Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 11:06 Hús í Pacific Palisades-hverfinu í Los Angeles sem brunnið hafa til grunna. AP/Carolyn Kaster Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. Veðurfræðingar búast við því að næstu daga muni hafgola bera rakt loft yfir borgina og að það muni hjálpa slökkviliðsmönnum að ráða niðurlögum eldanna. Í næstu viku er þó búist við frekari þurrum vindi úr austri, sem kallast Santa Ana, þó að aðstæður eigi ekki að vera eins slæmar og þær hafa verið hingað til, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sterkir vindar hafa hingað til gert slökkvistarfið gífurlega erfitt og hafa borið glóð og logandi brak marga kílómetra. Stærstu eldarnir tvær eru kenndir við Palisades og Eaton en samkvæmt gögnum á vef stofnunarinnar CalFire hafa slökkviliðsmenn náð nokkrum árangri í að berjast gegn þeim. Samhliða betri aðstæðum hafa íbúar þessara hverfa sem hafa orðið hvað verst úti krafist þess að fá að fara aftur heim. Kort af eldunum og lokuðum svæðum í Los Angeles.CalFire Frá því eldarnir kviknuðu í síðustu viku hafa nokkrir verið handteknir fyrir að kveikja nýja elda í borginni en þessir eldar hafa verið slökktir áður en þeir náðu flugi, ef svo má segja. Jim McDonnel, lögreglustjóri, sagði einn hafa viðurkennt að hafa kveikt eld í tré því honum þætti lyktin af brennandi laufum góð. Þá mun kona sem var handtekin hafa sagt að hún hefði gaman af óreiðu og eyðileggingu. Hvernig Palisades og Eaton eldarnir kviknuðu þann 7. janúar liggur ekki fyrir. Að minnsta kosti 25 hafa dáið vegna þeirra og þúsundir heimila hafa brunnið til grunna. Talið er að rúmlega tólf þúsund byggingar hafi brunnið í eldunum tveimur, sem setur þá meðal skaðlegustu og mannskæðustu gróðureldum í sögu Kaliforníu, samkvæmt LA Times. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Veðurfræðingar búast við því að næstu daga muni hafgola bera rakt loft yfir borgina og að það muni hjálpa slökkviliðsmönnum að ráða niðurlögum eldanna. Í næstu viku er þó búist við frekari þurrum vindi úr austri, sem kallast Santa Ana, þó að aðstæður eigi ekki að vera eins slæmar og þær hafa verið hingað til, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sterkir vindar hafa hingað til gert slökkvistarfið gífurlega erfitt og hafa borið glóð og logandi brak marga kílómetra. Stærstu eldarnir tvær eru kenndir við Palisades og Eaton en samkvæmt gögnum á vef stofnunarinnar CalFire hafa slökkviliðsmenn náð nokkrum árangri í að berjast gegn þeim. Samhliða betri aðstæðum hafa íbúar þessara hverfa sem hafa orðið hvað verst úti krafist þess að fá að fara aftur heim. Kort af eldunum og lokuðum svæðum í Los Angeles.CalFire Frá því eldarnir kviknuðu í síðustu viku hafa nokkrir verið handteknir fyrir að kveikja nýja elda í borginni en þessir eldar hafa verið slökktir áður en þeir náðu flugi, ef svo má segja. Jim McDonnel, lögreglustjóri, sagði einn hafa viðurkennt að hafa kveikt eld í tré því honum þætti lyktin af brennandi laufum góð. Þá mun kona sem var handtekin hafa sagt að hún hefði gaman af óreiðu og eyðileggingu. Hvernig Palisades og Eaton eldarnir kviknuðu þann 7. janúar liggur ekki fyrir. Að minnsta kosti 25 hafa dáið vegna þeirra og þúsundir heimila hafa brunnið til grunna. Talið er að rúmlega tólf þúsund byggingar hafi brunnið í eldunum tveimur, sem setur þá meðal skaðlegustu og mannskæðustu gróðureldum í sögu Kaliforníu, samkvæmt LA Times.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira