Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 11:01 Morten Szmiedowicz og Guðríður Hanna Sigurðardóttir fylgdust með þegar glóandi hraun rann inn í götuna þeirra í Grindavík, í beinni útsendingu. Stöð 2 Sport/Grindavík Í þriðja þætti heimildaþáttaraðarinnar Grindavík er meðal annars farið yfir daginn örlagaríka fyrir sléttu ári síðan, þegar hraun rann inn í bæinn. Guðríður Hanna Sigurðardóttir og Morten Szmiedowicz voru á meðal þeirra sem sáu húsið sitt verða hrauninu að bráð í beinni sjónvarpsútsendingu. Þann 14. janúar fyrir ári síðan opnaðist sprunga við Grindavík, fyrir innan varnargarðinn sem verið var að reisa. Áhrifaríkar lýsingar Grindvíkinga og annarra á því sem gerðist má sjá í nýjasta þætti Grindavíkur-seríunnar, sem finna má meðal annars á Stöð 2+. Um leið og þetta nýja eldgos hófst, 14. janúar, var öllum sem dvöldu í Grindavík komið í burtu og auk þess tókst með naumindum að forða dýrum vinnutækjum af vettvangi, sem notuð höfðu verið til að reisa varnargarðinn nærri Grindavík. „Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft“ „Ég veit að það var það mikill hiti á tækjunum að það var rúða þarna í jarðýtu sem var nánast bráðnuð af hita. Það er eins gott að öll tæki fóru í gang og menn komust í burtu. Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns og Margeirs. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Grindavík - Þegar hraun flæddi inn í bæinn Sprunga opnaðist fyrir innan varnargarðinn og hraun rann inn í Grindavík. „Þetta er GALIÐ. Það er galið að sitja við sjónvarp og horfa á eldgos renna inn í bæinn manns,“ segir körfuboltaþjálfarinn Bryndís Gunnlaugsdóttir. „Labbaði bara út og horfði ekkert meira“ Morten Szmiedowicz og Guðríður Hanna Sigurðardóttir voru íbúar í Efrahópi 18 og gleyma sjálfsagt aldrei 14. janúar 2024: „Við vorum í Grindavík aðfaranótt sunnudagsins [14. janúar]. Ég vakna klukkan þrjú um nóttina, við grípum það sem við erum með, og keyrum inn í Reykjavík. Við förum til vinafólks okkar, því við vorum að fara á pílumót. Á þessu móti var risaskjár og þessu var bara varpað á skjáinn. Maður horfði bara á eldgosið koma nær og nær og nær,“ segir Hanna. „Svo allt í einu í hádeginu er búið að kvikna í húsunum við húsið okkar. Svo bara hægt og rólega dreifir þetta úr sér, og ég man þannig séð ekki mikið meira eftir það. Maður labbaði í gegnum hópinn og það var fullt af fólki að leggja höndina á mann [klappa á öxlina] en ég man ekkert hverjir það voru eða hvað þau sögðu. Ég labbaði bara út og horfði ekkert meira,“ segir Hanna en hægt er að sjá allan þáttinn á á Stöð 2+ á vefnum sjonvarp.stod2.is eða í sjónvarpi. UMF Grindavík Grindavík Grindavík (þættir) Tengdar fréttir „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. 8. janúar 2025 07:02 „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. 7. janúar 2025 07:01 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Þann 14. janúar fyrir ári síðan opnaðist sprunga við Grindavík, fyrir innan varnargarðinn sem verið var að reisa. Áhrifaríkar lýsingar Grindvíkinga og annarra á því sem gerðist má sjá í nýjasta þætti Grindavíkur-seríunnar, sem finna má meðal annars á Stöð 2+. Um leið og þetta nýja eldgos hófst, 14. janúar, var öllum sem dvöldu í Grindavík komið í burtu og auk þess tókst með naumindum að forða dýrum vinnutækjum af vettvangi, sem notuð höfðu verið til að reisa varnargarðinn nærri Grindavík. „Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft“ „Ég veit að það var það mikill hiti á tækjunum að það var rúða þarna í jarðýtu sem var nánast bráðnuð af hita. Það er eins gott að öll tæki fóru í gang og menn komust í burtu. Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns og Margeirs. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Grindavík - Þegar hraun flæddi inn í bæinn Sprunga opnaðist fyrir innan varnargarðinn og hraun rann inn í Grindavík. „Þetta er GALIÐ. Það er galið að sitja við sjónvarp og horfa á eldgos renna inn í bæinn manns,“ segir körfuboltaþjálfarinn Bryndís Gunnlaugsdóttir. „Labbaði bara út og horfði ekkert meira“ Morten Szmiedowicz og Guðríður Hanna Sigurðardóttir voru íbúar í Efrahópi 18 og gleyma sjálfsagt aldrei 14. janúar 2024: „Við vorum í Grindavík aðfaranótt sunnudagsins [14. janúar]. Ég vakna klukkan þrjú um nóttina, við grípum það sem við erum með, og keyrum inn í Reykjavík. Við förum til vinafólks okkar, því við vorum að fara á pílumót. Á þessu móti var risaskjár og þessu var bara varpað á skjáinn. Maður horfði bara á eldgosið koma nær og nær og nær,“ segir Hanna. „Svo allt í einu í hádeginu er búið að kvikna í húsunum við húsið okkar. Svo bara hægt og rólega dreifir þetta úr sér, og ég man þannig séð ekki mikið meira eftir það. Maður labbaði í gegnum hópinn og það var fullt af fólki að leggja höndina á mann [klappa á öxlina] en ég man ekkert hverjir það voru eða hvað þau sögðu. Ég labbaði bara út og horfði ekkert meira,“ segir Hanna en hægt er að sjá allan þáttinn á á Stöð 2+ á vefnum sjonvarp.stod2.is eða í sjónvarpi.
UMF Grindavík Grindavík Grindavík (þættir) Tengdar fréttir „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. 8. janúar 2025 07:02 „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. 7. janúar 2025 07:01 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. 8. janúar 2025 07:02
„Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. 7. janúar 2025 07:01