Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2025 20:31 Sanna Marin komst í heimsfréttirnar sem forsætisráðherra þegar hún fór á djammið og dansaði. Hún hefur unnið sem ráðgjafi síðan hún hætti á finnska þinginu 2023. Vísir/EPA Sanna Marin, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur farið fram á nálgunarbann gegn manni á fertugsaldri. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í Helsinki í Finnlandi á morgun. Fram kemur í frétt finnska miðilsins Helsingin Sanomat að þegar séu í gildi í það minnsta tvö nálgunarbönn á manninn vegna ógnandi og óviðeigandi hegðunar hans. Fram kemur í fréttinni að dómstóllinn hafi í dag ekki greint nánar frá því um hvað málið snerist. Þá segir að í Finnlandi sé hægt að sækja um nálgunarbann vegna áreitis og hótana. Það megi krefjast þess að einhver hætti að hafa samband við þig. Þá segir í fréttinni að fyrra nálgunarbannið hafi verið sett á af dómstóli í Vestur-Uusimaa fyrir nokkrum árum og það seinna í Helsinki í fyrra. Í fyrra málinu hafi nálgunarbannið varðar tvær konur sem maðurinn átti að hafa ógnað, sent skilaboð og hótað að myrða. Í því seinna hafi nálgunarbannið kveðið á um að hann mætti ekki koma nálægt konu á fertugsaldri. Maðurinn hefur samkvæmt fréttinni verið ákærður fyrir að sitja um einhvern og fyrir að brjóta á nálgunarbanni í Vestur-Uusimaa. Það á samkvæmt fréttinni að hafa gerst í fyrra. Í því máli er þolandi einnig kona. Sanna Marin var forsætisráðherra Finnlands frá 2019 til 2023. Hún sagði af sér sem formaður flokks síns, Jafnaðarmannaflokksins, árið 2023 í kjölfar ósigurs í kosningum. Hún hætti á finnska þinginu sama ár og fór að vinna sem ráðgjafi fyrir Tony Blair stofnina. Finnland Tengdar fréttir Sanna viðurkennir ósigur Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. 2. apríl 2023 20:59 Sanna hættir sem formaður Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 5. apríl 2023 08:18 Sanna Marin skilur við eiginmanninn Sanna Marin, starfandi forsætisráðherra Finnlands, er að skilja við eiginmann sinn Markus Räikkönen. Í story á Instagram segist hún þakklát fyrir árin nítján en saman eiga þau dóttur sem fæddist árið 2018. 10. maí 2023 15:40 Sanna braut engar reglur með djamminu Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, braut engar reglur og braut ekki gegn skyldum sínum með því að fara í samkvæmi. Myndbönd af forsætisráðherranum í dansa og syngja í samkvæmum var lekið á netið í sumar og þurfti hún að fara í fíkniefnapróf vegna ásakana um neyslu fíkniefna frá andstæðingum sínum í þinginu. 4. nóvember 2022 15:22 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fram kemur í fréttinni að dómstóllinn hafi í dag ekki greint nánar frá því um hvað málið snerist. Þá segir að í Finnlandi sé hægt að sækja um nálgunarbann vegna áreitis og hótana. Það megi krefjast þess að einhver hætti að hafa samband við þig. Þá segir í fréttinni að fyrra nálgunarbannið hafi verið sett á af dómstóli í Vestur-Uusimaa fyrir nokkrum árum og það seinna í Helsinki í fyrra. Í fyrra málinu hafi nálgunarbannið varðar tvær konur sem maðurinn átti að hafa ógnað, sent skilaboð og hótað að myrða. Í því seinna hafi nálgunarbannið kveðið á um að hann mætti ekki koma nálægt konu á fertugsaldri. Maðurinn hefur samkvæmt fréttinni verið ákærður fyrir að sitja um einhvern og fyrir að brjóta á nálgunarbanni í Vestur-Uusimaa. Það á samkvæmt fréttinni að hafa gerst í fyrra. Í því máli er þolandi einnig kona. Sanna Marin var forsætisráðherra Finnlands frá 2019 til 2023. Hún sagði af sér sem formaður flokks síns, Jafnaðarmannaflokksins, árið 2023 í kjölfar ósigurs í kosningum. Hún hætti á finnska þinginu sama ár og fór að vinna sem ráðgjafi fyrir Tony Blair stofnina.
Finnland Tengdar fréttir Sanna viðurkennir ósigur Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. 2. apríl 2023 20:59 Sanna hættir sem formaður Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 5. apríl 2023 08:18 Sanna Marin skilur við eiginmanninn Sanna Marin, starfandi forsætisráðherra Finnlands, er að skilja við eiginmann sinn Markus Räikkönen. Í story á Instagram segist hún þakklát fyrir árin nítján en saman eiga þau dóttur sem fæddist árið 2018. 10. maí 2023 15:40 Sanna braut engar reglur með djamminu Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, braut engar reglur og braut ekki gegn skyldum sínum með því að fara í samkvæmi. Myndbönd af forsætisráðherranum í dansa og syngja í samkvæmum var lekið á netið í sumar og þurfti hún að fara í fíkniefnapróf vegna ásakana um neyslu fíkniefna frá andstæðingum sínum í þinginu. 4. nóvember 2022 15:22 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sanna viðurkennir ósigur Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. 2. apríl 2023 20:59
Sanna hættir sem formaður Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 5. apríl 2023 08:18
Sanna Marin skilur við eiginmanninn Sanna Marin, starfandi forsætisráðherra Finnlands, er að skilja við eiginmann sinn Markus Räikkönen. Í story á Instagram segist hún þakklát fyrir árin nítján en saman eiga þau dóttur sem fæddist árið 2018. 10. maí 2023 15:40
Sanna braut engar reglur með djamminu Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, braut engar reglur og braut ekki gegn skyldum sínum með því að fara í samkvæmi. Myndbönd af forsætisráðherranum í dansa og syngja í samkvæmum var lekið á netið í sumar og þurfti hún að fara í fíkniefnapróf vegna ásakana um neyslu fíkniefna frá andstæðingum sínum í þinginu. 4. nóvember 2022 15:22