Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2025 09:15 Heiti Bandidos letrað á framgafall mótorhjóls. Samtökin eru virk víða um lönd með fjölda undirdeilda. Dönsk stjórnvöld ætla að sýna fram á að um ein skipulögð glæpasamtök sé að ræða. Vísir/Getty Réttarhöld hófust í Kaupmannahöfn í morgun þar sem saksóknarar fara fram á að dómari leysi upp mótorhjólagengið Bandidos. Lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi þess í fyrra. Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggist á því að stjórnarskrá Danmerkur heimili að samtök sem upphefji eða æsi til ofbeldis séu leyst upp. Meðlimir mótorhjólagengisins hafa verið sakfelldir fyrir fjölda ofbeldisbrota, þar á meðal morð, tilraunir til manndráps og líkamsárásir. Gengi eins og Bandidos samanstanda af fjölda staðbundinna undirdeilda eða hópa. Danska ríkisútvarpið segir að saksóknarar þurfi að sýna fram á að Bandidos séu ein skipulögð samtök. Til þess muni þeir leggja fram fjölda skjala sem lögregla hefur lagt hald á við húsleit hjá glæpagenginu, þar á meðal samþykktir, fundargerðir og samstarfssamninga. Þá eru saksóknarar sagðir ætla að vísa til þess aragrúa sakadóma sem meðlimir gengisins hafi hlotið í gegnum tíðina til þess að sýna fram á að samtökin hafi glæpsamlegan tilgang þar sem ofbeldi er hluti af daglegri starfsemi. Lasse Boje, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar, þegar hann tilkynnti að starfsemi Bandidos hefði verið bönnuð tímabundið í maí 2024.Vísir/EPA Danska lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi Bandidos með sömu rökum í maí. Starfsemi samtakanna og háttsemi félaga þeirra væru ógn við líf og öryggi borgaranna og allsherjarreglu. Bannið þýddi að bandítarnir máttu ekki nota félagsheimili sín, halda fundi eða bera merki samtakanna opinberlega. Danska deild Bandidos var stofnuð árið 1993. Ellefu manns féllu og hátt í hundrað særðust í stríði þeirra við annað mótorhjólagengi, Vítisengla, í allri Skandinavíu þremur árum síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttarhöldin nú eru sögð taka 38 daga og gæti niðurstaða legið fyrir í ágúst. Á meðal vitna sem eiga að koma fyrir dóminn eru félagar í Bandidos. Danmörk Erlend sakamál Bifhjól Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggist á því að stjórnarskrá Danmerkur heimili að samtök sem upphefji eða æsi til ofbeldis séu leyst upp. Meðlimir mótorhjólagengisins hafa verið sakfelldir fyrir fjölda ofbeldisbrota, þar á meðal morð, tilraunir til manndráps og líkamsárásir. Gengi eins og Bandidos samanstanda af fjölda staðbundinna undirdeilda eða hópa. Danska ríkisútvarpið segir að saksóknarar þurfi að sýna fram á að Bandidos séu ein skipulögð samtök. Til þess muni þeir leggja fram fjölda skjala sem lögregla hefur lagt hald á við húsleit hjá glæpagenginu, þar á meðal samþykktir, fundargerðir og samstarfssamninga. Þá eru saksóknarar sagðir ætla að vísa til þess aragrúa sakadóma sem meðlimir gengisins hafi hlotið í gegnum tíðina til þess að sýna fram á að samtökin hafi glæpsamlegan tilgang þar sem ofbeldi er hluti af daglegri starfsemi. Lasse Boje, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar, þegar hann tilkynnti að starfsemi Bandidos hefði verið bönnuð tímabundið í maí 2024.Vísir/EPA Danska lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi Bandidos með sömu rökum í maí. Starfsemi samtakanna og háttsemi félaga þeirra væru ógn við líf og öryggi borgaranna og allsherjarreglu. Bannið þýddi að bandítarnir máttu ekki nota félagsheimili sín, halda fundi eða bera merki samtakanna opinberlega. Danska deild Bandidos var stofnuð árið 1993. Ellefu manns féllu og hátt í hundrað særðust í stríði þeirra við annað mótorhjólagengi, Vítisengla, í allri Skandinavíu þremur árum síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttarhöldin nú eru sögð taka 38 daga og gæti niðurstaða legið fyrir í ágúst. Á meðal vitna sem eiga að koma fyrir dóminn eru félagar í Bandidos.
Danmörk Erlend sakamál Bifhjól Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira