Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 10:19 Lögregla hefur virt skýrslu sína um kynferðisbrot árið 2024. Vísir/Vilhelm Tilkynnt kynferðisbrot í fyrra voru 568, sem er tíu prósent aukning frá árinu á undan. Tilkynningar um barnaníð voru 40, sem er 22 prósent aukning miðað við meðaltal þriggja ára á undan. Þetta segir í skýrslu Ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024, sem hefur verið birt á vef embættisins. Þar segir að lögreglan skrái bæði hvenær kynferðisbrot er framið og hvenær það er tilkynnt, þar sem í hluta mála líði langur tími þar á milli. Í fyrra hafi verið tilkynnt um 185 nauðganir til lögreglu og þar af 130 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynningum um nauðganir hafi fjölgað um þrjú prósent miðað við árið 2023. Sé horft til meðaltals tilkynninga síðustu þrjú ár þar á undan, hafi þeim fækkað um 14 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti grunaðra karlkyns Þá segir að konur hafi verið 88 prósent brotaþola í öllum tilkynntum kynferðisbrotum. Hlutfallið hafi verið enn hærra þegar horft er til nauðgana, þar sem 95 prósent brotaþola hafi verið konur. Hlutföllin snúist við þegar kemur að kyni grunaðra, þar hafi 94 prósent verið karlkyns í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur hafi verið á milli brotaþola og grunaðra. Meðalaldur brotaþola hafi verið 23 ár, á meðan meðalaldur grunaðra hafi verið 34 ár. Um 46 prósent brotaþola hafi verið undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 12 prósent grunaðra hafi verið undir 18 ára. Hlutfall brotaþola undir 18 ára í nauðgunarbrotum hafi verið 36 prósent og hlutfall grunaðra undir 18 ára hafi verið 17 prósent. Alls hafi verið tilkynnt um 126 kynferðisbrot gegn börnum og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára hafi orðið sex prósent fjölgun slíkra mála. Tilkynningar um barnaníð hafi verið 40, sem sé rúm 22 prósent fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Vilja fjölga tilkynningum Loks segir að eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar undanfarin ár hafi verið að að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu hækki um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 meðal 18 ára og eldri hafi komið fram að 1,9 prósent svarenda hefðu orðið fyrir kynferðisbroti (þvingað eða reynt að þvinga til kynferðislegra athafna, gripið í eða verið snert kynferðislega gegn vilja sínum). Þar af hefðu 10 prósent tilkynnt það til lögreglu. Hæsta hlutfall þeirra sem svöruðu hafi verið á aldrinum 18 til 25 ára, eða 11 prósent svarenda. Um 0,6 prósent hefðu orðið fyrir stafrænu broti þar sem nektarmyndum var deilt af þeim án leyfis á netið (6 svarendur í könnuninni), og um 43 prósent þeirra hafi sagst hafa tilkynnt það til lögreglu, en hafa verði í huga að fáir svöruðu spurningunni. Þá hafi 6,5 prósent þátttakanda svarað því til að þau hefðu orðið fyrir eltihrelli, þar af hefði gerandinn verið í helmingi tilvika kunningi eða ókunnugur.Í mælaborði farsældar sem byggist á svörum nemenda í grunnskólum í rannsókn Íslenskra æskulýðsrannsókna komi fram að 16 prósent 13 til 16 ára nemenda sögðust hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og 36 prósent fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þetta segir í skýrslu Ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024, sem hefur verið birt á vef embættisins. Þar segir að lögreglan skrái bæði hvenær kynferðisbrot er framið og hvenær það er tilkynnt, þar sem í hluta mála líði langur tími þar á milli. Í fyrra hafi verið tilkynnt um 185 nauðganir til lögreglu og þar af 130 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynningum um nauðganir hafi fjölgað um þrjú prósent miðað við árið 2023. Sé horft til meðaltals tilkynninga síðustu þrjú ár þar á undan, hafi þeim fækkað um 14 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti grunaðra karlkyns Þá segir að konur hafi verið 88 prósent brotaþola í öllum tilkynntum kynferðisbrotum. Hlutfallið hafi verið enn hærra þegar horft er til nauðgana, þar sem 95 prósent brotaþola hafi verið konur. Hlutföllin snúist við þegar kemur að kyni grunaðra, þar hafi 94 prósent verið karlkyns í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur hafi verið á milli brotaþola og grunaðra. Meðalaldur brotaþola hafi verið 23 ár, á meðan meðalaldur grunaðra hafi verið 34 ár. Um 46 prósent brotaþola hafi verið undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 12 prósent grunaðra hafi verið undir 18 ára. Hlutfall brotaþola undir 18 ára í nauðgunarbrotum hafi verið 36 prósent og hlutfall grunaðra undir 18 ára hafi verið 17 prósent. Alls hafi verið tilkynnt um 126 kynferðisbrot gegn börnum og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára hafi orðið sex prósent fjölgun slíkra mála. Tilkynningar um barnaníð hafi verið 40, sem sé rúm 22 prósent fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Vilja fjölga tilkynningum Loks segir að eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar undanfarin ár hafi verið að að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu hækki um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 meðal 18 ára og eldri hafi komið fram að 1,9 prósent svarenda hefðu orðið fyrir kynferðisbroti (þvingað eða reynt að þvinga til kynferðislegra athafna, gripið í eða verið snert kynferðislega gegn vilja sínum). Þar af hefðu 10 prósent tilkynnt það til lögreglu. Hæsta hlutfall þeirra sem svöruðu hafi verið á aldrinum 18 til 25 ára, eða 11 prósent svarenda. Um 0,6 prósent hefðu orðið fyrir stafrænu broti þar sem nektarmyndum var deilt af þeim án leyfis á netið (6 svarendur í könnuninni), og um 43 prósent þeirra hafi sagst hafa tilkynnt það til lögreglu, en hafa verði í huga að fáir svöruðu spurningunni. Þá hafi 6,5 prósent þátttakanda svarað því til að þau hefðu orðið fyrir eltihrelli, þar af hefði gerandinn verið í helmingi tilvika kunningi eða ókunnugur.Í mælaborði farsældar sem byggist á svörum nemenda í grunnskólum í rannsókn Íslenskra æskulýðsrannsókna komi fram að 16 prósent 13 til 16 ára nemenda sögðust hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og 36 prósent fyrir stafrænu kynferðisofbeldi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu