Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 14:00 Ljóst er að þrýst er á árangur hjá Degi Sigurðssyni og hans mönnum á HM, þar sem Króatía er á heimavelli. EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO Króatar verða væntanlega mótherjar Íslands í milliriðli á HM í handbolta í þessum mánuði. Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu, var vægast sagt óhress með lið sitt í gærkvöld. Króatar verða á heimavelli í Zagreb á HM. Í gær spiluðu þeir í bænum Varaždin, vináttulandsleik við Norður-Makedóníu, og unnu 27-25 sigur, eftir að gestirnir höfðu verið 14-13 yfir í hálfleik. Staðan var jöfn, 24-24, þegar skammt var eftir en lærisveinar Kiril Lazarov urðu að játa sig sigraða. Dagur var samt hundóánægður, miðað við ummæli hans í viðtali við 24 Sata: „Í fyrri hálfleikunum var vörnin skelfileg og skotin fyrir utan voru enn verri. Við gerðum of mörg mistök og heilt yfir var margt neikvætt í gangi. Seinni hálfleikurinn var hins vegar betri en við verðum að gera betur í sóknarleiknum,“ sagði Dagur. Mario Sostaric tók undir með honum: „Við megum svo sannarlega ekki eiga annan svona leik. Það var ekki mjög notalegt í klefanum í hálfleik. Duvnjak fyrirliði hafði sitt að segja. Við verðum að gera mun betur. Við vorum ekki rétt stilltir og það gæti reynst dýrkeypt á HM,“ sagði Sostaric. Luka Cindric í baráttunni á Ólympíuleikunum í sumar.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Cindric ekki spilað síðasta mánuðinn Króatíska liðið hefur þurft að spjara sig án Luka Cindric sem króatíski miðillinn 24 Sata lýsir sem besta leikmanni Króatíu. Hann hefur ekki spilað með liði sínu Veszprém síðan 4. desember, vegna meiðsla. „Cindric er að glíma við vandamál og hefur lítið getað æft síðan um miðjan desember. Vonandi snýr hann brátt aftur,“ sagði Dagur. Hann hefur verið með 22 leikmenn í sínum hópi en fjórir þeirra detta svo út fyrir HM, og sextán menn eru á skýrslu í hverjum leik. Mæta mótherjum Íslands Dagur og hans menn takast á við Slóvena, erfiðustu mótherjana í riðli Íslands, í vináttulandsleik í Zagreb á föstudaginn. Fyrsti leikur Króata á HM er við lærisveina Arons Kristjánssonar í Barein á miðvikudaginn. Liðin eru í H-riðli með Argentínu og Egyptalandi, og þrjú efstu liðin verða í milliriðli með liðum úr G-riðli (Ísland, Slóvenía, Kúba, Grænhöfðaeyjar). HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Króatar verða á heimavelli í Zagreb á HM. Í gær spiluðu þeir í bænum Varaždin, vináttulandsleik við Norður-Makedóníu, og unnu 27-25 sigur, eftir að gestirnir höfðu verið 14-13 yfir í hálfleik. Staðan var jöfn, 24-24, þegar skammt var eftir en lærisveinar Kiril Lazarov urðu að játa sig sigraða. Dagur var samt hundóánægður, miðað við ummæli hans í viðtali við 24 Sata: „Í fyrri hálfleikunum var vörnin skelfileg og skotin fyrir utan voru enn verri. Við gerðum of mörg mistök og heilt yfir var margt neikvætt í gangi. Seinni hálfleikurinn var hins vegar betri en við verðum að gera betur í sóknarleiknum,“ sagði Dagur. Mario Sostaric tók undir með honum: „Við megum svo sannarlega ekki eiga annan svona leik. Það var ekki mjög notalegt í klefanum í hálfleik. Duvnjak fyrirliði hafði sitt að segja. Við verðum að gera mun betur. Við vorum ekki rétt stilltir og það gæti reynst dýrkeypt á HM,“ sagði Sostaric. Luka Cindric í baráttunni á Ólympíuleikunum í sumar.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Cindric ekki spilað síðasta mánuðinn Króatíska liðið hefur þurft að spjara sig án Luka Cindric sem króatíski miðillinn 24 Sata lýsir sem besta leikmanni Króatíu. Hann hefur ekki spilað með liði sínu Veszprém síðan 4. desember, vegna meiðsla. „Cindric er að glíma við vandamál og hefur lítið getað æft síðan um miðjan desember. Vonandi snýr hann brátt aftur,“ sagði Dagur. Hann hefur verið með 22 leikmenn í sínum hópi en fjórir þeirra detta svo út fyrir HM, og sextán menn eru á skýrslu í hverjum leik. Mæta mótherjum Íslands Dagur og hans menn takast á við Slóvena, erfiðustu mótherjana í riðli Íslands, í vináttulandsleik í Zagreb á föstudaginn. Fyrsti leikur Króata á HM er við lærisveina Arons Kristjánssonar í Barein á miðvikudaginn. Liðin eru í H-riðli með Argentínu og Egyptalandi, og þrjú efstu liðin verða í milliriðli með liðum úr G-riðli (Ísland, Slóvenía, Kúba, Grænhöfðaeyjar).
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira