„Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 21:09 Myndin af Sigurjóni er fengin með góðfúslegu leyfi RÚV. RÚV/Valgeir Bragason Vísir/Vilhelm Fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar voru ekki ákærðir þrátt fyrir að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fjóra þeirra. Fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segist harmi sleginn yfir því að þeir verði ekki sóttir til saka. Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Fjórir sem vitað er af ekki ákærðir Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Í dómnum má sjá samskipti Sigurjóns við mennina og af þeim má sjá að Sigurjón taldi sig ráða henni algjörlega og talar ítrekað um það að hún „hlýði.“ Guðný S. Bjarnadóttir, fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist bíða eftir útskýringum frá saksóknara. „Ég er harmi slegin yfir því að þetta mál skuli fara svona. Að þarna séu fjórir menn og sá fimmti sem ekki er vitað hver er sem þurfi ekki að mæta afleiðingum þess að hafa brotið á þessari konu,“ segir hún. Svipar til máls Gisele Pelicot „Maður veltir fyrir sér hvort það liggi einhver ástæða að baki eins og að ef þeir vildu ákæra þá alla í sitthvoru lagi að þá yrðu gögnin ekki nógu sterk. En við viljum auðvitað sækja þessa einstaklinga til saka. Mér finnst magnað að þeir skuli ekki fá ákæru á sig,“ segir Guðný. „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta,“ segir hún. Málið hefur vakið mikla athygli sérstaklega í ljósi frétta frá Frakklandi þar sem mál konunnar Gisele Pelicot hefur verið í algleymingi undanfarna mánuði. Í síðasta mánuði var maður hennar dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan svo tugir karlmanna gætu nauðgað henni. Fimmtíu manns hlutu dóm í málinu frá þremur upp í fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga Gisele fyrir tilstilli eiginmanns hennar. Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Fjórir sem vitað er af ekki ákærðir Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Í dómnum má sjá samskipti Sigurjóns við mennina og af þeim má sjá að Sigurjón taldi sig ráða henni algjörlega og talar ítrekað um það að hún „hlýði.“ Guðný S. Bjarnadóttir, fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist bíða eftir útskýringum frá saksóknara. „Ég er harmi slegin yfir því að þetta mál skuli fara svona. Að þarna séu fjórir menn og sá fimmti sem ekki er vitað hver er sem þurfi ekki að mæta afleiðingum þess að hafa brotið á þessari konu,“ segir hún. Svipar til máls Gisele Pelicot „Maður veltir fyrir sér hvort það liggi einhver ástæða að baki eins og að ef þeir vildu ákæra þá alla í sitthvoru lagi að þá yrðu gögnin ekki nógu sterk. En við viljum auðvitað sækja þessa einstaklinga til saka. Mér finnst magnað að þeir skuli ekki fá ákæru á sig,“ segir Guðný. „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta,“ segir hún. Málið hefur vakið mikla athygli sérstaklega í ljósi frétta frá Frakklandi þar sem mál konunnar Gisele Pelicot hefur verið í algleymingi undanfarna mánuði. Í síðasta mánuði var maður hennar dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan svo tugir karlmanna gætu nauðgað henni. Fimmtíu manns hlutu dóm í málinu frá þremur upp í fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga Gisele fyrir tilstilli eiginmanns hennar.
Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54