„Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 20:17 Magnús Tumi er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Öflugusta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Prófessor í jarðeðlisfræði segir skjálftahrinuna óvanalega. „Þetta er stærsta skjálftahrina sem að við höfum séð í Bárðarbungu síðan í öskjusiginu fyrir 10 árum. Við höfum bara séð svona atburð sem líkist þessu tvisvar,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Hin tvö skiptin voru annars vegar árið 1996 sem endaði í jökulhlaupi og hins vegar árið 2014 þegar eldgos var í Holuhrauni. Þar af leiðandi varð um 65 metra öskjusig í Bárðarbungu. „Það segir okkur hins vegar ekki að við eigum að slá því föstu að eitthvað svoleiðis sé að fara gerast. Við getum ekki slegið neinu föstu um það en þetta er óvanalegt,“ segir Magnús Tumi. Stöðugt landris „Það getur vel verið að þetta sé búið. Það getur líka farið af stað meiri atburðarás en það sem við höfum séð eftir að askjan seig fyrir tíu árum. Þá byrjaði hún að rísa aftur og það hefur verið þarna landris stöðugt og á síðasta ári hefur hert á því,“ segir hann. Mælingar sýna þá að askjan sem seig í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú lyfst um 25 metra á tíu árum. „Þetta er mjög sérstakt og í raun og veru atburðirnir, við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum,“ segir Magnús Tumi. Hann tekur Havaí-eyjur sem dæmi en þar var öskusig fyrir sjö árum og fylltist askjan af hrauni. Í Bárðarbungu er hins vegar askjan að lyftast þar sem kvika er að troðast undir hana. „Þetta er mesti kvikuatburður sem að við höfum séð núna. Þetta er miklu stærra en það sem við erum að horfa á á Reykjanesskaganum til dæmis,“ segir hann. „Hver framvindan verður það vitum við ekki, það er óvissa og við verðum bara að taka hlutunum þannig.“ Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Þetta er stærsta skjálftahrina sem að við höfum séð í Bárðarbungu síðan í öskjusiginu fyrir 10 árum. Við höfum bara séð svona atburð sem líkist þessu tvisvar,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Hin tvö skiptin voru annars vegar árið 1996 sem endaði í jökulhlaupi og hins vegar árið 2014 þegar eldgos var í Holuhrauni. Þar af leiðandi varð um 65 metra öskjusig í Bárðarbungu. „Það segir okkur hins vegar ekki að við eigum að slá því föstu að eitthvað svoleiðis sé að fara gerast. Við getum ekki slegið neinu föstu um það en þetta er óvanalegt,“ segir Magnús Tumi. Stöðugt landris „Það getur vel verið að þetta sé búið. Það getur líka farið af stað meiri atburðarás en það sem við höfum séð eftir að askjan seig fyrir tíu árum. Þá byrjaði hún að rísa aftur og það hefur verið þarna landris stöðugt og á síðasta ári hefur hert á því,“ segir hann. Mælingar sýna þá að askjan sem seig í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú lyfst um 25 metra á tíu árum. „Þetta er mjög sérstakt og í raun og veru atburðirnir, við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum,“ segir Magnús Tumi. Hann tekur Havaí-eyjur sem dæmi en þar var öskusig fyrir sjö árum og fylltist askjan af hrauni. Í Bárðarbungu er hins vegar askjan að lyftast þar sem kvika er að troðast undir hana. „Þetta er mesti kvikuatburður sem að við höfum séð núna. Þetta er miklu stærra en það sem við erum að horfa á á Reykjanesskaganum til dæmis,“ segir hann. „Hver framvindan verður það vitum við ekki, það er óvissa og við verðum bara að taka hlutunum þannig.“
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira