Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. janúar 2025 23:01 Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir mikilvægt að hafa öflugt eftirlit með innviðum líkt og sæstrengjum. Vísir/Sigurjón Stór hluti af útköllum þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á síðasta ári var vegna sjúkraflutninga. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun erlendra ferðamanna hafa sitt að segja. Þyrlusveitin var kölluð út þrjú hundruð þrjátíu og fjórum sinnum í fyrra. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun sjúkraflutninga hafa þar mest um að segja en útköll vegna þeirra voru hundrað áttatíu og þrjú. „Við erum svona helst að láta okkur detta í hug að það sé fjölgun ferðamanna sem að skýri hluta af þessu og einfaldlega aukin krafa fólks um þjónustu, meiri læknisþjónustu og öruggari flutninga og hraðari komu á heilsugæslu eða bráðasjúkrahús.“ Georg segir kostnað Landhelgisgæslunnar vegna erlendra ferðamanna nokkurn. „Í flestum tilfellum þá stöndum við straum af þeim kostnaði. Ef að þetta eru ferðamenn utan EES svæðisins þá er reynt að innheimta hjá þeim eða þeirra tryggingarfélögum. Það gengur svona misjafnlega. Við höfum nú lengi horft til þess að við gætum fengið eitthvað af gjöldum sem eru tekin af ferðamönnum sem koma til landsins. Það hefur nú ekki orðið enn en við teljum að það sé mál sem að þyrfti að skoða rækilega. “ Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er fylgst með flug- og skipaumferð í kringum landið.Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða einni flugvél og þremur þyrlum. Flugvélin hefur verið töluvert í leigu til að afla Landhelgisgæslunni tekna og hefur henni lítið sem ekkert verið flogið í kringum Íslands síðastliðið ár. Georg vonast til að á þessu ári verði staðan önnur. „Það sem að við teljum helst þörf á að bæta í er eftirlit með lögsögunni og þá að geta nýtt flugvélina okkar ágætu til þess að fljúga um siglingaleiðir og hafa eftirlit með innviðum sem að eru neðansjávar, sæstrengjum, það er afar brýnt og mikilvægt að bæta þar í.“ Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þyrlusveitin var kölluð út þrjú hundruð þrjátíu og fjórum sinnum í fyrra. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun sjúkraflutninga hafa þar mest um að segja en útköll vegna þeirra voru hundrað áttatíu og þrjú. „Við erum svona helst að láta okkur detta í hug að það sé fjölgun ferðamanna sem að skýri hluta af þessu og einfaldlega aukin krafa fólks um þjónustu, meiri læknisþjónustu og öruggari flutninga og hraðari komu á heilsugæslu eða bráðasjúkrahús.“ Georg segir kostnað Landhelgisgæslunnar vegna erlendra ferðamanna nokkurn. „Í flestum tilfellum þá stöndum við straum af þeim kostnaði. Ef að þetta eru ferðamenn utan EES svæðisins þá er reynt að innheimta hjá þeim eða þeirra tryggingarfélögum. Það gengur svona misjafnlega. Við höfum nú lengi horft til þess að við gætum fengið eitthvað af gjöldum sem eru tekin af ferðamönnum sem koma til landsins. Það hefur nú ekki orðið enn en við teljum að það sé mál sem að þyrfti að skoða rækilega. “ Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er fylgst með flug- og skipaumferð í kringum landið.Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða einni flugvél og þremur þyrlum. Flugvélin hefur verið töluvert í leigu til að afla Landhelgisgæslunni tekna og hefur henni lítið sem ekkert verið flogið í kringum Íslands síðastliðið ár. Georg vonast til að á þessu ári verði staðan önnur. „Það sem að við teljum helst þörf á að bæta í er eftirlit með lögsögunni og þá að geta nýtt flugvélina okkar ágætu til þess að fljúga um siglingaleiðir og hafa eftirlit með innviðum sem að eru neðansjávar, sæstrengjum, það er afar brýnt og mikilvægt að bæta þar í.“
Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira