Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2025 21:30 Pia Hansson segir tal Donalds Trumps um mögulega yfirtöku á Grænlandi marglaga. Getty/Stöð 2 Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna, undir komandi stjórn Trumps, á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan danska konungsveldisins. Í fyrradag var greint frá Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna. Síðan bætti Trump sjálfur gráu ofan á svart í gær þegar hann sagðist ekki útiloka að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Pia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að með þessu sé Trump bæði að hugsa um öryggi Bandaríkjanna, en meira liggi líka að baki. „Það má í rauninni segja að það séu nokkrar hliðar á þessu máli. Eitt er það að sannarlega er hann að hugsa um öryggi síns lands, og hversu langt það svæði á að ná þannig að þeim líði vel með sitt öryggi. En auðvitað eru á bak við þetta eru síðan auðlindir og annað sem Grænland hefur yfir að búa. Þannig við getum ekki litið fram hjá því að það er yfirleitt eitthvað annað á bak við þegar svona yfirlýsingar koma.“ Trump hefur líka verið að ræða yfirtöku á Panama-skurðinum. Á blaðamannafundi í gær sagði hann mikilvægt fyrir öryggi Bandaríkjanna að ná honum aftur þar sem Kínverjar stjórni honum í raun og veru í dag. Pia sagði að mögulega spili deilan við Kína líka inn í hugmyndina um yfirtöku á Grænlandi. „Bandaríkin hafa verið í miklum átökum við Kína lengi. Það er eitthvað sem við heyrum, og orðræðan er mjög sterk hvað það varðar. Auðvitað kann það líka að spila inn í myndina, sem við svo sannarlega vitum að eru til staðar á Grænlandi,“ sagði Pia. „Orðræðan sem hann notar er mjög sérstök. Að við séum að tala um landvinninga með þessum hætti er alveg merkilegt.“ Hversu líklegt er í raun að hann láti verða af þessu? „Ég held að það sé fjarska ólíklegt. En síðan þurfum við að passa að taka alvarlega það sem sagt er, og rýna bakvið orðin og gera okkur grein fyrir því að það er ýmislegt sem verður til þess að svona orðræða viðhefst og verður normalíseruð,“ sagði Pia. „Hvað er að gerast í þessari orðræðu? Að við séum í dag að tala um hluti eins og að Bandaríkin ætli sér jafnvel að taka Grænland yfir með hervaldi. Þetta er í rauninni algjörlega fjarstæðukennt.“ Þá benti Pia á að samskipti Grænlands og Danmerkur hafi verið á viðkæmu stigi undanfarið. „Þegar Trump blandast inn í það mál er spurning hvernig úr spilast.“ Grænland Bandaríkin Danmörk Utanríkismál Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna, undir komandi stjórn Trumps, á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan danska konungsveldisins. Í fyrradag var greint frá Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna. Síðan bætti Trump sjálfur gráu ofan á svart í gær þegar hann sagðist ekki útiloka að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Pia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að með þessu sé Trump bæði að hugsa um öryggi Bandaríkjanna, en meira liggi líka að baki. „Það má í rauninni segja að það séu nokkrar hliðar á þessu máli. Eitt er það að sannarlega er hann að hugsa um öryggi síns lands, og hversu langt það svæði á að ná þannig að þeim líði vel með sitt öryggi. En auðvitað eru á bak við þetta eru síðan auðlindir og annað sem Grænland hefur yfir að búa. Þannig við getum ekki litið fram hjá því að það er yfirleitt eitthvað annað á bak við þegar svona yfirlýsingar koma.“ Trump hefur líka verið að ræða yfirtöku á Panama-skurðinum. Á blaðamannafundi í gær sagði hann mikilvægt fyrir öryggi Bandaríkjanna að ná honum aftur þar sem Kínverjar stjórni honum í raun og veru í dag. Pia sagði að mögulega spili deilan við Kína líka inn í hugmyndina um yfirtöku á Grænlandi. „Bandaríkin hafa verið í miklum átökum við Kína lengi. Það er eitthvað sem við heyrum, og orðræðan er mjög sterk hvað það varðar. Auðvitað kann það líka að spila inn í myndina, sem við svo sannarlega vitum að eru til staðar á Grænlandi,“ sagði Pia. „Orðræðan sem hann notar er mjög sérstök. Að við séum að tala um landvinninga með þessum hætti er alveg merkilegt.“ Hversu líklegt er í raun að hann láti verða af þessu? „Ég held að það sé fjarska ólíklegt. En síðan þurfum við að passa að taka alvarlega það sem sagt er, og rýna bakvið orðin og gera okkur grein fyrir því að það er ýmislegt sem verður til þess að svona orðræða viðhefst og verður normalíseruð,“ sagði Pia. „Hvað er að gerast í þessari orðræðu? Að við séum í dag að tala um hluti eins og að Bandaríkin ætli sér jafnvel að taka Grænland yfir með hervaldi. Þetta er í rauninni algjörlega fjarstæðukennt.“ Þá benti Pia á að samskipti Grænlands og Danmerkur hafi verið á viðkæmu stigi undanfarið. „Þegar Trump blandast inn í það mál er spurning hvernig úr spilast.“
Grænland Bandaríkin Danmörk Utanríkismál Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira