Trump ekki dæmdur í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2025 15:08 Mótmlælendur komu saman við dómshúsið í New York. Einhverjir til að styðja Trump og aðrir til að mótmæla á þeim grunni að dómskerfið hafi tekið hann vetlingatökum. AP/Yuki Iwamura Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, sagði málaferlin hafa verið einstök en málið hefði samt farið sama ferli og önnur. Hann sagðist ekki eiga neinn annan kost en að sleppa Trump án refsingar, vegna stöðu hans. Trump sjálfur var ekki í dómsalnum þegar refsingin var opinberuð. Hann er staddur í Flórída en fylgdist með gegnum fjarfundarbúnað og tjáði sig einnig. Donald Trump og lögmaður hans Todd Blanche.AP/Brendan McDermid Merchan hafði áður gefið til kynna að hann ætlaði sér ekki að dæma Trump til fangelsisvistar. Samkvæmt fyrri yfirlýsingum hans þótti líklegt að málaferlin myndu enda með þessum hætti. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Merchan og jafnvel líkt honum við djöfulinn. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur í maí fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Trump sakfelldur fyrir skjalafals Lögmenn Trumps hafa varið miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir að Merchan fái að kveða upp refsingu Trumps í aðdraganda embættistöku hans þann 20. janúar. Þær tilraunur fóru alla leið til Hæstaréttar en dómarar þar höfunuðu kröfunni í gær. Sjá einnig: Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Emil Bove, einn lögmanna Trumps, var í dómsal í New York. Trump var í Flórída en með honum var Todd Blanche, annar lögmaður hans. Báðir hafa verið tilnefndir af Trump í háttsett embætti aðstoðar dómsmálaráðherra. Sagðist ekki hafa gert neitt rangt Áður en Merchan lýsti yfir ákvörðun sinni sagði Joshua Steinglass, saksóknari, að hann væri hlynntur því að Trump yrði sleppt án refsingar, vegna þess að hann tæki við embætti forseta eftir nokkra daga. Hann minnti hins vegar á að Trump hefði verið sakfelldur í 34 ákæruliðum og sagði að hann hefði ekki sýnt nokkra iðrun. Þess í stað hefði hann sýnt dómkerfi Bandaríkjanna fyrirlitningu í hverju skrefi málsins. Steinglass sagði Trump hafa ógnað saksókurum, dómaranum og kviðdómendum og heilt yfir hefði Trump valdið dómkerfinu ævarandi skaða. Blanche fór öfuga leið í ummælum sínum og hélt því að málaferlin gegn Trump hefðu ekki fylgt lögum. Trump hefði aldrei átt að vera ákærður og hélt hann því fram að með því að kjósa hann til embættis forseta, væri meirihluti þjóðarinnar sammála því. Trump tjáði sig einnig en hann sagði málaferlin gegn sér eiga rætur í pólitík. Hann sagði upplifunina hafa verið hræðilega og að málaferlin væru mikil mistök fyrir New York ríki og dómkerfi ríkisins. Þá staðhæfði Trump að hann hefði ekkert rangt gert og sagði, eins og hann hefur svo oft gert áður, að um „nornaveiðar“ væri að ræða. „Ég er algjörlega saklaus. Ég gerði ekkert rangt.“ Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, sagði málaferlin hafa verið einstök en málið hefði samt farið sama ferli og önnur. Hann sagðist ekki eiga neinn annan kost en að sleppa Trump án refsingar, vegna stöðu hans. Trump sjálfur var ekki í dómsalnum þegar refsingin var opinberuð. Hann er staddur í Flórída en fylgdist með gegnum fjarfundarbúnað og tjáði sig einnig. Donald Trump og lögmaður hans Todd Blanche.AP/Brendan McDermid Merchan hafði áður gefið til kynna að hann ætlaði sér ekki að dæma Trump til fangelsisvistar. Samkvæmt fyrri yfirlýsingum hans þótti líklegt að málaferlin myndu enda með þessum hætti. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Merchan og jafnvel líkt honum við djöfulinn. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur í maí fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Trump sakfelldur fyrir skjalafals Lögmenn Trumps hafa varið miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir að Merchan fái að kveða upp refsingu Trumps í aðdraganda embættistöku hans þann 20. janúar. Þær tilraunur fóru alla leið til Hæstaréttar en dómarar þar höfunuðu kröfunni í gær. Sjá einnig: Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Emil Bove, einn lögmanna Trumps, var í dómsal í New York. Trump var í Flórída en með honum var Todd Blanche, annar lögmaður hans. Báðir hafa verið tilnefndir af Trump í háttsett embætti aðstoðar dómsmálaráðherra. Sagðist ekki hafa gert neitt rangt Áður en Merchan lýsti yfir ákvörðun sinni sagði Joshua Steinglass, saksóknari, að hann væri hlynntur því að Trump yrði sleppt án refsingar, vegna þess að hann tæki við embætti forseta eftir nokkra daga. Hann minnti hins vegar á að Trump hefði verið sakfelldur í 34 ákæruliðum og sagði að hann hefði ekki sýnt nokkra iðrun. Þess í stað hefði hann sýnt dómkerfi Bandaríkjanna fyrirlitningu í hverju skrefi málsins. Steinglass sagði Trump hafa ógnað saksókurum, dómaranum og kviðdómendum og heilt yfir hefði Trump valdið dómkerfinu ævarandi skaða. Blanche fór öfuga leið í ummælum sínum og hélt því að málaferlin gegn Trump hefðu ekki fylgt lögum. Trump hefði aldrei átt að vera ákærður og hélt hann því fram að með því að kjósa hann til embættis forseta, væri meirihluti þjóðarinnar sammála því. Trump tjáði sig einnig en hann sagði málaferlin gegn sér eiga rætur í pólitík. Hann sagði upplifunina hafa verið hræðilega og að málaferlin væru mikil mistök fyrir New York ríki og dómkerfi ríkisins. Þá staðhæfði Trump að hann hefði ekkert rangt gert og sagði, eins og hann hefur svo oft gert áður, að um „nornaveiðar“ væri að ræða. „Ég er algjörlega saklaus. Ég gerði ekkert rangt.“
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34