Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2025 10:31 Orri Árnason arkitekt og Magni Kristjánsson verkstjóri á stað eru stoltir af glænýju hóteli og íbúðarhúsi á Vatnsstíg, sem eru svo gott sem tilbúin. Arkitekt og verkstjóri á Vatnsstíg, þar sem nýtt hótel og íbúðarhús hafa gjörbreytt ásýnd götunnar, segja verkið eitt það allra erfiðasta sem þeir hafa ráðist í á ferlinum. Skipulag á reitnum hafi reynst afar flókið - og ekki má heldur gleyma mannlega þættinum. Skyggnst var inn í hótelið og íbúðarhúsið á Vatnsstíg í Íslandi í dag á Stöð 2 nú í vikunni. Innlitið má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Til viðtals voru Orri Árnason arkitekt og Magni Kristjánsson verkstjóri á stað, sem lýstu því báðir að þeir væru ósköp fegnir að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum. Verkefnið spannar nú heil sjö ár og hefur ekki alltaf verið dans á rósum, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 sumarið 2022. „Jú, mjög fegnir og þetta hefur verið mjög erfitt verkefni,“ segir Magni. „Mjög flókið og svo er maður náttúrulega að reyna að halda öllum góðum. En það var ekki hægt, þegar maður var að fleyga var einhver óánægður og þegar ekki var verið að fleyga var annar íbúi óánægður. Mjög erfitt að halda öllum góðum en ég held að það sé sátt núna.“ „Þetta er búið að vera þungur baggi, mjög erfitt. Eitthvað erfiðasta verkefnið sem við höfum tekið okkur á hendur,“ segir Orri. „Langerfiðasta,“ skýtur Magni inn í. „Tengja saman ólíkar byggingar, á ólíkum hæðum og það þarf að tengja þetta allt þannig að þetta gangi upp. Þetta er búið að vera mjög snúið,“ segir Orri og bætir því við að byggingarstjóri verksins, sem hafði einnig yfirumsjón með byggingu Hörpu, hafi haft á orði að Vatnsstígsframkvæmdin væri mun flóknara verkefni. Heimsóknina á Vatnsstíg í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+, streymisveitu Stöðvar 2. Reykjavík Hótel á Íslandi Skipulag Tíska og hönnun Ísland í dag Arkitektúr Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Skyggnst var inn í hótelið og íbúðarhúsið á Vatnsstíg í Íslandi í dag á Stöð 2 nú í vikunni. Innlitið má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Til viðtals voru Orri Árnason arkitekt og Magni Kristjánsson verkstjóri á stað, sem lýstu því báðir að þeir væru ósköp fegnir að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum. Verkefnið spannar nú heil sjö ár og hefur ekki alltaf verið dans á rósum, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 sumarið 2022. „Jú, mjög fegnir og þetta hefur verið mjög erfitt verkefni,“ segir Magni. „Mjög flókið og svo er maður náttúrulega að reyna að halda öllum góðum. En það var ekki hægt, þegar maður var að fleyga var einhver óánægður og þegar ekki var verið að fleyga var annar íbúi óánægður. Mjög erfitt að halda öllum góðum en ég held að það sé sátt núna.“ „Þetta er búið að vera þungur baggi, mjög erfitt. Eitthvað erfiðasta verkefnið sem við höfum tekið okkur á hendur,“ segir Orri. „Langerfiðasta,“ skýtur Magni inn í. „Tengja saman ólíkar byggingar, á ólíkum hæðum og það þarf að tengja þetta allt þannig að þetta gangi upp. Þetta er búið að vera mjög snúið,“ segir Orri og bætir því við að byggingarstjóri verksins, sem hafði einnig yfirumsjón með byggingu Hörpu, hafi haft á orði að Vatnsstígsframkvæmdin væri mun flóknara verkefni. Heimsóknina á Vatnsstíg í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+, streymisveitu Stöðvar 2.
Reykjavík Hótel á Íslandi Skipulag Tíska og hönnun Ísland í dag Arkitektúr Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira