Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 09:02 Christopher Macchio og Carrie Underwood munu troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump þann 20. janúar næstkomandi. AP/Getty Töluvert betur hefur gengið að finna tónlistarmenn til að troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag en fyrir átta árum. Kántrísöngkonan Carrie Underwood kemur fram á sjálfri athöfninni en Village People hitar upp fyrir hana. Þegar Trump vann kosningarnar 2017 gekk honum hrapallega illa að fá tónlistarmenn til að koma fram á innsetningarathöfninni. Elton John, Céline Dion og Garth Brooks höfnuðu öll boði um að koma fram þá. Á endanum urðu Tabernacle-kórinn og klassíska söngkona Jackie Evancho fyrir valinu. Talsmenn Underwood og innsetningarathafnarnefnd Trump-Vance staðfestu komu Underwood í gær. Kántrístjarna sem elskar land sitt Viðburðurinn hefst á prelúdíú sem háskólakórar Nebraska-háskóla og Lincoln-háskóla munu flytja. Síðan mun Lúðrasveit sjóhersins flytja tónlistarnúmer áður en þingkonan Amy Klobuchar, formaður nefndar um 60. innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta, mun formlega setja athöfnina. Eftir það verður varaforsetinn JD Vance settur í embætti af hæstaréttardómaranum Brett Kavanaugh. Kántrísöngkonan Carrie Underwood, sem hlaut heimsfrægð þegar hún vann fjórðu seríu Idolsins 2004, mun síðan syngja „America the Beautiful“ beint áður en John Roberts, forseti hæstaréttar, setur Trump í embætti. Carrie Underwood er spennt að troða upp fyrir innsetningu 47. forseta Bandaríkjanna.Getty „Ég elska landið okkar og er heiðruð að hafa verið beðin um að syngja á innsetningunni og fá að vera lítill hluti af þessum sögulega viðburði,“ sagði Underwood í yfirlýsingu. Hún sagðist einnig svara þessu kalli auðmjúk á tíma sem krefst samheldni og að þjóðin horfi til framtíðar. Innsetningin fer fram í Washington D.C. mánudaginn 20. janúar og skarast því á við dag Martins Luthers King Jr. sem er frídagur. Skólakór bandaríska sjóhersins og kór bandaríska heraflans (e. Armed Forces Chorus) munu spila undir með henni. Trúarleiðtogar munu svo fara með bæn og klassíski söngvarinn Christopher Macchio syngur Þjóðsöng Bandaríkjanna til að ljúka athöfninni. Macchio hefur komið reglulega fram á pólitískum viðburðum Repúblikana og tróð m.a. upp á fjöldafundi Trump á Madison Square Garden. Þorpsbúarnir troða upp á ballinu Daginn fyrir sjálfa innsetninguna verður þétt dagskrá þegar Trump heldur „Make America Great Again Victory Rally“ og um kvöldið þann 19. munu samtökin Turning Point USA halda innsetningarkvöldsball (e. Inauguration eve ball). Samkvæmt yfirlýsingu frá Charlie Kirk, forstjóra Turning Point USA, er von á fjölda þekktra MAGA-liða á ballið, þar á meðal JD Vance, Donald Trump yngri og Megyn Kelly. Þorpsbúarnir (e. Village People) sem er ein eftirlætis hljómsveit Trump, mun troða upp á ballinu, en hann hefur reglulega notað lög þeirra „Y.M.C.A“ og „Macho Man” á viðburðum sínum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Þegar Trump vann kosningarnar 2017 gekk honum hrapallega illa að fá tónlistarmenn til að koma fram á innsetningarathöfninni. Elton John, Céline Dion og Garth Brooks höfnuðu öll boði um að koma fram þá. Á endanum urðu Tabernacle-kórinn og klassíska söngkona Jackie Evancho fyrir valinu. Talsmenn Underwood og innsetningarathafnarnefnd Trump-Vance staðfestu komu Underwood í gær. Kántrístjarna sem elskar land sitt Viðburðurinn hefst á prelúdíú sem háskólakórar Nebraska-háskóla og Lincoln-háskóla munu flytja. Síðan mun Lúðrasveit sjóhersins flytja tónlistarnúmer áður en þingkonan Amy Klobuchar, formaður nefndar um 60. innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta, mun formlega setja athöfnina. Eftir það verður varaforsetinn JD Vance settur í embætti af hæstaréttardómaranum Brett Kavanaugh. Kántrísöngkonan Carrie Underwood, sem hlaut heimsfrægð þegar hún vann fjórðu seríu Idolsins 2004, mun síðan syngja „America the Beautiful“ beint áður en John Roberts, forseti hæstaréttar, setur Trump í embætti. Carrie Underwood er spennt að troða upp fyrir innsetningu 47. forseta Bandaríkjanna.Getty „Ég elska landið okkar og er heiðruð að hafa verið beðin um að syngja á innsetningunni og fá að vera lítill hluti af þessum sögulega viðburði,“ sagði Underwood í yfirlýsingu. Hún sagðist einnig svara þessu kalli auðmjúk á tíma sem krefst samheldni og að þjóðin horfi til framtíðar. Innsetningin fer fram í Washington D.C. mánudaginn 20. janúar og skarast því á við dag Martins Luthers King Jr. sem er frídagur. Skólakór bandaríska sjóhersins og kór bandaríska heraflans (e. Armed Forces Chorus) munu spila undir með henni. Trúarleiðtogar munu svo fara með bæn og klassíski söngvarinn Christopher Macchio syngur Þjóðsöng Bandaríkjanna til að ljúka athöfninni. Macchio hefur komið reglulega fram á pólitískum viðburðum Repúblikana og tróð m.a. upp á fjöldafundi Trump á Madison Square Garden. Þorpsbúarnir troða upp á ballinu Daginn fyrir sjálfa innsetninguna verður þétt dagskrá þegar Trump heldur „Make America Great Again Victory Rally“ og um kvöldið þann 19. munu samtökin Turning Point USA halda innsetningarkvöldsball (e. Inauguration eve ball). Samkvæmt yfirlýsingu frá Charlie Kirk, forstjóra Turning Point USA, er von á fjölda þekktra MAGA-liða á ballið, þar á meðal JD Vance, Donald Trump yngri og Megyn Kelly. Þorpsbúarnir (e. Village People) sem er ein eftirlætis hljómsveit Trump, mun troða upp á ballinu, en hann hefur reglulega notað lög þeirra „Y.M.C.A“ og „Macho Man” á viðburðum sínum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira