Barcelona mætir annað hvort Real Madrid eða Real Mallorca í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld.
Allir leikirnir eru spilaðir King Abdullah vellinum í Jeddah í Sádí-Arabíu.
Ungu strákarnir Gavi og Lamine Yamal skoruðu mörkin fyrir Börsunga í kvöld.
Gavi kom Barcelona í 1-0 á 17. mínútu eftir stoðsendingu frá Álex Balde. Gavi lagði síðan upp mark fyrir Lamine Yamal á 53. mínútu leiksins.
Inaki Williams kom boltanum í markið á 86. mínútu og það leit út fyrir smá spennu í lokin en markið var dæmt af vegna rangstöðu.