Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2025 06:47 Biden varaði við því í gær að fáveldi væri í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaddi Bandaríkjamenn í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær og varaði meðal annars við því að fáveldi (e. oligarchy) væri í uppsiglingu. „Í dag er fáveldi gríðarlegs auðs, valds og áhrifa að verða til í Bandaríkjunum, sem ógnar lýðræðinu, grundvallar réttindum okkar og frelsi og sanngjörnum tækifærum til handa öllum til þess að komast áfram,“ sagði forsetinn. Biden var án efa að vísa til þess að fjöldi auðmanna hefur á síðustu vikum og mánuðum fylkt sér að baki Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta, en NBC greindi til að mynda frá því í gær að Elon Musk, eigandi X og Tesla, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, yrðu viðstaddir innsetningarathöfn Trump og myndu sitja saman, nærri forsetanum. Musk studdi Trump fjárhagslega í kosningabaráttunni og bæði Bezos og Zuckerberg gáfu milljón dollara í sérstakan sjóð til að fjármagna innsetningarathöfnina. Í ávarpi sínu sagði Biden að Bandaríkjamenn væru að fara undir í flóði upplýsingaóreiðu, sem auðveldaði valdhöfum að misnota vald sitt. Forsetinn hvatti þjóðina til að taka þátt í hinu lýðræðislega ferli og láta til sín taka, meðal annars í loftslagsmálum. „Hin áhrifamiklu öfl vilja beita óheftu valdi sínu til að vinda ofan af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til til að takast á við loftslagsvandann, til að þjóna þeirra eigin ásókn í völd og hagnað. Við megum ekki láta kúga okkur til þess að fórna framtíðinni, framtíð barnanna okkar og barnabarna. Við verðum að horfa fram á við og ýta fastar.“ Biden kallaði einnig eftir því að forsetaembættinu væru sett mörk og sagði að forsetinn mætti ekki verða ónæmur gagnvart réttlætinu ef hann gerðist brotlegur í starfi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Samfélagsmiðlar Amazon Meta X (Twitter) Elon Musk Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
„Í dag er fáveldi gríðarlegs auðs, valds og áhrifa að verða til í Bandaríkjunum, sem ógnar lýðræðinu, grundvallar réttindum okkar og frelsi og sanngjörnum tækifærum til handa öllum til þess að komast áfram,“ sagði forsetinn. Biden var án efa að vísa til þess að fjöldi auðmanna hefur á síðustu vikum og mánuðum fylkt sér að baki Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta, en NBC greindi til að mynda frá því í gær að Elon Musk, eigandi X og Tesla, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, yrðu viðstaddir innsetningarathöfn Trump og myndu sitja saman, nærri forsetanum. Musk studdi Trump fjárhagslega í kosningabaráttunni og bæði Bezos og Zuckerberg gáfu milljón dollara í sérstakan sjóð til að fjármagna innsetningarathöfnina. Í ávarpi sínu sagði Biden að Bandaríkjamenn væru að fara undir í flóði upplýsingaóreiðu, sem auðveldaði valdhöfum að misnota vald sitt. Forsetinn hvatti þjóðina til að taka þátt í hinu lýðræðislega ferli og láta til sín taka, meðal annars í loftslagsmálum. „Hin áhrifamiklu öfl vilja beita óheftu valdi sínu til að vinda ofan af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til til að takast á við loftslagsvandann, til að þjóna þeirra eigin ásókn í völd og hagnað. Við megum ekki láta kúga okkur til þess að fórna framtíðinni, framtíð barnanna okkar og barnabarna. Við verðum að horfa fram á við og ýta fastar.“ Biden kallaði einnig eftir því að forsetaembættinu væru sett mörk og sagði að forsetinn mætti ekki verða ónæmur gagnvart réttlætinu ef hann gerðist brotlegur í starfi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Samfélagsmiðlar Amazon Meta X (Twitter) Elon Musk Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira