„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. janúar 2025 23:00 Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur héldu sameiginlegan blaðamannafund í dag. AP/Mads Claus Rasmussen Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. Múte B. Egede, formaður landstjórnarinnar, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, héldu sameiginlegan blaðamannafund í Kristjánsborgarhöll í dag. Mikið hefur verið fjallað um Grænland og framtíð þess í kjölfar hótana Donald Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, að innlima landið. Finnur fyrir sterkum sjálfstæðisvilja Mette segir Grænlendinga eina geta svarað spurningunni um framtíð Grænlands. „Hvað varðar sjálfstæði, byrjar sú ákvörðun og endar í Nuuk. Grænland tilheyrir Grænlendingum. Þeir ákvarða sjálfir eigin framtíð. Ég finn fyrir sterkum vilja til að stefna í átt að sjálfstæði,“ segir forsætisráðherrann og það tekur Múte undir: Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? „Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki ný af nálinni. Grænland tilheyrir Grænlendingum. Við viljum ekki vera Danir. Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Við viljum vera Grænlendingar,“ segir Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands. Óbreytt ástand ekki mögulegt til frambúðar Hann segir samstarfið við Bandaríkin þó mikilvægt og að það muni halda áfram. „En það skal einnig grundvallast á okkar gildum. Samvinna krefst samskipta, að vinna saman, finna lausnir. Það er mikilvægt að vinir ræði saman,“ segir hann. Sjá einnig: Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps „Það sem við viljum er að ná árangri í efnahagsmálum okkar og að öðlast meira sjálfstæði,“ segir Múte. Í samtali við fréttamann grænlenska ríkisútvarpsins í kjölfar fundarins segir Múte að núverandi samband Grænlands og Danmerkur gangi ekki lengur. „Allt fram á í dag og síðustu daga hefur óbreytt ástand ekki verið mögulegt. Það höfum við gert skýrt margoft. Við þurfum að fara nýja leið,“ segir hann. Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Múte B. Egede, formaður landstjórnarinnar, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, héldu sameiginlegan blaðamannafund í Kristjánsborgarhöll í dag. Mikið hefur verið fjallað um Grænland og framtíð þess í kjölfar hótana Donald Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, að innlima landið. Finnur fyrir sterkum sjálfstæðisvilja Mette segir Grænlendinga eina geta svarað spurningunni um framtíð Grænlands. „Hvað varðar sjálfstæði, byrjar sú ákvörðun og endar í Nuuk. Grænland tilheyrir Grænlendingum. Þeir ákvarða sjálfir eigin framtíð. Ég finn fyrir sterkum vilja til að stefna í átt að sjálfstæði,“ segir forsætisráðherrann og það tekur Múte undir: Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? „Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki ný af nálinni. Grænland tilheyrir Grænlendingum. Við viljum ekki vera Danir. Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Við viljum vera Grænlendingar,“ segir Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands. Óbreytt ástand ekki mögulegt til frambúðar Hann segir samstarfið við Bandaríkin þó mikilvægt og að það muni halda áfram. „En það skal einnig grundvallast á okkar gildum. Samvinna krefst samskipta, að vinna saman, finna lausnir. Það er mikilvægt að vinir ræði saman,“ segir hann. Sjá einnig: Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps „Það sem við viljum er að ná árangri í efnahagsmálum okkar og að öðlast meira sjálfstæði,“ segir Múte. Í samtali við fréttamann grænlenska ríkisútvarpsins í kjölfar fundarins segir Múte að núverandi samband Grænlands og Danmerkur gangi ekki lengur. „Allt fram á í dag og síðustu daga hefur óbreytt ástand ekki verið mögulegt. Það höfum við gert skýrt margoft. Við þurfum að fara nýja leið,“ segir hann.
Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira