Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2025 11:20 Kolfinna Eldey lést þann 15. september síðastliðinn. Aðsend Móðir Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur, sem var myrt af föður sínum í september, segir að feðginin hafi ætlað sér að leika sér saman með nýtt dót í Hafnarfirði daginn örlagaríka en aldrei skilað sér heim úr þeirri ferð. Enginn sem þekki föðurinn hafi búist við því að hann mynda gera dóttur sinni nokkuð, enda hafi hann elskað hana og gert allt fyrir hana. Þetta segir Ingibjörg Dagný Ingadóttir í opinskárri færslu á Facebook. Vitnað er í færsluna með hennar leyfi. Hún segir síðustu mánuði hafa verið þá lengstu og erfiðustu sem hún hafi upplifað á ævinni. „Það er engin leið fyrir mig að lýsa því með orðum. Þetta hefur verið súrrealískt. Ég átti frekar von á að fá loftstein í höfuðið en því sem gerðist í september. Í langan tíma beið ég bara eftir að vakna því þetta hlyti að vera martröð. En í stað þess hvern dag sem ég vaknaði þá beið mín martröð. Einhver allt önnur veröld sem ég þekkti ekki en var fleygt harkalega inn í. Aldrei á ævinni hef ég verið jafn mikið til í að vakna ekki á morgnana.“ Gæfi allt og meira til til að endurheimta dóttur sína Ingibjörg Dagný segir dóttur sína hafa verið góða, fyndna, vitra, skemmtilega, fulla af orku og hugmyndum, skapandi og frjálsa. Hún hafi verið kærleiksrík, elskuleg, sjálfstæð, umhyggju- og hjálpsöm. Hún hafi lýst upp herbergið bara með því að vera til. Allir sem hana þekktu hafi elskað hana. „Þegar svona lagað gerist er eins og maður sé sleginn í höfuðið með sleggju. Hjartað springur og allt sem maður einu sinni hélt að skipti máli sér maður að skiptir ekki nokkru máli. Þegar það dýrmætasta sem maður á er tekið frá manni þá finnst manni maður engu hafa að tapa lengur. Allir þessir efnishlutir sem fólk keppist um að safna að sér skipta engu í stóra samhenginu. Ég gæfi það allt og meira til að fá hana aftur.“ Missti meira en bara dóttur sína Ingibjörg Dagný víkur þá máli að barnsföður sínum, Sigurði Fannari Þórssyni. Hún segir engan sem þekkti Sigurð Fannar hafa ætlað að trúa því að hann hefði myrt dóttur sína. „Því hann hefur ætíð verið kurteis, hjálpsamur, samviskusamur, örlátur og duglegur. Hann hefur alltaf verið mín stoð og stytta og minn besti vinur. Hann elskaði dóttur sína og gerði allt fyrir hana. Hún elskaði hann og þau áttu ætíð gott samband. Upplifun mín hefur því verið að ég missti meira en dóttur mína þann 15. september.“ Hann hafi aftur á móti glímt við andleg veikindi. Síðasta vor hafi hann horfið heiman frá sér og hún látið lýsa eftir honum, enda hafi verið afar óvenjulegt að ekki heyrðist frá honum og hann mætti ekki til vinnu. „Þegar hann loks fannst á gangi í Kópavogi þá var liðið á þriðja sólarhring. Hann var orðinn uppþornaður og með sár á fótum eftir að hafa labbað stanslaust síðan á aðfararnótt mánudags. Hann hafði bara gengið um allan þann tíma í einhverju geðrofi, maníu eða einhverju sem ég kann ekki betur að nefna. En það var ljóst að það var eitthvað að. Hann fékk aðhlynningu í einhverjar klukkustundir á bráðamóttökunni áður en hann var útskrifaður.“ Reyndi að fá hjálp en kom að lokuðum dyrunum Fljótlega eftir að Sigurður Fannar týndist hafi hún hjálpað honum að sækja sér aðstoð á geðdeild Landspítalans. Hann hafi fengið einhver lyf frá læknum en eftir nokkurra daga bið hafi hann fengið höfnun frá áfallateymi spítalans. „Ekkert viðtal, engar skýringar, ekki neitt.“ Ingibjörg Dagný hefur áður sagt einu orsök andláts dóttur hennar vera handónýtt geðheilbrigðiskerfi. Sá að eitthvað væri að plaga Sigurð Fannar áður en veröldin hrundi Ingibjörg Dagný segir síðasta sumar hafa liðið áfallalaust hjá Sigurði Fannari, hann hafi helgað sig vinnu, eins og fólk með áföll á bakinu sé vant að gera. Hún hafi hins vegar séð að eitthvað væri að plaga hann. „Sunnudaginn örlagaríka fer hann inn í Hafnarfjörð til að dytta að bílnum sínum og erindast og hefur hana með því þau ætla að finna sér stað til að leika með dót sem við keyptum nokkrum dögum áður - bolta til að kasta á milli tveggja festispjalda með frönskum rennilás. En þau skila sér ekki úr þeirri ferð. Ég var búin að hringja margsinnis og það var mjög óvenjulegt að hann skyldi ekki svara mér í síma. Upp úr níu um kvöldið fæ ég löggu og prest heim til mín og veröldin hrynur. Restin er sögð saga.“ Hún viti ekki nákvæmlega hvað gerðist við Krýsuvíkurveg, það viti enginn. Hún hafi strax vitað að Sigurður Fannar hafi ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að svipta dóttur þeirra lífi. „Hann man ekki sjálfur hvað gerðist. Hann var kominn langleiðina með að taka eigið líf og er alveg eyðilagður. Við syrgjum bæði dóttur okkar.“ Samfélagið þurfi að vakna Ingibjörg Dagný segist segja sína sögu vegna þess að samfélagið þurfi að vakna. Fólk þurfi að gera sér grein fyrir því hvernig kerfunum hefir verið leyft að koma fram við fólk. Hvernig orðræðunni hafi lengi verið stýrt í þá áttina að láta fólk berjast innbyrðis og valda sundrungu milli þess. Hvernig fólk hafi verið stimplað klikkað, geðveikt og ruglað. Þannig hafi verið réttlætt að afskrifa það, loka inni og hlusta ekki á það. Á meðan þetta sé ekkert annað en fólk sem hefur þurft að þola mismikið af misstórum áföllum. „Og þau fá takmarkaða hjálp, ef einhverja. Það er eins og stefnan sé að hjálpin eigi að vera einhver lúxusvara sem bara ríka fólkið á að eiga kost á. Af hverju ætli það sé. Pillur eru ekki lausn. Ekki frekar en hækjur. Rót vandans er enn til staðar. Hana þarf að finna og eiga við. Og hún liggur oftar en marga grunar í áföllum sem hefur aldrei verið unnið úr. Börn eiga ekki að þurfa að erfa áföll foreldra sinna. Við erum öll á sömu skútunni. Við þurfum að vinna saman.“ Það undarlegasta í máli Sigurðar Fannars sé að það sé yfir höfuð hægt að segja nei við fólk sem kemur og vantar hjálp. „Eins og einhver annar hafi umboð til að segja manni hvernig manni líður. Ég veit ekki betur en að ég sé eina manneskjan sem hef aðgang að mínu eigin sálarlífi. Hver gefur öðrum rétt til að ákveða hvort ég þurfi hjálp eða ekki? Eina hlutverk stofnana á að vera að finna út úr því hvernig hjálp hentar í samráði við sjúklinginn, því hann er jú sérfræðingur í sinni eigin líðan. Annað er bara ofbeldi. Viljum við ekki samfélag þar sem fólk fær hjálp? Viljum við búa í samfélagi þar sem sjálfsvígstíðni, morð og ofbeldisglæpir eru algengir?“ Enginn eigi að þurfa að jarða barnið sitt Að lokum segir Ingibjörg Dagný að Kolfinna Eldey hafi verið betri manneskja en hún geti nokkurn tímann verið. Hún hafi ekki átt þetta skilið. Hún hafi kennt henni og mörgum margt. „Hún gaf frá sér svo mikla ást. Hún kom til mín til að minna mig á það hver ég er. Hver við öll erum. Við erum fyrst og fremst kærleiksverur. Við fæðumst með eiginleikann til að elska, og það er það eina sem barn biður um þegar það kemur í heiminn. Ást og umhyggja.“ Ekki nokkur manneskja eigi að þurfa að jarða barnið sitt. Eða að þurfa að horfa á nafn þeirra ritað á kross á leiði. „Það er svo rangt.“ Hún sé þakklát fyrir þann tíma sem hún fékk með dóttur sinni. Hún hafi alltaf verið sólargeisli í lífi hennar. Hún muni gera sitt besta til þess að fylgja fordæmi Kolfinnar Eldeyjar og dreifa gleði og ást. Þegar hennar tími komi vilji hún hafa lokið sínum verkefnum með sóma svo þær geti báðar verið stoltar af henni. „Það eina sem mun nokkurn tíma skipta raunverulegu máli í þessu lífi er það hvort þú hjálpaðir öðrum. Ef þú getur verið sólargeisli í lífi einhvers þá hefurðu náð markmiði lífsins. Þetta er ekki flóknara en það. Þegar þú skilur það þá skilurðu lífið. Eitthvað sem gert er af ást og samkennd er ávallt rétta ákvörðunin.“ Þá þakkar Ingibjörg Dagný öllum þeim sem hafa hjálpað henni og stutt í gegnum þennan erfiða tíma. Hún hafi fundið ótrúlega mikla samkennd og stuðning úr fjölmörgum áttum og fyrir það sé hún ævinlega þakklát. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan: Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Hafnarfjörður Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Þetta segir Ingibjörg Dagný Ingadóttir í opinskárri færslu á Facebook. Vitnað er í færsluna með hennar leyfi. Hún segir síðustu mánuði hafa verið þá lengstu og erfiðustu sem hún hafi upplifað á ævinni. „Það er engin leið fyrir mig að lýsa því með orðum. Þetta hefur verið súrrealískt. Ég átti frekar von á að fá loftstein í höfuðið en því sem gerðist í september. Í langan tíma beið ég bara eftir að vakna því þetta hlyti að vera martröð. En í stað þess hvern dag sem ég vaknaði þá beið mín martröð. Einhver allt önnur veröld sem ég þekkti ekki en var fleygt harkalega inn í. Aldrei á ævinni hef ég verið jafn mikið til í að vakna ekki á morgnana.“ Gæfi allt og meira til til að endurheimta dóttur sína Ingibjörg Dagný segir dóttur sína hafa verið góða, fyndna, vitra, skemmtilega, fulla af orku og hugmyndum, skapandi og frjálsa. Hún hafi verið kærleiksrík, elskuleg, sjálfstæð, umhyggju- og hjálpsöm. Hún hafi lýst upp herbergið bara með því að vera til. Allir sem hana þekktu hafi elskað hana. „Þegar svona lagað gerist er eins og maður sé sleginn í höfuðið með sleggju. Hjartað springur og allt sem maður einu sinni hélt að skipti máli sér maður að skiptir ekki nokkru máli. Þegar það dýrmætasta sem maður á er tekið frá manni þá finnst manni maður engu hafa að tapa lengur. Allir þessir efnishlutir sem fólk keppist um að safna að sér skipta engu í stóra samhenginu. Ég gæfi það allt og meira til að fá hana aftur.“ Missti meira en bara dóttur sína Ingibjörg Dagný víkur þá máli að barnsföður sínum, Sigurði Fannari Þórssyni. Hún segir engan sem þekkti Sigurð Fannar hafa ætlað að trúa því að hann hefði myrt dóttur sína. „Því hann hefur ætíð verið kurteis, hjálpsamur, samviskusamur, örlátur og duglegur. Hann hefur alltaf verið mín stoð og stytta og minn besti vinur. Hann elskaði dóttur sína og gerði allt fyrir hana. Hún elskaði hann og þau áttu ætíð gott samband. Upplifun mín hefur því verið að ég missti meira en dóttur mína þann 15. september.“ Hann hafi aftur á móti glímt við andleg veikindi. Síðasta vor hafi hann horfið heiman frá sér og hún látið lýsa eftir honum, enda hafi verið afar óvenjulegt að ekki heyrðist frá honum og hann mætti ekki til vinnu. „Þegar hann loks fannst á gangi í Kópavogi þá var liðið á þriðja sólarhring. Hann var orðinn uppþornaður og með sár á fótum eftir að hafa labbað stanslaust síðan á aðfararnótt mánudags. Hann hafði bara gengið um allan þann tíma í einhverju geðrofi, maníu eða einhverju sem ég kann ekki betur að nefna. En það var ljóst að það var eitthvað að. Hann fékk aðhlynningu í einhverjar klukkustundir á bráðamóttökunni áður en hann var útskrifaður.“ Reyndi að fá hjálp en kom að lokuðum dyrunum Fljótlega eftir að Sigurður Fannar týndist hafi hún hjálpað honum að sækja sér aðstoð á geðdeild Landspítalans. Hann hafi fengið einhver lyf frá læknum en eftir nokkurra daga bið hafi hann fengið höfnun frá áfallateymi spítalans. „Ekkert viðtal, engar skýringar, ekki neitt.“ Ingibjörg Dagný hefur áður sagt einu orsök andláts dóttur hennar vera handónýtt geðheilbrigðiskerfi. Sá að eitthvað væri að plaga Sigurð Fannar áður en veröldin hrundi Ingibjörg Dagný segir síðasta sumar hafa liðið áfallalaust hjá Sigurði Fannari, hann hafi helgað sig vinnu, eins og fólk með áföll á bakinu sé vant að gera. Hún hafi hins vegar séð að eitthvað væri að plaga hann. „Sunnudaginn örlagaríka fer hann inn í Hafnarfjörð til að dytta að bílnum sínum og erindast og hefur hana með því þau ætla að finna sér stað til að leika með dót sem við keyptum nokkrum dögum áður - bolta til að kasta á milli tveggja festispjalda með frönskum rennilás. En þau skila sér ekki úr þeirri ferð. Ég var búin að hringja margsinnis og það var mjög óvenjulegt að hann skyldi ekki svara mér í síma. Upp úr níu um kvöldið fæ ég löggu og prest heim til mín og veröldin hrynur. Restin er sögð saga.“ Hún viti ekki nákvæmlega hvað gerðist við Krýsuvíkurveg, það viti enginn. Hún hafi strax vitað að Sigurður Fannar hafi ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að svipta dóttur þeirra lífi. „Hann man ekki sjálfur hvað gerðist. Hann var kominn langleiðina með að taka eigið líf og er alveg eyðilagður. Við syrgjum bæði dóttur okkar.“ Samfélagið þurfi að vakna Ingibjörg Dagný segist segja sína sögu vegna þess að samfélagið þurfi að vakna. Fólk þurfi að gera sér grein fyrir því hvernig kerfunum hefir verið leyft að koma fram við fólk. Hvernig orðræðunni hafi lengi verið stýrt í þá áttina að láta fólk berjast innbyrðis og valda sundrungu milli þess. Hvernig fólk hafi verið stimplað klikkað, geðveikt og ruglað. Þannig hafi verið réttlætt að afskrifa það, loka inni og hlusta ekki á það. Á meðan þetta sé ekkert annað en fólk sem hefur þurft að þola mismikið af misstórum áföllum. „Og þau fá takmarkaða hjálp, ef einhverja. Það er eins og stefnan sé að hjálpin eigi að vera einhver lúxusvara sem bara ríka fólkið á að eiga kost á. Af hverju ætli það sé. Pillur eru ekki lausn. Ekki frekar en hækjur. Rót vandans er enn til staðar. Hana þarf að finna og eiga við. Og hún liggur oftar en marga grunar í áföllum sem hefur aldrei verið unnið úr. Börn eiga ekki að þurfa að erfa áföll foreldra sinna. Við erum öll á sömu skútunni. Við þurfum að vinna saman.“ Það undarlegasta í máli Sigurðar Fannars sé að það sé yfir höfuð hægt að segja nei við fólk sem kemur og vantar hjálp. „Eins og einhver annar hafi umboð til að segja manni hvernig manni líður. Ég veit ekki betur en að ég sé eina manneskjan sem hef aðgang að mínu eigin sálarlífi. Hver gefur öðrum rétt til að ákveða hvort ég þurfi hjálp eða ekki? Eina hlutverk stofnana á að vera að finna út úr því hvernig hjálp hentar í samráði við sjúklinginn, því hann er jú sérfræðingur í sinni eigin líðan. Annað er bara ofbeldi. Viljum við ekki samfélag þar sem fólk fær hjálp? Viljum við búa í samfélagi þar sem sjálfsvígstíðni, morð og ofbeldisglæpir eru algengir?“ Enginn eigi að þurfa að jarða barnið sitt Að lokum segir Ingibjörg Dagný að Kolfinna Eldey hafi verið betri manneskja en hún geti nokkurn tímann verið. Hún hafi ekki átt þetta skilið. Hún hafi kennt henni og mörgum margt. „Hún gaf frá sér svo mikla ást. Hún kom til mín til að minna mig á það hver ég er. Hver við öll erum. Við erum fyrst og fremst kærleiksverur. Við fæðumst með eiginleikann til að elska, og það er það eina sem barn biður um þegar það kemur í heiminn. Ást og umhyggja.“ Ekki nokkur manneskja eigi að þurfa að jarða barnið sitt. Eða að þurfa að horfa á nafn þeirra ritað á kross á leiði. „Það er svo rangt.“ Hún sé þakklát fyrir þann tíma sem hún fékk með dóttur sinni. Hún hafi alltaf verið sólargeisli í lífi hennar. Hún muni gera sitt besta til þess að fylgja fordæmi Kolfinnar Eldeyjar og dreifa gleði og ást. Þegar hennar tími komi vilji hún hafa lokið sínum verkefnum með sóma svo þær geti báðar verið stoltar af henni. „Það eina sem mun nokkurn tíma skipta raunverulegu máli í þessu lífi er það hvort þú hjálpaðir öðrum. Ef þú getur verið sólargeisli í lífi einhvers þá hefurðu náð markmiði lífsins. Þetta er ekki flóknara en það. Þegar þú skilur það þá skilurðu lífið. Eitthvað sem gert er af ást og samkennd er ávallt rétta ákvörðunin.“ Þá þakkar Ingibjörg Dagný öllum þeim sem hafa hjálpað henni og stutt í gegnum þennan erfiða tíma. Hún hafi fundið ótrúlega mikla samkennd og stuðning úr fjölmörgum áttum og fyrir það sé hún ævinlega þakklát. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan:
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Hafnarfjörður Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira