Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2025 15:21 Egill Ólafsson í hlutverki Kristófers í kvikmyndinni Snerting. Lilja Jóns Tekjuhæsta mynd ársins 2024 í íslenskum kvikmyndahúsum var íslenska kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Næst tekjuhæsta myndin var Hollywood ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi rétthafa í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði, FRÍSK. Þar kemur fram að Snerting hafi halað inn yfir hundrað milljónum króna í miðasölu en tæplega 45 þúsund kvikmyndahúsagestir mættu í bíó til að sjá stórleik Egils Ólafssonar. Myndin er gerð eftir metsölubók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Fram kemur í tilkynningu FRÍSK að myndin hafi hlotið frábæra dóma og sé á stuttlista Óskarsverðlaunahátíðarinnar yfir bestu myndirnar í flokki erlendra kvikmynda. Í öðru sæti er svo eins og áður segir ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine sem dró kvikmyndagesti að en þar mátti sjá tvær af vinsælustu ofurhetjum heims sameinast á hvíta tjaldinu. Kvikmyndin þénaði yfir 97 milljónir króna en yfir 50 þúsund manns fóru í kvikmyndahús til að sjá ofurhetjurnar tvær sameinast í baráttu sinni gegn illum öflum. Tvær aðrar íslenskar myndir á lista Í þriðja sæti listans var það svo teiknimyndin hugljúfa, Inside Out 2. Kvikmyndin sem kemur frá framleiðslufyrirtækinu Disney / Pixar þótti ekkert gefa fyrri myndinni eftir og fangaði hug og hjörtu kvikmyndagesta út um heim allan. Inside Out 2 þénaði yfir 85 milljónir króna hérlendis ásamt því að taka á móti rúmlega 55 þúsund manns í kvikmyndahúsum landsins. Ásamt Snertingu rötuðu tvær aðrar íslenskar kvikmyndir i inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins en 12 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Kvikmyndin Ljósvíkingar í leikstjórn Snævars Sölva Sölvasonar, komst í 10. sæti aðsóknarlistans með yfir 38 milljónir króna í tekjur en yfir 17 þúsund manns sáu myndina í kvikmyndahúsum. Rétt á eftir Ljósvíkingum og í 11. sæti aðsóknarlistans var kvikmyndin Fullt hús. Kvikmyndin í leikstjórn Sigurjóns Kjartansson þénaði tæpar 36 milljónir króna þar sem yfir 17 þúsund manns sáu myndina. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru rúmar 217 milljónir króna samanborið við rúmar 285 milljónir króna árið 2023. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2024 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi rétthafa í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði, FRÍSK. Þar kemur fram að Snerting hafi halað inn yfir hundrað milljónum króna í miðasölu en tæplega 45 þúsund kvikmyndahúsagestir mættu í bíó til að sjá stórleik Egils Ólafssonar. Myndin er gerð eftir metsölubók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Fram kemur í tilkynningu FRÍSK að myndin hafi hlotið frábæra dóma og sé á stuttlista Óskarsverðlaunahátíðarinnar yfir bestu myndirnar í flokki erlendra kvikmynda. Í öðru sæti er svo eins og áður segir ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine sem dró kvikmyndagesti að en þar mátti sjá tvær af vinsælustu ofurhetjum heims sameinast á hvíta tjaldinu. Kvikmyndin þénaði yfir 97 milljónir króna en yfir 50 þúsund manns fóru í kvikmyndahús til að sjá ofurhetjurnar tvær sameinast í baráttu sinni gegn illum öflum. Tvær aðrar íslenskar myndir á lista Í þriðja sæti listans var það svo teiknimyndin hugljúfa, Inside Out 2. Kvikmyndin sem kemur frá framleiðslufyrirtækinu Disney / Pixar þótti ekkert gefa fyrri myndinni eftir og fangaði hug og hjörtu kvikmyndagesta út um heim allan. Inside Out 2 þénaði yfir 85 milljónir króna hérlendis ásamt því að taka á móti rúmlega 55 þúsund manns í kvikmyndahúsum landsins. Ásamt Snertingu rötuðu tvær aðrar íslenskar kvikmyndir i inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins en 12 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Kvikmyndin Ljósvíkingar í leikstjórn Snævars Sölva Sölvasonar, komst í 10. sæti aðsóknarlistans með yfir 38 milljónir króna í tekjur en yfir 17 þúsund manns sáu myndina í kvikmyndahúsum. Rétt á eftir Ljósvíkingum og í 11. sæti aðsóknarlistans var kvikmyndin Fullt hús. Kvikmyndin í leikstjórn Sigurjóns Kjartansson þénaði tæpar 36 milljónir króna þar sem yfir 17 þúsund manns sáu myndina. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru rúmar 217 milljónir króna samanborið við rúmar 285 milljónir króna árið 2023.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2024 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira