Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2025 09:01 Ómari var meinað inngangur í flug til Evrópu, þar sem hann ætlaði að millilenda á ferð sinni til Túnis. Honum hefur gengið erfiðlega að fá útskýringar á því. Ómar „Þetta er bara algjört rugl,“ segir Ómar Ben-Amara, Íslendingur á þrítugsaldri, sem lenti á vegg á Keflavíkurflugvelli þegar hann ætlaði að fara í flug með flugfélaginu EasyJet í maí síðastliðnum. Honum var ekki hleypt í flugið og hefur síðan átt erfitt með að fá svör við því hvers vegna honum var meinað að fara um borð. Ómar á íslenska móður og föður frá Túnis, og hann var einmitt á leið til Túnis að hitta fjölskyldu sína, með millilendingu í Evrópu, þegar atvikið sem málið varðar átti sér stað. Hann var búinn að innrita sig í flugið og kominn í gegnum öryggisleit án nokkurra vandræða. Þar á eftir beið hann eftir fluginu í nokkra klukkutíma. Svo ætlaði hann að fara um borð, en þá kom babb í bátinn. „Starfsmennirnir sem eru að skanna brottfararspjöldin taka mig í rauninni til hliðar og segja: „Við ætlum að redda þessu. Við viljum finna út úr þessu með þér.“ Þeir hringja síðan í einhvern hjá EasyJet. Sá segir síðan við þann sem var að skanna: „Þessi einstaklingur er ekki að fara að fljúga með okkur í dag.“,“ útskýrir Ómar. Hann segist hafa viljað fá að vita ástæðuna fyrir þeirri ákvörðun. „Þau segja mér að bíða bara aðeins, og að þau muni finna út úr þessu. Síðan er restinni af farþegunum hleypt inn í vélina, og þau eru alltaf að segja við mig að þau komi til mín eftir smá að finna út úr þessu. Svo þegar síðasta manneskjan er komin inn þá spyr ég aftur um hvað sé í gangi. Þá segja þau: „Já, þú ert ekki að fara um borð í þessa vél í dag.“ Og loka svo hurðinni á eftir sér.“ Kominn á flugbannlista Ómari hafi þá verið bent á að hafa samband við flugfélagið. Hann gerði það og var bent á að tala við Isavia. Þar hafi honum verið bent á að ræða við Tollinn. Tollurinn benti á að hann hefði ekkert með þetta að gera og vísaði aftur á Isavia. Hjá Isavia fékk hann þá útskýringu að búið væri að setja hann á einhverskonar bannfluglista (e. no fly list) hjá flugfélaginu. „Svona listar eru notaðir fyrir hryðjuverkamenn. Ég var að fljúga til Túnis. Þau hafa líklega séð lokaáfangastaðinn minn. Það er eitthvað um hryðjuverk þar. En ég er bara Íslendingur þó svo að pabbi minn sé þaðan,“ segir Ómar. Ómar var kominn að hliðinu þegar honum var hafnað.Vísir/Vilhelm Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði verið settur á þennan lista ef hann væri ljóshærður, með blá augu og héti „Magnús Gunnarsson“. „Það er ömurlegt fyrir mig ef ég ætla að ferðast í framtíðinni og er svo kominn á einhvern hryðjuverkalista af engri ástæðu,“ segir Ómar. „Mér fannst þetta mjög niðurlægjandi að vera tekinn til hliðar. Þetta var mjög leiðinlegt. Mig langaði bara að hitta fjölskylduna mína og átti takmarkaða sumarfrísdaga.“ Alltaf sama sagan Líkt og áður segir var Ómari neitað um borð í maí síðastliðnum. Síðan segist Ómar hafa ítrekað reynt að fá svör við því hvers vegna hann var settur á þennan lista. Jafnframt hafi hann reynt að fá endurgreitt og það ekki gengið heldur. „Þau segja alltaf það sama við mig. Ég útskýri málið og þau segjast ætla að leita til yfirmanns og biðja mig um að hinkra. Þau segja svo að það sé enginn yfirmaður við, en að ég geti beðið um símtal frá yfirmanni. Ég segi: „Já, en í öll síðustu skipti segið þið að það muni einhver hringja, en það hringir svo aldrei neinn.“ Og þau segja að í þetta skipti muni einhver gera það.“ Í eitt skiptið, þegar hann hafi verið búinn að vera með EasyJet í símanum í nokkra klukkutíma og fengið lítið um svör hafi hann minnst á að þetta gæti litið út eins og mismunun eða rasismi. „Ég var ekki að ásaka þau um það, en nefndi það.“ Þá hafi símastarfsmaðurinn skyndilega brugðist við og verið tilbúinn að skrá niður mál Ómars. „Þau bjuggu til mál og sögðust ætla að hafa samband við mig eftir tvær vikur, en síðan höfðu þau aldrei samband.“ Ógildur tuttugu mínútum eftir öryggisleit Á meðal þeirra fáu svara sem Ómar segist hafa fengið eru á þann veg að miðinn hans hafi verið gerður ógildur tuttugu mínútum eftir að hann fór í gegnum öryggisleitina. „En mér var aldrei tilkynnt um það nema við hliðið, ekki í tölvupósti eða neitt þannig. Ef þetta var niðurstaðan hefði ég viljað vita það sem fyrst, allavega sólarhring fyrir flugið.“ Ómar hafði flogið með EasyJet áður og verið ánægður í þau skipti. Hann tekur fram að hann drekki ekki og hafi aldrei verið með vesen eða læti í flugi. Þá sé hann ekki á sakaskrá og aldrei komist í kast við lögin. „Ef þau væru með góða og gilda ástæðu fyrir þessu þá líður mér eins og þau myndu segja mér hver hún væri strax. Það er eins og þau séu að fela eitthvað frá mér,“ segir Ómar sem íhugar að leita réttar síns. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kynþáttafordómar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Ómar á íslenska móður og föður frá Túnis, og hann var einmitt á leið til Túnis að hitta fjölskyldu sína, með millilendingu í Evrópu, þegar atvikið sem málið varðar átti sér stað. Hann var búinn að innrita sig í flugið og kominn í gegnum öryggisleit án nokkurra vandræða. Þar á eftir beið hann eftir fluginu í nokkra klukkutíma. Svo ætlaði hann að fara um borð, en þá kom babb í bátinn. „Starfsmennirnir sem eru að skanna brottfararspjöldin taka mig í rauninni til hliðar og segja: „Við ætlum að redda þessu. Við viljum finna út úr þessu með þér.“ Þeir hringja síðan í einhvern hjá EasyJet. Sá segir síðan við þann sem var að skanna: „Þessi einstaklingur er ekki að fara að fljúga með okkur í dag.“,“ útskýrir Ómar. Hann segist hafa viljað fá að vita ástæðuna fyrir þeirri ákvörðun. „Þau segja mér að bíða bara aðeins, og að þau muni finna út úr þessu. Síðan er restinni af farþegunum hleypt inn í vélina, og þau eru alltaf að segja við mig að þau komi til mín eftir smá að finna út úr þessu. Svo þegar síðasta manneskjan er komin inn þá spyr ég aftur um hvað sé í gangi. Þá segja þau: „Já, þú ert ekki að fara um borð í þessa vél í dag.“ Og loka svo hurðinni á eftir sér.“ Kominn á flugbannlista Ómari hafi þá verið bent á að hafa samband við flugfélagið. Hann gerði það og var bent á að tala við Isavia. Þar hafi honum verið bent á að ræða við Tollinn. Tollurinn benti á að hann hefði ekkert með þetta að gera og vísaði aftur á Isavia. Hjá Isavia fékk hann þá útskýringu að búið væri að setja hann á einhverskonar bannfluglista (e. no fly list) hjá flugfélaginu. „Svona listar eru notaðir fyrir hryðjuverkamenn. Ég var að fljúga til Túnis. Þau hafa líklega séð lokaáfangastaðinn minn. Það er eitthvað um hryðjuverk þar. En ég er bara Íslendingur þó svo að pabbi minn sé þaðan,“ segir Ómar. Ómar var kominn að hliðinu þegar honum var hafnað.Vísir/Vilhelm Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði verið settur á þennan lista ef hann væri ljóshærður, með blá augu og héti „Magnús Gunnarsson“. „Það er ömurlegt fyrir mig ef ég ætla að ferðast í framtíðinni og er svo kominn á einhvern hryðjuverkalista af engri ástæðu,“ segir Ómar. „Mér fannst þetta mjög niðurlægjandi að vera tekinn til hliðar. Þetta var mjög leiðinlegt. Mig langaði bara að hitta fjölskylduna mína og átti takmarkaða sumarfrísdaga.“ Alltaf sama sagan Líkt og áður segir var Ómari neitað um borð í maí síðastliðnum. Síðan segist Ómar hafa ítrekað reynt að fá svör við því hvers vegna hann var settur á þennan lista. Jafnframt hafi hann reynt að fá endurgreitt og það ekki gengið heldur. „Þau segja alltaf það sama við mig. Ég útskýri málið og þau segjast ætla að leita til yfirmanns og biðja mig um að hinkra. Þau segja svo að það sé enginn yfirmaður við, en að ég geti beðið um símtal frá yfirmanni. Ég segi: „Já, en í öll síðustu skipti segið þið að það muni einhver hringja, en það hringir svo aldrei neinn.“ Og þau segja að í þetta skipti muni einhver gera það.“ Í eitt skiptið, þegar hann hafi verið búinn að vera með EasyJet í símanum í nokkra klukkutíma og fengið lítið um svör hafi hann minnst á að þetta gæti litið út eins og mismunun eða rasismi. „Ég var ekki að ásaka þau um það, en nefndi það.“ Þá hafi símastarfsmaðurinn skyndilega brugðist við og verið tilbúinn að skrá niður mál Ómars. „Þau bjuggu til mál og sögðust ætla að hafa samband við mig eftir tvær vikur, en síðan höfðu þau aldrei samband.“ Ógildur tuttugu mínútum eftir öryggisleit Á meðal þeirra fáu svara sem Ómar segist hafa fengið eru á þann veg að miðinn hans hafi verið gerður ógildur tuttugu mínútum eftir að hann fór í gegnum öryggisleitina. „En mér var aldrei tilkynnt um það nema við hliðið, ekki í tölvupósti eða neitt þannig. Ef þetta var niðurstaðan hefði ég viljað vita það sem fyrst, allavega sólarhring fyrir flugið.“ Ómar hafði flogið með EasyJet áður og verið ánægður í þau skipti. Hann tekur fram að hann drekki ekki og hafi aldrei verið með vesen eða læti í flugi. Þá sé hann ekki á sakaskrá og aldrei komist í kast við lögin. „Ef þau væru með góða og gilda ástæðu fyrir þessu þá líður mér eins og þau myndu segja mér hver hún væri strax. Það er eins og þau séu að fela eitthvað frá mér,“ segir Ómar sem íhugar að leita réttar síns.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kynþáttafordómar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda