Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2025 07:33 Það hefur ekki alltaf verið hlýtt milli Zuckerberg og Trump en það virðist vera að breytast. Tæknigeirinn horfir hýrum augum til næstu fjögurra ára. Getty/Zuffa LLC/Chris Unger Ákvörðun stjórnenda Meta um að hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram hefur vakið hörð viðbrögð. Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, segir um að ræða forgangsröðun í þágu tjáningarfrelsisins. Tilkynnt var um ákvörðunina í gær og fór Zuckerberg ekki í grafgötur með það að hún tengdist úrslitum nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, þar sem Donald Trump sigraði Kamölu Harris. Zuckerberg sagði í gær að Meta myndi vinna að því með Trump að leggja þrýsting á stjórnvöld út um heim allan, sem hefðu barist fyrir aukinni ritskoðun og sótt að bandarískum fyrirtækjum hvað það varðaði. Nefndi hann Evrópu og Suður-Ameríku sérstaklega í þessu samhengi. Breytingarnar fela meðal annars í sér að dregið verður verulega úr eða fallið algjörlega frá eftirliti með sannleiksgildi færslna. Þess í stað stendur til að fara að dæmi X, sem er í eigu Elon Musk, og láta notendur um það að gera athugasemdir og setja hlutina í samhengi. Zuckerberg segir eftirlitið hafa verið orðið allt of hlutdrægt og að framvegis verði minni áhersla lögð á að fylgjast með færslum þar sem fjallað er um til að mynda innflytjendur og kyn. Ólöglegt efni og alvarlegt efni þar sem fjallað er um til að mynda sjálfsvíg og sjálfskaða verður áfram undir eftirliti. Fregnirnar hafa vakið hörð viðbrögð og Zuckerberg verið harðlega gagnrýndur fyrir að beygja sig algjörlega undir Trump. Áhyggjur eru meðal annars uppi um að breytingarnar muni opna dyrnar á flóð hatursáróðurs gegn konum, hinsegin fólki og minnihlutahópum. Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan var hins vegar á meðal þeirra sem tóku fréttunum fagnandi og sagði um að ræða algjöra u-beygju gagnvart „woke“ ritskoðun og „slaufunarmenningarkjaftæði“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Innlent Fleiri fréttir Ók á fólk á götum München Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Sjá meira
Tilkynnt var um ákvörðunina í gær og fór Zuckerberg ekki í grafgötur með það að hún tengdist úrslitum nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, þar sem Donald Trump sigraði Kamölu Harris. Zuckerberg sagði í gær að Meta myndi vinna að því með Trump að leggja þrýsting á stjórnvöld út um heim allan, sem hefðu barist fyrir aukinni ritskoðun og sótt að bandarískum fyrirtækjum hvað það varðaði. Nefndi hann Evrópu og Suður-Ameríku sérstaklega í þessu samhengi. Breytingarnar fela meðal annars í sér að dregið verður verulega úr eða fallið algjörlega frá eftirliti með sannleiksgildi færslna. Þess í stað stendur til að fara að dæmi X, sem er í eigu Elon Musk, og láta notendur um það að gera athugasemdir og setja hlutina í samhengi. Zuckerberg segir eftirlitið hafa verið orðið allt of hlutdrægt og að framvegis verði minni áhersla lögð á að fylgjast með færslum þar sem fjallað er um til að mynda innflytjendur og kyn. Ólöglegt efni og alvarlegt efni þar sem fjallað er um til að mynda sjálfsvíg og sjálfskaða verður áfram undir eftirliti. Fregnirnar hafa vakið hörð viðbrögð og Zuckerberg verið harðlega gagnrýndur fyrir að beygja sig algjörlega undir Trump. Áhyggjur eru meðal annars uppi um að breytingarnar muni opna dyrnar á flóð hatursáróðurs gegn konum, hinsegin fólki og minnihlutahópum. Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan var hins vegar á meðal þeirra sem tóku fréttunum fagnandi og sagði um að ræða algjöra u-beygju gagnvart „woke“ ritskoðun og „slaufunarmenningarkjaftæði“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Innlent Fleiri fréttir Ók á fólk á götum München Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Sjá meira