Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. janúar 2025 16:27 Vergara og Hamilton nutu félagsskapar hvors annars á veitingastað í New York á þriðjudag. Getty Vel fór á með leikkonunni Sofiu Vergara og ökuþórnum Lewis Hamilton á stefnumóti í New York á þriðjudag. Papparassar náðu ljósmyndum af hinni 52 ára Vergara skælbrosa framan í hinn fertuga Hamilton áður en þau snæddu saman með vinum ökuþórsins. Þau sátu síðan hlið við hlið á veitingastaðnum og herma sjónarvottar að Vergar hafi varla snert á mat sínum, svo djúpt sokkin var hún í samræðurnar. Þau yfirgáfu staðinn en héldu áfram samtölum sínum af mikill innlifun áður en Vergara var keyrð á brott á svörtum jeppa. Sofia Vergara and Lewis Hamilton Flirt After Two-Hour Lunch Date in NYC | Click to read more 👇 https://t.co/4MuSLyPz6r— TMZ (@TMZ) January 15, 2025 Skurðlæknir og ökuþór; söngkona og leikkona Síðast var Vergara orðuð við skurðlækninn Justin Saliman en ástarsamband þeirra varð opinber í október 2023. Í apríl í fyrra sagðist Vergara vera ástfangin af Saliman beint eftir að hann skar hana upp á hné og nokkrum mánuðum síðar, í ágúst, sagðist hún njóta lífsins með lækninum. Nú virðist sem Saliman og Vergara séu ekki lengur saman en ástarsamband þeirra hófst nokkrum mánuðum eftir að Vergara skildi við Joe Manganiello, eiginmann sinn til sjö ára. Hamilton var lengi í sambandi með söngkonunni Nicole Scherzinger en hefur verið einhleypur undanfarin ár. Hann var síðast orðaður við ástarsamband með hinni 47 ára Shakiru en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Hvorki Hamilton né Vergara hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið en það eru nokkrir mánuðir síðan Vergara greindi frá því að hún væri „eiginlega einhleyp“. TMZ hefur hins vegar eftir heimildamönnum sínum að þau séu einungis vinir og ekkert meira en það. Ástin og lífið Frægir á ferð Hollywood Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira
Papparassar náðu ljósmyndum af hinni 52 ára Vergara skælbrosa framan í hinn fertuga Hamilton áður en þau snæddu saman með vinum ökuþórsins. Þau sátu síðan hlið við hlið á veitingastaðnum og herma sjónarvottar að Vergar hafi varla snert á mat sínum, svo djúpt sokkin var hún í samræðurnar. Þau yfirgáfu staðinn en héldu áfram samtölum sínum af mikill innlifun áður en Vergara var keyrð á brott á svörtum jeppa. Sofia Vergara and Lewis Hamilton Flirt After Two-Hour Lunch Date in NYC | Click to read more 👇 https://t.co/4MuSLyPz6r— TMZ (@TMZ) January 15, 2025 Skurðlæknir og ökuþór; söngkona og leikkona Síðast var Vergara orðuð við skurðlækninn Justin Saliman en ástarsamband þeirra varð opinber í október 2023. Í apríl í fyrra sagðist Vergara vera ástfangin af Saliman beint eftir að hann skar hana upp á hné og nokkrum mánuðum síðar, í ágúst, sagðist hún njóta lífsins með lækninum. Nú virðist sem Saliman og Vergara séu ekki lengur saman en ástarsamband þeirra hófst nokkrum mánuðum eftir að Vergara skildi við Joe Manganiello, eiginmann sinn til sjö ára. Hamilton var lengi í sambandi með söngkonunni Nicole Scherzinger en hefur verið einhleypur undanfarin ár. Hann var síðast orðaður við ástarsamband með hinni 47 ára Shakiru en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Hvorki Hamilton né Vergara hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið en það eru nokkrir mánuðir síðan Vergara greindi frá því að hún væri „eiginlega einhleyp“. TMZ hefur hins vegar eftir heimildamönnum sínum að þau séu einungis vinir og ekkert meira en það.
Ástin og lífið Frægir á ferð Hollywood Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira