að öflugur jarðskjálfti upp sem bandaríska jarðfræðistofnunin segir að hafi verið 7,1 stig reið yfir í Tíbet í nótt.

Kínverjar ráða yfir Tíbet og þarlendir miðlar segjar reyndar að skjálftinn hafi verið aðeins vægari, eða 6,8 stig. Hann varð á um tíu kílómetra dýpi undir heilögu borginni Shigatse og fannst skjálftinn einnig vel í nágrannaríkjunum Indlandi og Nepal.

Kínversk yfirvöld segja að um eitt þúsund byggingar hafi skemmst í hamförunum og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka. Shigatse er afar heilög borg samkvæmt tíbetskri Búddatrú en þar býr jafnan Panchen Lama, trúarlegur leiðtogi sem er næstur í röðinni á eftir Dalai Lama, samkvæmt kennisetningunum.

Þá er svæðið í kringum borgina vinsælt á meðal fjallgöngufólks sem er að búa sig undir að klífa Everest fjall og ferðamenn sem vilja sjá fjallið háa eru einnig nokkuð fjölmennir í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×