Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2025 22:40 Tilnefning Donald Trump á sjónvarpsfréttamanninum Pete Hegseth til varnarmálaráðherra kom mörgum í opna skjöldu en hann er sagður skorta reynslu á sviði varnarmála. AP Pete Hegseth, sjónvarpsmaður og tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sat fyrir svörum á fundi varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hann var meðal annars spurður út í áfengisdrykkju sína og ummæli sem hann hefur látið falla um konur í hernaði. Donald Trump greindi frá því skömmu eftir kosningar að hann hefði tilnefnt Hegseth sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Ákvörðun Trump var gagnrýnd harðlega, sér í lagi vegna þess að Hegseth skorti þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Á fjögurra klukkutíma löngum fundi létu nefndarmeðlimir spurningar dynja á Hegseth. Í framhaldinu mun öldungadeildarþingið greiða atkvæði með eða gegn tilnefningu Hegseth. Hegseth er fyrsti tilvonandi ráðherra Trump til að sitja fyrir svörum öldungadeildar en fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir í vikunni, að því er kemur fram í frétt BBC. Fréttamaður miðilsins var í þinghúsinu í dag og fjallaði ítarlega um gang fundarins. Orðið vitni að minni kröfum til kvenna Margar spurningar sneru að afstöðu Hegseth gagnvart konum í Bandaríkjaher. Kirsten Gillibrand öldungadeildarþingkona var meðal þeirra sem sóttu fast að honum. „Þú mátt ekki niðurlægja konur, en þú gerir það í yfirlýsingum þínum. Þú segist ekki vilja konur í hernum, sérstaklega á víglínunum. Það eru glötuð ummæli. [...]. Svo segist þú ekki vilja konur í hernum, og sérstaklega ekki mæður. Hvað mislíkar þér við mæður?,“ sagði Gillibrand á fundinum. Hegseth kom sér til varnar með því að segjast hafa unnið með konum áður í hernaði, en hafi orðið vitni að því að minni kröfur hefðu verið gerðar til kvenna en karla. Þau atvik hafi orðið kveikjan að ummælum hans. Þá sagði hann kvenkyns hermenn sem hann hefur unnið með meðal þeirra bestu sem hann þekkti til. Búin að lofa að skilja flöskuna eftir heima Mazie Hirono öldungadeildarþingmaður Demókrata sagðist hafa eftir mörgum heimildum að Hegseth væri iðulega drukkinn í starfi sínu sem sjónvarpsmaður. Hann vísaði ásökununum á bug og sagði þær hluta af rógsherferð gegn honum. Á þingflokksfundum Repúblikana síðustu vikur hefur hann þó haft orð á því að hann ætli ekki að drekka á vinnutíma. BBC segir frá því að talsverðar truflanir hafi orðið á fundinum þegar Hegseth hugðist ávarpa salinn. Lögreglumenn hafi teymt nokkra mótmælendur út úr þingsalnum sem höfðu verið með frammíköll. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Donald Trump greindi frá því skömmu eftir kosningar að hann hefði tilnefnt Hegseth sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Ákvörðun Trump var gagnrýnd harðlega, sér í lagi vegna þess að Hegseth skorti þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Á fjögurra klukkutíma löngum fundi létu nefndarmeðlimir spurningar dynja á Hegseth. Í framhaldinu mun öldungadeildarþingið greiða atkvæði með eða gegn tilnefningu Hegseth. Hegseth er fyrsti tilvonandi ráðherra Trump til að sitja fyrir svörum öldungadeildar en fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir í vikunni, að því er kemur fram í frétt BBC. Fréttamaður miðilsins var í þinghúsinu í dag og fjallaði ítarlega um gang fundarins. Orðið vitni að minni kröfum til kvenna Margar spurningar sneru að afstöðu Hegseth gagnvart konum í Bandaríkjaher. Kirsten Gillibrand öldungadeildarþingkona var meðal þeirra sem sóttu fast að honum. „Þú mátt ekki niðurlægja konur, en þú gerir það í yfirlýsingum þínum. Þú segist ekki vilja konur í hernum, sérstaklega á víglínunum. Það eru glötuð ummæli. [...]. Svo segist þú ekki vilja konur í hernum, og sérstaklega ekki mæður. Hvað mislíkar þér við mæður?,“ sagði Gillibrand á fundinum. Hegseth kom sér til varnar með því að segjast hafa unnið með konum áður í hernaði, en hafi orðið vitni að því að minni kröfur hefðu verið gerðar til kvenna en karla. Þau atvik hafi orðið kveikjan að ummælum hans. Þá sagði hann kvenkyns hermenn sem hann hefur unnið með meðal þeirra bestu sem hann þekkti til. Búin að lofa að skilja flöskuna eftir heima Mazie Hirono öldungadeildarþingmaður Demókrata sagðist hafa eftir mörgum heimildum að Hegseth væri iðulega drukkinn í starfi sínu sem sjónvarpsmaður. Hann vísaði ásökununum á bug og sagði þær hluta af rógsherferð gegn honum. Á þingflokksfundum Repúblikana síðustu vikur hefur hann þó haft orð á því að hann ætli ekki að drekka á vinnutíma. BBC segir frá því að talsverðar truflanir hafi orðið á fundinum þegar Hegseth hugðist ávarpa salinn. Lögreglumenn hafi teymt nokkra mótmælendur út úr þingsalnum sem höfðu verið með frammíköll.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira