„Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 20:17 Magnús Tumi er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Öflugusta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Prófessor í jarðeðlisfræði segir skjálftahrinuna óvanalega. „Þetta er stærsta skjálftahrina sem að við höfum séð í Bárðarbungu síðan í öskjusiginu fyrir 10 árum. Við höfum bara séð svona atburð sem líkist þessu tvisvar,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Hin tvö skiptin voru annars vegar árið 1996 sem endaði í jökulhlaupi og hins vegar árið 2014 þegar eldgos var í Holuhrauni. Þar af leiðandi varð um 65 metra öskjusig í Bárðarbungu. „Það segir okkur hins vegar ekki að við eigum að slá því föstu að eitthvað svoleiðis sé að fara gerast. Við getum ekki slegið neinu föstu um það en þetta er óvanalegt,“ segir Magnús Tumi. Stöðugt landris „Það getur vel verið að þetta sé búið. Það getur líka farið af stað meiri atburðarás en það sem við höfum séð eftir að askjan seig fyrir tíu árum. Þá byrjaði hún að rísa aftur og það hefur verið þarna landris stöðugt og á síðasta ári hefur hert á því,“ segir hann. Mælingar sýna þá að askjan sem seig í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú lyfst um 25 metra á tíu árum. „Þetta er mjög sérstakt og í raun og veru atburðirnir, við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum,“ segir Magnús Tumi. Hann tekur Havaí-eyjur sem dæmi en þar var öskusig fyrir sjö árum og fylltist askjan af hrauni. Í Bárðarbungu er hins vegar askjan að lyftast þar sem kvika er að troðast undir hana. „Þetta er mesti kvikuatburður sem að við höfum séð núna. Þetta er miklu stærra en það sem við erum að horfa á á Reykjanesskaganum til dæmis,“ segir hann. „Hver framvindan verður það vitum við ekki, það er óvissa og við verðum bara að taka hlutunum þannig.“ Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
„Þetta er stærsta skjálftahrina sem að við höfum séð í Bárðarbungu síðan í öskjusiginu fyrir 10 árum. Við höfum bara séð svona atburð sem líkist þessu tvisvar,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Hin tvö skiptin voru annars vegar árið 1996 sem endaði í jökulhlaupi og hins vegar árið 2014 þegar eldgos var í Holuhrauni. Þar af leiðandi varð um 65 metra öskjusig í Bárðarbungu. „Það segir okkur hins vegar ekki að við eigum að slá því föstu að eitthvað svoleiðis sé að fara gerast. Við getum ekki slegið neinu föstu um það en þetta er óvanalegt,“ segir Magnús Tumi. Stöðugt landris „Það getur vel verið að þetta sé búið. Það getur líka farið af stað meiri atburðarás en það sem við höfum séð eftir að askjan seig fyrir tíu árum. Þá byrjaði hún að rísa aftur og það hefur verið þarna landris stöðugt og á síðasta ári hefur hert á því,“ segir hann. Mælingar sýna þá að askjan sem seig í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú lyfst um 25 metra á tíu árum. „Þetta er mjög sérstakt og í raun og veru atburðirnir, við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum,“ segir Magnús Tumi. Hann tekur Havaí-eyjur sem dæmi en þar var öskusig fyrir sjö árum og fylltist askjan af hrauni. Í Bárðarbungu er hins vegar askjan að lyftast þar sem kvika er að troðast undir hana. „Þetta er mesti kvikuatburður sem að við höfum séð núna. Þetta er miklu stærra en það sem við erum að horfa á á Reykjanesskaganum til dæmis,“ segir hann. „Hver framvindan verður það vitum við ekki, það er óvissa og við verðum bara að taka hlutunum þannig.“
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira