Ragnheiður Torfadóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2025 07:47 Ragnheiður Torfadóttir gegndi stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík á árunum 1995 til 2001. Landbúnaðarháskólinn Ragnheiður Torfadóttir, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, er látin, 87 ára að aldri. Hún varð rektors skólans árið 1995, fyrst kvenna, og gegndi stöðunni til ársins 2001. Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag, en hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi síðastliðinn sunnudag. Ragnheiður fæddist 1. maí 1937 á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni sex ára að aldri. Foreldrar Ragnheiðar voru Torfi Hjartarson, tollstjóri í Reykjavík og sáttasemjari ríkisins, og Anna Jónsdóttir. Í æviágripi Ragnheiðar segir að hún hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1956, BA-prófi í latínu og grísku frá Háskóla Íslands árið 1961 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum árið 1971. Síðar stundaði hún einnig nám í íslenskri málfræði og málvísindum. Ragnheiður kenndi latínu við MR á árunum 1959 til 1960 og aftur 1962 til 1996, en sömuleiðis grísku á árunum 1972 til 1975. Hún var deildarstjóri við skólann 1972 til 1992, sat í skólastjórn 1976 til 1978 og fulltrúi kennara í skólanefnd skólans 1990 til 1995. Hún tók svo við stöðu rektors skólans 1995 og gegndi stöðunni til 2001. Ragnheiður var einnig virk í félagsstörfum og var varaformaður Bandalags háskólamanna 1982 til 1986 og í ritstjórn BHM-blaðsins á sama tíma. Þá var hún félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Eiginmaður Ragnheiðar var Þórhallur Vilmundarson, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður Örnefnastofnunar. Hann lést árið 2013. Ragnheiður og Þórhallur eignuðust þrjú börn, þau Guðrúnu, dósent í íslenskri málfræði við HÍ, Torfa, doktor í tölvusjón og lektor við HR, og Helgu, byggingarverkfræðing. Andlát Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag, en hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi síðastliðinn sunnudag. Ragnheiður fæddist 1. maí 1937 á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni sex ára að aldri. Foreldrar Ragnheiðar voru Torfi Hjartarson, tollstjóri í Reykjavík og sáttasemjari ríkisins, og Anna Jónsdóttir. Í æviágripi Ragnheiðar segir að hún hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1956, BA-prófi í latínu og grísku frá Háskóla Íslands árið 1961 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum árið 1971. Síðar stundaði hún einnig nám í íslenskri málfræði og málvísindum. Ragnheiður kenndi latínu við MR á árunum 1959 til 1960 og aftur 1962 til 1996, en sömuleiðis grísku á árunum 1972 til 1975. Hún var deildarstjóri við skólann 1972 til 1992, sat í skólastjórn 1976 til 1978 og fulltrúi kennara í skólanefnd skólans 1990 til 1995. Hún tók svo við stöðu rektors skólans 1995 og gegndi stöðunni til 2001. Ragnheiður var einnig virk í félagsstörfum og var varaformaður Bandalags háskólamanna 1982 til 1986 og í ritstjórn BHM-blaðsins á sama tíma. Þá var hún félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Eiginmaður Ragnheiðar var Þórhallur Vilmundarson, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður Örnefnastofnunar. Hann lést árið 2013. Ragnheiður og Þórhallur eignuðust þrjú börn, þau Guðrúnu, dósent í íslenskri málfræði við HÍ, Torfa, doktor í tölvusjón og lektor við HR, og Helgu, byggingarverkfræðing.
Andlát Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira